Showing posts with label Áfangar. Show all posts
Showing posts with label Áfangar. Show all posts
Friday, March 20, 2015
Pat Riley er sjötugur í dag
Það er enginn smá karl sem á afmæli í dag, enda er Pat Riley eitt stærsta nafn í sögu NBA deildarinnar. Honum er oft líkt við guðföðurinn úr samnefndri kvikmynd eftir skáldsögu Mario Puzo.
Riley er alveg einstakur með það að hann átti farsælan feril sem leikmaður, þar sem hann var m.a. partur af einu besta liði allra tíma (Lakers ´72), vann nokkra meistaratitla sem þjálfari og rak svo smiðshöggið á þetta með því að verða einn besti skrifstofumaður deildarinnar hjá Miami.
Það er óþarfi að vera að masa eitthvað um Pat Riley hér, því ef þú veist ekki hver Pat Riley er, er ljóst að þú hefur engan áhuga á körfubolta og myndir því ekki lesa pistilinn okkar ef við skrifuðum hann. Þetta heitir að koma sér fagmannlega hjá hlutunum.
Nei, við skulum heldur skoða extra feitan bunka af myndum af Riley. Nokkrar frá því þegar hann var leikmaður í NBA, nokkrar úr þjálfuninni og svo slatti af honum bæði við skrifstofustörfin og í chilli með forsetum og öðru frægu fólki. Smelltu á myndirnar til að stækka þær.
Innilega til hamingju með daginn, Pat Riley.
Thursday, December 18, 2014
Hvaða þýðingu hefur nýjasti áfangi Kobe Bryant?
Þegar við vorum búin að byrja sautján sinnum upp á nýtt og henda um það bil 2000 orðum af einhverju rugli sem átti að heita pistill, rann það upp fyrir okkur að það skiptir nákvæmlega engu máli að Kobe Bryant sé búinn að skora fleiri stig en Michael Jordan í NBA deildinni.
Við héldum að þetta skipti máli og gerðum okkar besta til að skrifa þetta, en reyndir pennar finna það strax ef efniviðurinn er drasl. Þá er hann til dæmis enn meira drasl en það sem þó ratar inn á þessa síðu. Og það er sannarlega drasl.

Það ber fyrst og fremst vott um fjóra hluti: heppni með meiðsli (lengst af), járnvilja, samviskuleysi og óhemju hæfileika.
Við höfum ekki hitt neinn sem heldur að þessi áfangi hjá Bryant þýði að nú geti hann talist betri leikmaður en Jordan.
Við hvetjum fólk til að fara nú ekki að hugsa þannig, það væru svokallaðar ranghugmyndir. Kobe verður aldrei betri en Jordan, en hann er samt einn allra besti körfuboltamaður sögunnar.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
Goðsagnir
,
Kobe Bryant
,
Lakers
,
Michael Jordan
,
Skorarar
,
Svarta Mamban
,
Töflur og gröf
,
Tölfræði
Thursday, November 20, 2014
Hetjan og skúrkurinn Vince Carter
Snareðlurnar frá Toronto eiga ekki tvítugsafmæli fyrr en eftir eitt ár, en félagið er strax byrjað að fagna því með fortíðarblæ. Í nótt tóku forráðamenn Raptors loksins þá ákvörðun að heiðra fyrrum leikmann sinn Vince Carter með smá myndbandssýningu á risaskjánum.
Margir voru búnir að bíða ansi lengi eftir þessu augnabliki. Sumir til að fá tækifæri til að klappa honum lof í lófa, en aðrir til að baula á hann. Vince Carter lék með Toronto frá árinu 1998 til ársins 2004, þegar honum var skipt til New Jersey Nets fyrir dauða hænu, ryðgað stjörnuskrúfjárn og hálfan pakka af bláum Gajol - sem er ekki einu sinni góður eins og þið vitið.
Sumir segja að fyrsta höggið í þessu drama hafi komið frá félaginu, að það hafi verið klúbburinn sem klúðraði þessu öllu saman og flæmdi Vince í burtu. Við trúum því mætavel að félagið hafi klúðrað fullt af hlutum - það er staðreynd - en það er ekki hægt að kenna því um brotthvarf Vince Carter.

Efnisflokkar:
Áfangar
,
Ásakanaleikurinn
,
Fret úr fortíðinni
,
Frussandi gremja
,
Gildi og ákvarðanataka
,
Hroki og hleypidómar
,
Raptors
,
Sýndu mér peningana
,
Veðrið þarna uppi
,
Vince Carter
Friday, September 26, 2014
Fjögur löng ár
Fjögur ár eru ekki ýkja langur tími, en það veltur þó líklega á því hver er að telja dagana.
Ætla má að dagarnir hafi stundum verið lengi að líða hjá stuðningsmönnum Cleveland Cavaliers síðan uppáhaldssonur félagsins yfirgaf það árið 2010.
Síðan þá, hefur Cleveland-liðið verið eitt lélegasta liðið í NBA deildinni og sennilega lélegra en svartsýnustu menn hefðu gert sér í hugarlund. Nú er týndi sonurinn kominn heim á ný og er búinn að eignast nýja vini sem hann tekur með sér.
Já, það getur ansi margt gerst á fjórum árum í NBA deildinni. Meira að segja í Cleveland.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
Ákvörðunin
,
Cavaliers
,
Félagaskiptaglugginn
,
LeBron James
,
Leikmannamál
Monday, February 24, 2014
300 hjá Spoelstra
Erik Spoelstra, þjálfari Miami varð í nótt sjötti þjálfarinn í sögu NBA til að vinna 300. leikinn sinn áður en hann tapaði þeim 150. Eins og þið sjáið á töflunni fyrir neðan er hann því kominn í mjög töff hóp með m.a. guðföður sínum Pat Riley og Phil Jackson.
Spoelstra er á sínu sjötta ári með Miami og er óðum að sanna að kannski sé hann bara ágætis þjálfari eftir allt saman, þó hann hafi ekki getað neitt í körfubolta og byrjað þjálfaraferilinn í vídeóspólunum.
Sigur Miami á Chicago í nótt þýðir að liðið er komið með 39 sigra og fjórtán töp. Þetta er fjórða árið í röð sem Miami er 39-14 á einhverjum tímapunkti í febrúar, sem er dálítið skondið.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
Erik Spoelstra
,
Heat
,
Sigurgöngur
,
Tölfræði
Thursday, February 13, 2014
Bill Russell áttræður
Goðsögnin Bill Russell er hvorki meira né minna en áttræður í dag (reyndar 12. febrúar, en það er víst aldrei þessu vant komið fram yfir miðnætti þegar þetta er skrifað). Eins og flest ykkar vita, er Russell eini leikmaðurinn í sögu NBA sem er ekki með nógu marga fingur til að koma meistarahringunum sínum fyrir. Aðeins Phil Jackson er á svipuðu plani hvað varðar þessa sérstöku skartgripasöfnun.

Russell varð ellefu sinnum meistari með Boston Celtics sem leikmaður og síðar spilandi þjálfari, þar af tók hann átta titla í röð frá 1959 til 1966. Fimm sinnum var hann kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar og fjórum sinnum varð hann frákastakóngur svo eitthvað sé nefnt.
Það er mynd af Bill Russell fyrir aftan orðið "sigurvegari" í öllum betri orðabókum eins og þú sérð hérna fyrir ofan. Enda heita verðlaunin sem veitt eru besta* leikmanni lokaúrslitanna í NBA eftir honum. Heppilegra nafn er ekki hægt að finna á gripinn, nema kannski ef hann héti Guðmundur.

Kallaðu þetta fortíðarblæti ef þú vilt, en við verðum öll að læra að meta og virða söguna. Virða menn eins og Russell.
Það á ekki eftir að koma fram maður sem vinnur ellefu meistaratitla í NBA deildinni fyrr en í fyrsta lagi eftir að þú ert dauð(ur).
Fáir menn hafa skrifað nafn sitt eins oft í söguannála deildarinnar okkar en Bill Russell.
Til hamingju, gamli. Lifðu vel og lengi.
* - Verðmætasta
P.s. - Bill Russell vann eitthvað á meðan þú varst að lesa þessa stuttu hugleiðingu. Sennilega ekki körfuboltaleik, en þá kannski kotru eða kasínu. Nema hann spili Tveir Ká Fjórtán, sem er ólíklegt.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
Afmæli
,
Bill Russell
,
Celtics
,
Heiðurshöllin
,
Sigurvegarar
,
Verðlaun og viðurkenningar
Thursday, December 26, 2013
Bolur ársins?
Hún Tina frænka þín sagði já þegar kærastinn bað hennar á leik Golden State og LA Clippers í nótt. Warriors vann leikinn naumlega og við skulum vona að það gefi góð fyrirheit fyrir komandi hjónaband. Hún sagði svo auðvitað frá þessu öllu á Twitter skömmu síðar.
Bolnum í Bandaríkjunum virðist alltaf þykja það jafn töff að fara á skeljarnar á íþróttaviðburðum, það vekur alltaf athygli og oftast endar fyrirtækið í sjónvarpinu - í það minnsta á risaskjánum í loftinu. Það er erfitt að finna athafnir á pari við þetta þegar kemur að bolun/plebbun. Blessaður bolurinn er svo krúttlegur. Hann lengi lifi.
P.s. - Það er gaman að sjá ljósmyndarann Daníel Rúnarsson þarna lengst til hægri á myndinni. Daníel er ljósmyndari á Fréttablaðinu og það vill svo skemmtilega til að hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að vera bolur. Það er nefnilega hægt að vera bæði fagmaður og bolur. Fer meira að segja ágætlega saman.
Monday, September 30, 2013
Snareðlurnar eru tvítugar í dag

Toronto spilaði sinn fyrsta leik í NBA deildinni haustið 1995. Isiah Thomas var fyrsti framkvæmdastjóri Raptors og Damon Stoudamire var fyrsti nýliðinn í sögu félagsins.
Það kæmi okkur ekki á óvart þó einhverjir dæsi yfir því að séu tveir áratugir síðan Toronto eignaðist aftur NBA-lið. Þetta virkar eitthvað svo stutt síðan, en þó ekki.
Hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir frá sokkabandsárum Snareðlanna í NBA, þið þekkið eflaust flesta þessa kappa:
Sunday, June 2, 2013
Sunday, February 24, 2013
Sunday, February 17, 2013
Kyrie Irving ákvað að vinna skotkeppnina

Irving kom sá og sigraði í NBA á nýliðaárinu sínu í fyrra og hann hélt áfram að setja mark sitt á deildina í nótt þegar hann varð mjög óvænt hlutskarpastur í þriggja stiga skotkeppninni.

Það voru þeir Irving og Rauða Mamban Matt Bonner sem skutu til úrslita og þrátt fyrir að Bonner hafi sýnt jafna og góða tilburði í báðum umferðum, átti hann bara ekki séns í Irving sem óð eldinn í lokaumferðinni.
Irving skoraði heil 23 stig í úrslitunum, sem er aðeins tveimur stigum frá metinu í keppninni sem er í eigu Craig Hodges (´86) og Jason Kapono (´08) og er 25 stig.
Irving er annar Cleveland-leikmaðurinn sem nær að vinna sigur í skotkeppninni, en eins og eldri menn muna sigraði goðsögnin Mark Price í þessari keppni tvö ár í röð 1993 og 1994.
Það var því sannarlega vel við hæfi að Irving næði að vinna keppnina á 20 ára afmæli fyrri titils stórskyttunnar Mark Price.
Það er eitthvað við Kyrie Irving. Þessi drengur gæti átt eftir að ná langt og er að sýna að hann hefur alla burði til þess.
Við erum alltaf í góðu sambandi við gárungana eins og þið vitið, og í gær voru gárungarnir á einu máli um að Kyrie Irving væri mjög sérstakur leikmaður.
Því til sönnunar bentu þeir á að hann væri elskaður nánast einróma þrátt fyrir að hafa spilað með Duke-háskólanum.
Það er ekki hægt að undirstrika hvað þetta er sterkur punktur.
Irving spilaði kannski ekki mjög marga leiki fyrir Duke, en það er ekkert leyndarmál að hann er einn elskaðasti ungi leikmaðurinn í NBA deildinni og gjörsamlega skilið hvert gramm af þeirri ást.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
Kyrie Irving
,
Mark Price
,
Skotgleði
,
Skotkeppni
,
Stjörnuleikir
Friday, February 8, 2013
KG í 25k
Við þolum ekki Kevin Garnett, en það þýðir ekki að við berum ekki virðingu fyrir honum. Þetta frábæra myndskeið fangar augnablikið svo skemmtilega þegar hann komst í úrvalshóp leikmanna sem skorað hafa 25 þúsund stig í NBA deildinni.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
Celtics
,
Kevin Garnett
,
Sögubækur
Thursday, January 17, 2013
Áfangi hjá LeBron James
Megnið af körfuboltaskrifum dagsins í dag fjalla um LeBron James, sem í nótt varð yngsti leikmaður í sögu NBA til að komast yfir 20 þúsund stiga múrinn (og er því kominn á listann hér fyrir ofan aðeins nokkrum dögum eftir að hann varð 28 ára).
James lék mjög vel þær mínútur sem leikur Miami og Golden State var spennandi og tók ekkert aukalega fyrir að rjúfa 5000 stoðsendinga múrinn í leiðinni úr því hann var að þessu talnastússi á annað borð.
Það gerist auðvitað ekki á hverjum degi að svona ungir menn nái svona stórum tölfræðiáföngum, en þið megið ekki láta tölurnar hlaupa með ykkur út í einhverja vitleysu.
Wilt Chamberlain og Michael Jordan hefðu til að mynda náð þessum áfanga langt á undan James ef þeir hefðu komið inn í deildina um bílprófsaldurinn eins og hann.

Svo verður líka að taka með í reikninginn að sumir af atkvæðamestu skorurum í sögu deildarinnar, til dæmis þeir Kobe Bryant og Karl Malone úr 30 þúsund stiga klúbbnum, urðu ekki stórskorarar fyrr en eftir nokkur ár í deildinni.
Það flotta við þetta hjá James er að hann var næstum því fullmóta leikmaður þegar hann kom inn í deildina sem krakki og hefur því forskot á aðra mennskari menn hvað það varðar.
Auðvitað er gaman að skoða tölfræðina, hún er partur af ferðalaginu, en það verður stundum að skoða hana í samhengi. LeBron James þarf þannig að skora 25 stig að meðaltali í leik og spila lágmark 75 leiki á tímabili fram á leiktíðina 2022-23 ef hann ætlar sér að ná Kareem Abdul-Jabbar í efsta sæti stigalistans.
Það er ekki óhugsandi að James verði að spila í deildinni þegar hann verður 38 ára, en ólíklegt verður að teljast að hann verði svo iðinn við kolann í stigaskorun fram að því.
Og þó...
Hér fyrir neðan er listi yfir leikmenn í sögu NBA sem hafa skorað 20 þúsund stig, hirt 5000 fráköst og gefið 5000 stoðsendingar. LeBron James er nú kominn í þennan hóp en hann á enn tvö ár í þrítugt og er hvergi nærri hættur ef að líkum lætur.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
LeBron James
,
Sögubækur
,
Tölfræði
Friday, January 4, 2013
Andre Miller er alltaf að spila körfubolta
Vorum að horfa á gamlar myndir af Andre Miller leika listir sínar eftir að Cleveland tók hann í nýliðavalinu árið 1999.
Hann er nú að verða einn af fáum leikmönnum í NBA sem komu inn í deildina á hinni öldinni, en alltaf er Dre jafn góður og skilar ekki síður mikilvægu hlutverki hjá Denver og skopparakringlan Ty Lawson.
Miller komst í nokkuð flottan flokk í kvöld eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan.
Það hefur hjálpað honum í tölfræðisöfnuninni að hann missir nánast aldrei úr leiki, en Andre Miller er einn af þessum frábæru leikmönnum sem þó hefur aldrei spilað stjörnuleik.
Miller er álíka fljótur upp og Toyota Hilux með dieselvél, en eins og allir vita sem notað hafa slíkar bifreiðar, eru þær til margra hluta nytsamlegar þó þú vinnir engar spyrnur á þeim.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
Andre Miller
,
Sönn seigla
,
Tölfræði
Subscribe to:
Posts (Atom)