Showing posts with label Varningur. Show all posts
Showing posts with label Varningur. Show all posts
Friday, January 17, 2014
Fulltrúi NBA Ísland á Úlfavaktinni í Heiðurshöllina
Lesendur NBA Ísland eru alltaf á ferð og flugi og það er dásamlegt hvað þeir eru duglegir við að fara á NBA leiki sem fulltrúar NBA Ísland klæddir í bolinn góða.
Nýjasta myndin frá þessu tilefni er sannarlega með þeim dýrari sem borist hafa, en þar fer enginn annar en séra Guðni Már Harðarson úr Lindasókn í Kópavogi. Séra Guðni er mikill áhugamaður um íþróttir og er einn harðasti stuðningsmaður Minnesota Úlfanna hér á landi.
Guðni var svo heppinn að fá að stunda nám í Minnesota og gat því laumað sér á leiki með Úlfunum af og til. Úlfavaktin góða er orðin alþekkt fyrirbæri hjá NBA-hneigðum Twitternotendum sem eiga það til að vaka fram eftir nóttu.
Ritstjórn NBA Ísland er óhemju montin af því að geta kallað séra Guðna fýsískan fulltrúa síðunnar á Úlfavaktinni.
Við ætlum því að nota þetta tækifæri til að tilkynna ykkur að séra Guðni Már hefur hér með verið innvígður í Heiðurshöll NBA Ísland fyrir að standa Úlfavaktina af drengskap fyrir hönd síðunnar og hreinlega fyrir að vera toppmaður í alla staði. Hann lengi lifi - húrra, húrra, húrra!
Efnisflokkar:
Bolurinn
,
Heiðurshöll NBA Ísland
,
NBA Ísland
,
Timberwolves
,
Úlfavaktin
,
Varningur
,
Vel Gert
Wednesday, October 30, 2013
Þetta er byrjað
Deildakeppnin í NBA deildinnin hófst í nótt með þremur leikjum eins og þið hafið væntanlega tekið eftir.
Fulltrúi NBA Ísland, persónulegi trúbadorinn Björgvin Ingi, skellti sér á grannaslaginn í Los Angeles eins og þið sjáið á myndinni hér til hliðar.
Alltaf frábært að hafa fulltrúa á svæðinu.
Það er búið að vera snælduviltlaust að gera hjá ritstjórninni í hliðarverkefnum og því höfum við ekki hitað upp fyrir leiktíðina með hefðbundnum hætti, en þó er von á efni í þá áttina mjög fljótlega.
Gleðilega hátíð og góða skemmtun elskurnar.
Efnisflokkar:
Á ferð og flugi
,
Bolurinn
,
Jólin
,
NBA Ísland
,
Varningur
Tuesday, August 20, 2013
NBA netverslun
Nú geta NBA áhugamenn á Íslandi eignast treyjur með uppáhalds leikmönnum sínum. Okkur barst ábending um þetta og máttum við til með að koma henni áleiðis. Athugið að þetta dæmi er ekki á okkar vegum og við berum því enga ábyrgð á þessu. Erum aðeins að vekja athygli á þessu.
Efnisflokkar:
Auglýsingar
,
Varningur
Tuesday, March 5, 2013
Monday, September 24, 2012
NBA Ísland á ferð og flugi
Lesendur NBA eru víðar en á Íslandi. Fyrir nokkru birtum við myndir af einum í Chicago og hér fyrir neðan má sjá einn góðan pósa fyrir framan nokkur þekkt kennileiti í Los Angeles.
Þetta er góðvinur ritstjórnarinnar Gunnar Björn Helgason, sem þarna var í viðskiptaferð í Englaborginni. Þeir sem hlusta á Hlaðvarp NBA Ísland kannast við kauða.
Þegar líður á veturinn er aldrei að vita nema við fáum myndir af Úlfavaktinni í Minneapolis. Ef þú átt einhverjar skemmtilegar körfubolta- eða NBA-tengdar myndir, máttu endilega senda þær á nbaisland@gmail.com

Efnisflokkar:
Á ferð og flugi
,
Bolurinn
,
Varningur
Thursday, September 6, 2012
Nýr Knicks búningur
Einfalt er best. Falleg hönnun á klassískum búningi. Kannski það síðasta sem Knicks-menn geta brosað yfir á leiktíðinni. Vonandi ekki. Samt frekar hallærislegt að frumsýna búning númer sjö.
Efnisflokkar:
Klassík
,
Knicks
,
Treyjur og búningar
,
Varningur
Tuesday, June 12, 2012
Bolur vikunnar
Bandaríkjamenn láta ekki að sér hæða þegar kemur að því að framleiða boli.
Hraðinn er sífellt að verða meiri og hlutir og hugmyndir eru ekki lengi milli manna með hjálp Twitter.
Þannig verður brandari sem til verður á Twitter á miðvikudagskvöldi að vera kominn á bol á fimmtudegi og í sölu í síðasta lagi á föstudegi.

Sonur hans Chris Paul stal gjörsamlega senunni á einum blaðamannafundinum eftir leik með LA Clippers um daginn.
Pabbi hans var þá að segja fjölmiðlamönnum frá því hvernig Blake Griffin ætti það til að fara í fýlu eða verða reiður og bað son sinn að setja upp "Griffin-svipinn."
Sá stutti lét ekki á sér standa og bauð upp á þennan hrikalega leiksvip, við æstan fögnuð allra á fjölmðlafundinum. Fýlusvipurinn á Griffin hefur greinilega komið eitthvað til umræðu áður.
Skondið atvik, sem fyrir vikið rataði á bol. Hvað annað.
Þetta er mynd af barni með fýlusvip.
Hversu margir ætli átti sig á forsögu myndarinnar á bolnum?
Efnisflokkar:
Blake Griffin
,
Bolurinn
,
Chris Paul
,
Clippers
,
Varningur
Wednesday, June 6, 2012
Saturday, January 28, 2012
Ólíklegt verður að teljast...
... að mörgum sinnum í sögunni hafi körfuboltalið klæðst ljótari búningum samanlagt en LA Clippers og Memphis Grizzlies gerðu í fyrrakvöld. Frábær hugmynd hjá markaðsmönnum þessi kvöld þar sem farið er aftur til fortíðar og lið látin spila í gömlum búningum. Spurning hve mikið er framleitt af þessu og hvort safnarar eru þá ekki grimmir að versla þetta. Við myndum gera það, nema kannski í svona tilvikum.
Efnisflokkar:
Varningur
Thursday, January 19, 2012
Lesendur NBA Ísland styrkja Barnaspítala Hringsins
Eins og þið munið vorum við hér á NBA Ísland að selja boli á síðustu vikum ársins 2011.
Tilgangurinn með bolasölunni var ekki aðeins að klæða lesendur síðunnar í falleg föt, heldur lofuðum við að allur hagnaður af bolasölunni færi í gott málefni.
Við tókum þá ákvörðun fyrir jólin að Barnaspítali Hringsins myndi fá að njóta góðs af þessum krónum sem söfnuðust í bolasölunni og nú höfum við komið þeim til skila.
Í stað þess að fara og versla fyrir jólin ákváðum við að bíða fram að útsölum í janúar og óhætt er að segja að það hafi margborgað sig. Keyptir voru tveir stórir kassar af kubbum fyrir mismunandi aldurshópa, stærðarinnar Playmo-spítali og fjórar DVD myndir með fjölbreyttu barnaefni.
NBA Ísland fékk mjög góðar móttökur á Barnaspítalanum. Það var hún Gróa Gunnarsdóttir leikskólakennari sem tók við gjöfunum og skilar hún þakklæti til rausnarlegra lesenda NBA Ísland sem lögðu sitt af mörkum í þessu skemmtilega verkefni.
NBA Ísland þakkar þeim lesendum sem keyptu boli kærlega fyrir þáttökuna. Framlag ykkar skiptir heldur betur máli og á vonandi eftir að gleðja mörg börn í framtíðinni.
Wednesday, January 18, 2012
Saturday, January 7, 2012
NBA Ísland er næstum því í Orlando
Hann Kristinn Geir er í Amway Center núna að gera sig kláran í Orlando-Chicago klukkan eitt.
Þetta er kallað að representa. Vel gert, Kiddi. Vel gert.
Saturday, December 24, 2011
Heimur versnandi fer - körfuboltaskór
Það er eitthvað svo rangt við það að körfuboltaskór á útsölu skuli koma af stað götuóeirðum. Þannig hefur það samt verið víða í Bandaríkjunum eftir nýjustu skórnir frá Michael Jordan komu í hillur. Þetta er náttúrulega snældugeðveikt lið. Skorum á þig að horfa á viðtalið við geimvísindamennina í fréttinni hérna fyrir neðan. Hvað er hægt að segja um þetta? Heimsendir hlýtur að vera handan við hornið.
Efnisflokkar:
Eðlilegt
,
Geðheilbrigði
,
Hægðaheilar
,
Skófatnaður
,
Varningur
Thursday, December 15, 2011
Saturday, December 3, 2011
Ertu búin(n) að kaupa jólagjöfina í ár?
Það er farið að lækka í bolahrúgunni. Salan á NBA Ísland bolunum hefur gengið þokkalega, en enn eru nokkrir eftir.
Við höfum ákveðið að það verði Barnaspítali Hringsins sem fær að njóta góðs af hverri krónu sem kemur í kassann í bolasölunni.
Ætli við kaupum ekki eitthvað dót fyrir börnin. Þetta verða nokkrir þúsundkallar sem safnast og fínt að setja þá í eitthvað sem getur glatt krakkana meðan þeir dvelja á spítalanum.
Á myndinni má sjá stórmeistarann Jón Björn Ólafsson, ritstjóra karfan.is. Hann nældi sér í NBA Ísland bol í kvöld og tekur sig einstaklega vel út í honum.
Gaman hve margir úr fjölmiðlastéttinni hafa náð sér í bol til að leggja góðu málefni lið. En það er auðvitað líka freistandi að líta vel út.
Sendu póst á nbaisland@gmail.com ef þú hefur áhuga á að næla þér í bol.
Thursday, November 24, 2011
Eðlilegur blaðamannafundur í Ikea
Í hádeginu fór fram fyrsta opinbera afhendingin á NBA Ísland bolunum góðu. Þarna voru þrír stórmeistarar frá Fréttablaðinu og Vísi að leggja sitt af mörkum í góðgerðamálum fyrir jólin. Ekki skemmir fyrir að þeir verða miklu flottari fyrir vikið.
Afhendingin fór fram í Ikea í kjölfar þakkagjörðarmáltíðar sem þar var haldin. Reikna með að það verði árlegur viðburður framvegis. Það var líka vel við hæfi að halda þennan litla blaðamannafund í dag, því menn eru óvinnufærir af spennu fyrir viðureign KR og Grindavíkur í Iceland Express deildinni í kvöld. Þangað mæta allir sem hafa gaman af körfubolta og þeir sem hafa ekki tök á að mæta geta horft á hann í beinni í sjónvarpi Vísis.
Enn er eitthvað eftir af bolum á lagernum og við skorum á ykkur að krækja í eintak fyrir jólin. Eins og við höfum áður sagt fer hver einasta króna sem kemur í kassann af sölu bolanna beint í gott málefni fyrir jólin. Höfum enn ekki ákveðið nákvæmlega hvað við ætlum að gera, en það verða börnin sem njóta góðs af þessu.
Sendu línu á nbaisland@gmail.com ef þig langar í bol.
Nokkrir sem sent hafa inn pöntun eiga eftir að fá afhent, en því verður komið til skila við fyrsta tækifæri.
Monday, November 14, 2011
Verðug samkeppni
Það undirstrikar hvað við erum hræðilegir sölumenn, hafandi verið að kynna bolina okkar hérna á síðunni í gær, en við megum til með að segja ykkur frá því að Adidas búiðin í Kringlunni er með nokkra NBA búninga til sölu.
Það hefur líklega ekki staðið til að selja þessa búninga, því þeir eru faldir á versta mögulega stað í búðinni.
Þarna er hægt að fá treyju Paul Pierce hjá Boston, Kevin Durant hjá Oklahoma, Dwyane Wade hjá Miami og reyndar Denver-treyju Carmelo Anthony, sem varla verður heitasta flíkin fyrir jólin 2011.
Teyjur þessar kosta 10 þúsund kall, sem auðvitað er fáránlega mikill peningur, en staðreyndin er nú samt sú að verslunin er ekki að leggja mikið á þetta. 10 k í ónýtum gjaldmiðli er reyndar ekki mikið fyrir þessar eigulegu flíkur sem eru hreint ekki gefins erlendis.
Jói Útherji var með nokkrar treyjur síðast þegar við vissum. Þar var einu sinni hægt að fá Kevin Garnett hjá Boston, Derrick Rose hjá Chicago og Kobe Bryant hjá Lakers ef við munum rétt.
Við erum með algjöra dellu fyrir svona treyjum og eigum nokkrar, sem við þó klæðumst aldrei. Þetta er bara söfnunarárátta. Ef þú átt NBA treyjur sem þig langar að losna við eða veist um fleiri staði á klakanum sem selja nýjar, máttu endilega senda okkur línu á nbaisland@gmail.com.
Það er samt auðvitað sniðugra að fá sér NBA Ísland bol og styrkja gott málefni í leiðinni.
Efnisflokkar:
Varningur
Sunday, November 13, 2011
NBA Ísland bolirnir dottnir í hús
Það styttist í jólin og við vitum hvað það getur verið erfitt að finna jólagjafir handa fólki sem á allt. Allt nema bol merktan NBA Ísland, það er að segja.
Létum henda á nokkra boli til gamans. Eigum nokkra svarta í medium, large og extra large og græna í takmörkuðu upplagi í slim fit (large og extra large). Þetta eru Russell bolir, ekkert drasl, svo þeir eru rándýrir. Seljum stykkið á 3000 kall (eða meira ef þú vilt) og ágóðinn fer svo í eitthvað gott málefni sem við leggjum lið fyrir jólin. Kynnum það nánar hér á síðunni þegar nær dregur hátíðum.
Sendu okkur línu á nbaisland@gmail.com ef þú hefur áhuga á að komast yfir eintak. Við reynum að finna eitthvað út úr því.
Thursday, October 13, 2011
Subscribe to:
Posts (Atom)