Showing posts with label Haukur Pálsson. Show all posts
Showing posts with label Haukur Pálsson. Show all posts
Friday, January 22, 2016
Saturday, October 31, 2015
KR slátraði Njarðvík í frumraun Hauks Helga
Við áttum von á talsvert mikið jafnari leik í Vesturbænum í gærkvöldi. Við flýttum okkur í Frostaskólið og tókum upphitun, hitting og burger áður en flautað var til leiks - allt eins og það á að vera fyrir hörkuleik tveggja stórliða.
En Íslandsmeistarar KR voru ekkert á því að halda einhverri spennu í viðureign sinni við Njarðvík. Þeir þurftu hvorki á Helga Magnússyni né Pavel Ermolinski að halda, þegar þeir völtuðu yfir þá grænklæddu 105-76.
Njarðvíkingarnir voru vissulega ekki með fullt lið heldur. Handsprengjan Stefán er í gönguskó og spilar ekkert með liðinu á næstunni, en dagurinn í gær snerist alls ekki um að væla út af meiðslum, heldur fagna komu Hauks Helga Pálssonar inn í Njarðvíkurliðið.
Haukur er slíkur hvalreki fyrir Suðurnesjaliðið að við ætluðum honum auðvitað að keyra beint í borgina og vinna KR. Það fór ekki alveg þannig eins og áður sagði, en það fer heldur enginn á taugum yfir óhagstæðum úrslitum í október - nema kannski Skagfirðingar.
Það var svo fjandi mikið að gera hjá okkur að taka myndir handa ykkur að við misstum af stórum hluta leiksins. Það er erfitt að lesa í spilamennsku á bak við linsuna. Við skulum kalla þetta ljómandi góða afsökun fyrir því að skrifa lítið sem ekkert um leikinn.
En þó voru nokkur atriði sem fóru ekki framhjá okkur. Við tókum eftir því að KR spilaði ljómandi fínan sóknarleik (reyndar gegn slökum varnarleik Njarðvíkinga) þar sem boltinn fékk á tíðum að fljúga milli manna og skapa opin þriggja stiga skot. Þetta er merkilegt þegar horft er til þess að það vantar jú besta leikstjórnanda deildarinnar í KR-liðið. Bæði lið lentu í klafsi og vandræðum annað slagið vegna leikstjórnarskorts, en KR tókst augljóslega betur að takast á við það. Leikmenn KR skiluðu flestir ljómandi góðum leik í gær og við vorum sérstaklega hrifin af því að þrír byrjunarliðsmenn meistaranna skiluðu 6+ stoðsendingum.
Þar fór Ægir Þór Steinarsson fremstur í flokki og reyndi að þrenna þetta upp með sjö stigum (sjö stigum? kommon), tíu fráköstum og níu stoðsendingum. Fagmaðurinn Darri Hilmarsson sletti líka á skýrsluna með 13/11/7 og Brynjar og Crayon voru solíðir.
Það var svo hinn 17 ára gamli Þórir Þorbjarnarson sem stal senunni í leiknum. Pilturinn skoraði 21 stig og henti niður fimm þristum í sjö tilraunum og er að neyða Finn þjálfara til að leyfa sér að spila, því hann hefur bætt við sig bæði stigum og mínútum í öllum fjórum leikjum KR í deildinni til þessa. Svo er það líka sérstakur plús að hann skuli vera örvhentur, það er alltaf gaman að horfa á örvhenta menn skjóta, jafnvel þó skotið þeirra sé dálítið flatt. Ef það fer ofan í, er öllum sama.
Njarðvíkurliðið á helling inni og þeir Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson munu sjá til þess að ná meira út úr því. Þetta var dálítið ljótt í gær og ljóst að það er mikil vinna fram undan hjá grænum, en þeir geta nú líka huggað sig við að þurfa ekki að spila við KR aftur alveg strax.
Það er haust og því fer enginn að missa sig í óðagot þó hann tapi körfuboltaleikjum. Við erum enn í október (þó að sé kominn nóvember þegar þú lest þetta) og þú vinnur ekkert í október, svo við rúllum okkur aðeins í 2. persónuna eins og Hubie Brown.
Það hefur ekki tíðkast hjá Friðrik Inga og Teiti að afsaka sig og sitt lið með væli út af meiðslum, en auðvitað gefur það augaleið að það vantar helling í Njarðvíkurliðið þegar það er án leikstjórnandans síns.
Efnisflokkar:
Ægir Þór Steinarsson
,
Blástur
,
Brynjar Björnsson
,
Darri Hilmarsson
,
Friðrik Ingi Rúnarsson
,
Frumraunir/frumsýningar
,
Haukur Pálsson
,
Heimabrugg
,
KR
,
Njarðvík
,
Teitur Örlygsson
,
Þórir Þorbjarnarson
Monday, August 11, 2014
Ljómandi sigur hjá landsliðinu
Það kom ansi mörgum á óvart a strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu tækju Stór-Bretana og flengdu 83-70 þá í Laugardalshöllinni í kvöld. Piltarnir okkar virðast hinsvegar hafa vitað það allan tímann að þeir ættu eftir að taka þetta.
Af því við höfum ekki hundsvit á körfubolta, spurðum við okkur reyndara fólk út í breska landsliðið og styrk þess. Allir voru á einu máli um að lið sem tryggir sér sæti á hverju stórmótinu á fætur öðru (án þess að nota NBA-menn í undankeppnum) hljóti bara að kunna körfubolta, jafnvel þó Alan Bannister sé hættur að spila.
Mikið er búið að ala þessa stráka vel upp á körfuboltasviðinu.
"Rosalega er gaman að sjá þessa ungu stráka. Þeir mættu bara og kláruðu leikinn!" sagði fyrrum landsliðsmaður himinlifandi eftir leikinn. Brosti hringinn eins og synir hans hefðu verið að vinna Nettómótið.
Flestir strákanna voru að gera eitthvað skemmtilegt fyrir okkur í kvöld. Hlynur Bæringsson Hlynur Bæringsson-aði til dæmis yfir sig með 14/15 leik, hörkuvörn, baráttu og er sjálfsagt enn að plokka tennurnar á Englendingunum úr olnbogunum á sér. Okkur þykir svo vænt um Hlyn.
Efnisflokkar:
Haukur Pálsson
,
Hlynur Bæringsson
,
Landsliðið
,
Martin Hermannsson
,
Pavel Ermolinski
,
Svægi
,
Tebolli
,
Tilþrif
,
Vel Gert
,
Þetta er ungt og leikur sér
Saturday, August 17, 2013
Ísland vann Rúmeníu í körfubolta
Íslenska karlalandsliðið hristi af sér Búlgaríubömmerinn í kvöld með því að leggja Rúmena 77-71 í Laugardalshöllinni í kvöld. Seint verður sagt að hér hafi verið um fallegan körfuboltaleik að ræða, en strákarnir gerðu mjög vel í að klára leikinn, sem var í járnum lengst af.
Það er ansi vel af sér vikið að vinna körfuboltaleik þar sem þriggja stiga nýtingin er sjö prósent og tapaðir boltar fara yfir tuttugu. Það var gaman að fá að sjá strákana spila þessa tvo landsleiki hérna heima og ljómandi fínt hjá þeim að ná öðru sætinu, þó auðvitað hafi munað sorglega litlu að við tækjum efsta sætið. Það kemur bara næst. Hérna eru nokkrar myndir sem við smelltum af í kvöld.

Efnisflokkar:
Haukur Pálsson
,
Hlynur Bæringsson
,
Hörður Vilhjálmsson
,
Jakob Sigurðarson
,
Jón Arnór Stefánsson
,
Landsliðið
,
Martin Hermannsson
,
Pavel Ermolinski
,
Ragnar Nathanaelsson
Subscribe to:
Posts (Atom)