Hlaðvarp



79. Þáttur (01.06.2017): Gunnar Björn Helgasson

Baldur Beck og Gunnar Björn ræða allar mögulegar hliðar lokaúrslitaeinvígisins milli Golden State og Cleveland sem hefst fimmtudagskvöldið 1. júní.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


78. Þáttur (11.05.2017): Kjartan Atli Kjartansson

Baldur Beck og Kjartan Atli fara yfir stöðu mála í úrslitakeppni NBA deildarinnar, þar sem fátt virðist geta komið í veg fyrir að Cleveland og Golden State muni mætast í lokaúrslitum þriðja árið í röð. Þá skyggnast þeir inn í framtíðina hjá liðum eins og Toronto, LA Clippers, Boston og Utah, stöðu LeBron James á lista bestu leikmanna allra tíma, rmuninn á NBA deildinni í dag og á 9. áratugnum og ótalmargt fleira.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


77. Þáttur (19.04.2017): Gunnar Björn Helgasson

Baldur og Gunnar fara yfir yfir/undir spár sínar frá því í haust og kynna sér hvor reyndist betri spámaður um gengi allra liðanna í deildinni þegar upp var staðið. Óhætt er að segja að keppnin að þessu sinni hafi verið æsispennandi, en auk þess að virka sem eins konar tippleikur, er hún upplögð aðferð til að gera upp deildarkeppnina í NBA í vetur. 

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


76. Þáttur (24.02.2017): Gunnar Björn Helgasson

Umræðuefnið 76. þáttar Hlaðvarps NBA Ísland er lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni í gærkvöldi. Baldur og Gunnar fara ofan í saumana á öllum helstu félagaskiptum síðustu daga, t.d. DeMarcus Cousins til New Orleans, Serge Ibaka til Toronto og Lou Williams til Houston. Auk þess ræða þeir róttækar hrókeringar á skrifstofunni hjá Los Angeles Lakers í vikunni, þar sem Magic Johnson er tekinn við forsetaembætti.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


75. Þáttur (28.1.2017): Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni

Baldur Beck og Snorri Örn ræða sápuóperuna í Chicago hjá þeim Butler, Wade og Rondo, dæmalausan vandræðaganginn á Bulls og Knicks, spútniklið Houston Rockets undir stjórn Mike D´Antoni, vandræðaganginn á Cleveland og félagaskiptaslúður í kring um Carmelo Anthony (og hvort hefði verið góð hugmynd að skipta á honum og Kevin Love), langlífi San Antonio, vangaveltur um besta alhliða leikmanninn í deildinni og margt, margt fleira.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn eða vinstrismelltu til að hlusta hér.

                                         __________________________________________


74. Þáttur (24.01.2017): Gunnar Björn Helgasson

Í 72. þætti Hlaðvarps NBA Ísland ræða þeir Baldur og Gunnar skyndilega endurreisn stóra mannsins í NBA deildinni. Staða stóru mannanna í NBA deildinni var orðin svo slæm fyrir nokkrum árum að ritsjórn NBA Ísland bjó til sérstakan flokk um hana (Dauði Miðherjans), en nú er sannarlega bjartara framundan. Þeir félagar ræða svo að sjálfssögðu vandræðaganginn á New York, Stjörnuleikinn og heilmargt fleira. Þátturinn að þessu sinni er ekki í boði neins.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


73. Þáttur (19.01.2017): Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður og framleiðandi

Gestur 73. þáttar Hlaðvarps NBA Ísland er íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson á Fréttablaðinu og Vísi, sem einnig er einn af mönnunum á bak við þáttinn vinsæla Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport. Í þættinum segir Tómas okkur frá vinnunni á bak við Körfuboltakvöld, viðtökum á þættinum og jákvæðri og neikvæðri gagnrýni, en svo víkur sögunni að Domino´s deild karla; baráttunni um titilinn, liðum og leikmönnum sem hafa gert gott mót, liðunum sem þeir spá því að muni falla í vor, uppáhalds leikmönnum og leikmönnum sem hafa valdið vonbrigðum svo fátt eitt sé nefnt.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.


                                          _______________________________________


72. Þáttur (13.01.2017): Gunnar Björn Helgasson

Í 72. þætti Hlaðvarps NBA Ísland, vaða þeir Baldur og Gunnar úr einu í annað sem aldrei fyrr, sem þýðir að þátturinn er ekki fyrir viðkvæma, enda yfir tveir tímar á lengd. 

Þeir félagar ræða meðal annars afleitt gengi New York Knicks, samning Joakim Noah og hvernig hann er einn sá versti sem gerður hefur verið í sögu NBA, bestu alhliða leikmenn NBA deildarinnar, Kawhi Leonars vs Kevin Durant, framtíð Paul Millsap, DeRozan, Lowry og Toronto-liðið, leikmenn sem hafa verið í ruglinu í vetur, Hakeem Olajuwon, Kareem og Showtime-lið Lakers, Giannis Antetokounmpo , raða Austur- og Vesturdeildinni niður í þrep eftir styrkleika og pæla í því hvaða lið eiga eftir að komast í úrslitakeppnina, svo eitthvað sé nefnt. 

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


71. Þáttur (23.11.2016): Kjartan Atli Kjartansson

Baldur Beck og Kjartan Atli hita upp fyrir hressandi vikulok í körfuboltanum. Þeir kíkja vestur um haf og taka m.a. stöðuna á Boston Celtics, Golden State Warriors og LA Clippers í NBA deildinni. 

Á föstudaginn kemur er svokallaður svartur föstudagur í Bandaríkjunum (dagurinn eftir þakkargjörðarhátíðina) og því kemur upp sú skemmtilega staða að NBA leikur vikunnar á Sportinu (Boston-San Antonio kl. 18:00 - ath. á SPORT 2) verður á dagskrá undan sjónvarpsleik dagsins í Domino´s deildinni (Þór Þorlákshöfn - Tindastóll kl. 20:00 á Sportinu).

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


70. Þáttur (30.10.2016): Gunnar Björn Helgasson

Í sjötugasta þætti Hlaðvarps NBA Ísland renna Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason yfir það sem staðið hefur hæst á fyrstu dögunum í deildarkeppninni í NBA. Þeir ræða m.a. Golden State, San Antonio, New Orleans, Cleveland, Houston og LA Lakers. Þá kryfja þeir ógurlega byrjun Anthony Davis hjá New Orleans, vandræðaganginn á Draymond Green hjá Golden State og gera tæmandi lista yfir þá fáu leikmenn sem eiga raunverulegan möguleika á því að verða kjörnir leikmenn ársins í NBA deildinni.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


69. Þáttur (20.10.2016): Gunnar Björn Helgasson

Síðari hluti Vegashlaðvarpsins, þar sem Baldur og Gunnar renna í gegn um spár veðbanka fyrir deildarkeppnina í Vesturdeildinni á komandi vetri. Þar þurfa þeir m.a. að glíma við spurninguna hvort Golden State á eftir að toppa hæstu undir/yfir forgjöf sögunnar í Vegas, sem spáir Warriors 67 sigrum í deildinni í vetur.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                            _______________________________________


68. Þáttur (16.10.2016): Gunnar Björn Helgasson

Fyrri hluti Vegashlaðvarpsins árlega, þar sem Baldur og Gunnar fara yfir spá veðbanka í Las Vegas fyrir komandi vetur. Í þessum fyrri hluta renna þeir yfir liðin í Austurdeildinni með sínum alþekktu útúrdúrum, en þeir voru ekki nema 80 mínútur með austrið þetta árið - sem telst nokkuð gott þegar þessir tveir eru annars vegar (vestrið - sem er næsta hlaðvarp - tók 120 mínútur).

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                         _______________________________________


67. Þáttur (29.09.2016): Kjartan Atli Kjartansson

Baldur Beck og Kjartan Atli hita upp fyrir komandi vetur í Domino´s- og NBA deildinni og fyrsta þáttinn af Körfuboltakvöldi sem er í beinni á Stöð 2 Sport föstudagskvöldið 30. september.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                          _______________________________________


65. Þáttur (27.07.2016): Gunnar Björn Helgasson

Baldur og Gunnar renna yfir það helsta sem gerðist á leikmannamarkaðnum í NBA í sumar, þar sem hæst ber ákvörðun Kevin Durant að fara til Golden State Warriors. Það er af nógu að taka þar sem flest liðin í deildinni létu til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar, enda er þátturinn næstum tveir tímar á lengd. Vonandi verða þessar hlaðvarpsmínútur til þess að stytta einhverjum biðina fram að næsta tímabili.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                         _______________________________________


64. Þáttur (08.06.2016): Gunnar Björn Helgasson

Baldur og Gunnar fara yfir stöðuna í úrslitaeinvígi Golden State og Cleveland (2-0) og velta því fyrir sér hvort LeBron James og félagar í Cleveland eigi möguleika á að snúa seríunni sér í hag. Þeir ræða frábæra frammistöðu Warriors-liðsins í úrslitakeppninni til þessa og reyna að setja hana í sögulegt samhengi, en missa sig svo út í alls konar vitleysu og blaðra um körfubolta í 90 mínútur eins og svo oft áður. Hvað annað á fólk svo sem að gera þegar er hálfur mánuður á milli leikja í lokaúrslitunum og EM ekki byrjað?

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                         _______________________________________


63. Þáttur (16.05.2016): Friðrik Ingi Rúnarsson, körfuboltaþjálfari.

Baldur Beck og Friðrik Ingi spá í spilin fyrir undanúrslitaeinvígi Golden State og Oklahoma í NBA deildinni sem hefst klukkan eitt í nótt (Stöð 2 Sport). 

Þeir ræða m.a. Billy Donovan þjálfara Oklahoma, Russell Westbrook og Kevin Durant, framlag manna eins og Steven Adams og Enes Kanter hjá Oklahoma, einvígi Oklahoma og San Antonio, hvað fór úrskeiðis hjá San Antonio, Draymond Green og Stephen Curry, samanburð á Russell Westbrook og Stefan Bonneau og framtíðaráform Friðriks í þjálfarastarfinu.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

_______________________________________


62. Þáttur (27.4.2016): Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni

Baldur Beck og Snorri Örn ræða úrslitaeinvígi karla og kvenna í Domino´s deildinni með stuttri viðkomu í úrslitakeppni NBA deildarinnar.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn eða vinstrismelltu til að hlusta hér.

__________________________________________

61. Þáttur (16.4.2016): Gunnar Björn Helgasson

Baldur og Gunnar spá í spilin fyrir úrslitakeppnina í NBA sem hefst í dag.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

__________________________________________


60. Þáttur (11.04.2016): Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar

Baldur og Hrafn fara yfir veturinn hjá Stjörnunni, nýja samninginn hans Hrafns við Stjörnuna, úrslitakeppnina, kynslóðaskiptin sem eru að verða í Garðabænum, taktík liðsins í vörn og sókn og leikmannamál félagsins í framtíðinni. Hrafn spáir í spilin fyrir undanúrslitarimmurnar hjá Tindastól-Haukum og KR-Njarðvík og í lokin rabba þeir aðeins um liðið hans Hrafns í NBA deildinni (Lakers) og auðvitað ofurlið Golden State og Stephen Curry.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

_______________________________________

59. Þáttur (02.03.2016): Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur

Stephen Curry er mál málanna í körfuboltaheiminum í dag og einkasýning hans í sigri Golden State á Oklahoma í einum besta deildarleik í sögu NBA deildarinnar, hefur vakið heimsathygli. Þegar svona mikið gengur á, er gott að fá innlegg frá fagmönnum í umræðuna og því sló Baldur á þráðinn til Friðriks Inga og fékk hann til að deila með okkur skoðunum sínum á Curry og Warriors-liðinu. 

Svo skemmtilega vill til að Friðrik er góður vinur Bob McKillop þjálfara Davidson-háskólans sem Stephen Curry lék með á sínum tíma og því er enn áhugaverðara að heyra hvað Njarðvíkurþjálfarinn hefur um Curry að segja. Þeir Baldur og Friðrik ræða svo margt fleira í þættinum eins og til dæmis Billy Donovan þjálfara Oklahoma, þjálfaramálin hjá Cleveland, hvaða lið eru líklegust til að veita Warriors keppni í úrslitakeppninni og koma aðeins inn á stöðu mála hjá Philadelphia 76ers.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

_______________________________________

58. Þáttur (24.2.2016): Gunnar Björn Helgasson

Baldur og Gunnar renna yfir stöðu mála í NBA deildinni, þar á meðal hvaða lið eru líkleg til að komast inn í úrslitakeppnina í austrinu, vandræðaganginn á Oklahoma City, Spútniklið Portland, félagaskiptin á dögunum og margt, margt fleira.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

__________________________________________


57. Þáttur - (11.2.2016): Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og þjálfari

Fjölmiðlamaðurinn fjölhæfi Kjartan Atli Kjartansson heimsótti hljóðver NBA Ísland og ræddi við Baldur Beck um heima og geima körfuboltans. Þeir félagar spá meðal annars í bikarúrslitaleikina um helgina og Kjartan segir okkur nokkrar bikarsögur, þeir spá í hverjir eru bestu þjálfarar á Íslandi, skoða velgengni Stephen Curry og Golden State og pæla svo í því hvað er næst á dagskrá hjá Boston Celtics.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                        __________________________________________


56. þáttur (10.2.2016): Jón Björn Ólafsson, ritstjóri Karfan.is

Baldur sló á þráðinn til Jóns Björns á karfan.is og saman spá þeir í spilin fyrir bikarúrslitaleikina í kvenna og karlaflokki sem eru í Laugardalshöllinni á laugardaginn kemur. Þá stikla þeir á stóru yfir nokkur atriði í Domino´s deild karla m.a. upprisu Grindavíkurliðsins.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

__________________________________________


55. Þáttur (28.12.2015): Gunnar Björn Helgasson

Baldur og Gunnar fara yfir stöðu mála í NBA deildinni, lið fyrir lið, og ræða meðal annars hvernig austurdeildinni hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, hvaða lið geta átt von á að keppa um titla og hver ekki, hvort Golden State geti slegið met Chicago Bulls yfir flesta sigra á einu tímabili, stjörnuleikjahefðina, kveðjutúr Kobe Bryant og margt, margt fleira - skárra væri það nú á 90 mínútum af gæðahlaðvarpi.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.


__________________________________________


54. Þáttur (14.12.2015): Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is.

Baldur Beck sló á þráðinn til "Nonna á körfunni" í tilefni af tíu ára afmæli karfan.is og fékk hann til að segja sér frá tilurð síðunnar og því eftirminnilegasta sem staðið hefur upp úr á þeim tíma.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.


__________________________________________

53. Þáttur - (2.12.2015): Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og þjálfari

Það eru þrjú mál sem eru efst á baugi í 53. þætti Hlaðvarps NBA Ísland. Fyrst ræða þeir Baldur Beck og Kjartan Atli um yngriflokkaþjálfun og hvaða áherslum er farið eftir þegar verið er að þjálfa krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í körfubolta.

Því næst (20 mín.) taka þeir félagar á máli málanna sem er yfirlýsing Kobe Bryant um að hann ætli að leggja skó sína á hilluna í vor eftir langan og glæsilegan feril. Baldur og Kjartan stikla á stóru yfir það eftirminnilegasta á ferli Bryants og velta fyrir sér hvar hversu hátt hann er kominn á lista bestu körfuboltamanna allra tíma.

Í lokin (1 klst. 16 mín) víkja þeir svo talinu að meisturum Golden State lygilegri sigurgöngu þeirra undanfarið. Hvað er það eiginlega sem gerir það að verkum að Warriors virðist ekki geta tapað körfuboltaleik lengur?

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.


                                        __________________________________________

52. Þáttur - (27.10.2015): Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og þjálfari

Þátturinn Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport hefur heldur betur slegið í gegn frá því hann hóf göngu sína á dögunum og Hlaðvarp NBA Ísland sló á þráðinn til stjórnanda þáttarins og spurði hann út í dagskrárgerðina, fólkið á bak við tjöldin og þær jákvæðu viðtökur sem þátturinn hefur fengið. Í lokin berst svo talið að NBA deildinni sem hefst í nótt.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.


                                        __________________________________________


51. Þáttur - (26.10.2015): Gunnar Björn Helgason | Yfir/undir 2015 - Vesturdeild

Þá er það Vesturdeildin.

Baldur Beck og Gunnar Björn rýna í hinar árlegu spár veðbankanna í Las Vegas um gengi liðanna í NBA á komandi vetri. Þar taka þeir fyrir áætlaða sigrafjölda allra liðanna í deildinni og giska á hvort liðin verði yfir eða undir uppgefinni sigratölu. Þetta er fjórða árið sem NBA Ísland tippar á tölurnar frá Vegas. Hlaðvarp þetta var að venju langt, þannig að því var skipt upp í Austur- og Vesturdeild - enda er margt sem þarf að ræða fyrir komandi leiktíð.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.


                                        __________________________________________

50. Þáttur - (26.10.2015): Gunnar Björn Helgason | Yfir/undir 2015 - Austurdeild

It´s Vegas, baby! Það þýðir bara eitt, þetta er að byrja aftur!

Baldur Beck og Gunnar Björn rýna í hinar árlegu spár veðbankanna í Las Vegas um gengi liðanna í NBA á komandi vetri. Þar taka þeir fyrir áætlaða sigrafjölda allra liðanna í deildinni og giska á hvort liðin verði yfir eða undir uppgefinni sigratölu. Þetta er fjórða árið sem NBA Ísland tippar á tölurnar frá Vegas. Hlaðvarp þetta var að venju langt, þannig að því var skipt upp í Austur- og Vesturdeild - enda er margt sem þarf að ræða fyrir komandi leiktíð.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.


                                        __________________________________________

49. þáttur (23.9.´15) Hörður Tulinius á karfan.is

Gestur í 49. þætti Hlaðvarpsins er Hörður Tulinius frá karfan.is. Hann fór með íslenska landsliðinu á EM um daginn og deilir hér með okkur reynslu sinni af íslenska ævintýrinu og sigri Spánverja á mótinu svo eitthvað sé nefnt. Áður en viðtalið við Hörð hefst, má heyra brot úr hlaðvarpinu Dunc´d on basketball þar sem íslenska liðið fékk smá shoutout fyrir frammistöðu sína á EM.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn (download) eða vinstrismelltu til að hlusta á þáttinn hérna á síðunni.

                                        __________________________________________

48. þáttur (9.9.´15) Smári Tarfur

Gestur í 48. þætti Hlaðvarpsins er tónlistarmaðurinn Smári Tarfur, sem hefur komið víða við á löngum ferli í músíkinni. NBA Ísland plataði Smára í heimsókn í stúdíó og yfirheyrði hann um tónlist og körfubolta, en Smári spilaði m.a. með Hlyni Bæringssyni á sínum yngri árum á Vesturlandinu og hefur séð nokkra eftirminnilega NBA leiki þar sem Kobe Bryant og Michael Jordan komu við sögu svo einhverjir séu nefndir.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn eða vinstrismelltu til að hlusta hér.

                                        __________________________________________

47. Þáttur (5.9.´15): Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni

Gestur þáttarins er þjálfarinn knái Snorri Örn Arnaldsson sem er staddur í Berlín í Þýskalandi þar sem hann situr þjálfaranámskeið um leið og hann fylgist með Evrópumótinu í körfuknattleik. Baldur og Snorri ræða m.a. leik Íslendinga og Þjóðverja, mótherja íslenska liðsins í riðlinum, sigurstranglegustu liðin á mótinu og bolun á Rick Carlisle.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn eða vinstrismelltu til að hlusta hér.

                                        __________________________________________

46. Þáttur (6.8.2015): Gunnar Björn Helgason

Baldur og Gunnar fara yfir spár veðbanka í Las Vegas frá því síðasta haust og skoða hvernig þeim gekk að tippa á hvort liðin í NBA færu undir eða yfir fjölda sigurleikja. Eins og venjulega eru ágætar líkur á að minnsta kosti annar þeirra að geri sig að fífli með glórulausum spádómum.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn eða vinstrismelltu til að hlusta hér.

                                        __________________________________________

45. Þáttur (19.7.2015): Hlynur Bæringsson landsliðsmaður í körfubolta

Baldur slær á þráðinn til Hlyns Bæringssonar sem um þessar mundir er í sumarleyfi á Íslandi til að safna kröftum fyrir átökin á EM í haust. Miðherjinn skemmtilegi ræðir meðal annars feril sinn sem atvinnumanns, dvölina í Svíþjóð, nýja samninginn hans og svo auðvitað verkefnið stóra sem er fram undan hjá landsliðinu.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn eða vinstrismelltu til að hlusta hér.


                                         __________________________________________

44. Þáttur (6.7.2015): Gunnar Björn Helgason

Baldur og Gunnar fara yfir málin á leikmannamarkaðnum í NBA deildinni og ranka ekki við sér fyrr en eftir rúma klukkustund, þegar umræðan er farin að snúast um Wilt Chamberlain.

Hægrismelltu hér og veldu "save as" til að sækja þáttinn eða vinstrismelltu til að hlusta hér.

                                         __________________________________________

43. Þáttur (3.7.2015): Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og þjálfari

Leikmannamarkaðurinn í NBA deildinni hefur líklega aldrei í sögunni verið eins líflegur og það sem af er júlímánuði. Í 43. þætti hlaðvarpsins hlaupa þeir Baldur Beck og Kjartan Atli yfir það helsta sem hefur verið að gerast í leikmannamálum undanfarna daga.

Smellið hér til að sækja eða hlusta á þáttinn.

                                              __________________________________________

42. Þáttur (3.6.2015): Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og þjálfari

Baldur og Kjartan fara um víðan völl í þessum þætti og ræða meðal annars hvað LeBron James er að verða kominn hátt á lista bestu körfuboltamanna sögunnar og hvaða viðhorf eiga það til að fylgja umræðunni um LeBron vs Jordan. Þá tala þeir að sjálfssögðu um úrslitaeinvígi Golden State og Cleveland og ljúka svo þættinum með smá skúbbi.

Hægri smellið hér og veljið "save target/link as" til að ná í mp3 skjalið.

                                            __________________________________________

41. Þáttur (19.5.2015): Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og þjálfari

Baldur og Kjartan ræða rimmu Golden State og Memphis og svo dramatískt einvígi Clippers og Rockets í annari umferð, framtíðarhorfur liða eins og Clippers og Bulls, breyttar áherslur í spilamennsku í NBA og spá svo í spilin fyrir undanúrslitarimmur Atlanta-Cleveland og Golden State-Houston.

Hægri smellið hér og veljið "save target as" til að ná í mp3 skjalið.

                                           __________________________________________

40. Þáttur (8.5.2015): Gunnar Björn Helgason

Baldur og Gunnar ræða verðlaunahafa vetrarins í NBA deildinni eins og t.d. þjálfara ársins, varnarmann ársins og leikmann ársins og fjalla svo um stöðu mála í úrslitakeppninni.

Hægri smellið hér og veljið "save target as" til að ná í mp3 skjalið.

                                         __________________________________________

39. Þáttur (24.4.2015): Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur

Baldur og Teitur hlaupa yfir stöðu mála í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA og ræða úrslitaeinvígi KR og Tindastóls hér heima.

Hægri smellið hér og veljið "save target as" til að ná í mp3 skjalið.

__________________________________________

38. Þáttur (16.4.2015): Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og þjálfari

Baldur slær á þráðinn til Kjartans til að ræða úrslitakeppni Domino´s deildarinnar og svo spá þeir í spilin fyrir úrslitakeppnina í NBA sem hefst á laugardagskvöldið.

Hægri smellið hér og veljið "save target as" til að ná í mp3 skjalið.

__________________________________________

37. Þáttur (17.3.2015): Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is.
Baldur Beck og Jón Björn spá í spilin fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deildinni sem hefst á fimmtudagskvöldið.

Hægri smellið hér og veljið "save target as" til að ná í mp3 skjalið.

__________________________________________

36. Þáttur (23.2.´15): Kjartan Atli Kjartansson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Baldur Beck slær á þráðinn til Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er enn í sigurvímu eftir sigur Stjörnunnar í bikarkeppninni um helgina. Fyrri helmingur viðtalsins fjallar um úrslitaleikinn, starfið hjá Stjörnunni og svo er auðvitað sérstakur kafli um galdramanninn Justin Shouse. Í síðari hlutanum spjalla þeir um félagaskiptin í NBA deildinni, félög sem "tanka" og hvaða lið í dag séu líklegust til stórræða í úrslitakeppninni í vor.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

35. Þáttur (25.1.2015): Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is.

Baldur Beck og Jón Björn fara yfir stöðu mála í Domino´s deild karla í körfubolta, ræða fundinn með landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen um helgina og rýna í verkefni karlalandsliðsins í sumar. Þá tippar Jón Björn á óvænta kandídata þegar kemur að meistaratitlinum í NBA í ár.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.


__________________________________________

34. Þáttur (24.1.´15): Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni

aldur og Snorri rýna í stöðu mála í Austurdeildinni og leggja sérstaka áherslu á Atlanta, Chicago og Cleveland. Þeir velta fyrir sér hvaða leikmenn eiga skilið að fara í Stjörnuleikinn, hvað New York og Philadelphia eru léleg lið og koma svo auðvitað við á Brúnars-vagninum. Það sem átti að verða hálftíma spjall varð að 90 mínútna hlaðvarpi. Svona er nú gaman að tala um körfubolta.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.


__________________________________________

33. Þáttur (28.12.´14): Kjartan Atli Kjartansson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Kjartan Atli og Baldur Beck fara um víðan völl í NBA deildinni í þessu spjalli. Þeir ræða meðal annars félagaskipti Josh Smith og Rajon Rondo, velta fyrir sér hver er besti leikstjórnandi deildarinnar og tippa svo á það hvaða lið séu líklegust til að valda usla í úrslitakeppninni næsta vor.


Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.




__________________________________________


32. Þáttur (7.11.´14): Gunnar Björn Helgason.

Baldur og Gunnar fara yfir það markverðasta sem gerst hefur á fyrstu vikunni í NBA deildinni. Þeir ræða meðal annars slæma byrjun Cleveland Cavaliers og LA Clippers og velta fyrir sér hvort Golden State eigi möguleika á að fara langt í vetur. Þá gefur Baldur út yfirlýsingu sem hann á örugglega eftir að fá beint aftur í andlitið í vor.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

31. Þáttur (10.10.´14): Gunnar Björn Helgason.

Baldur og Gunnar rýna í yfir/undir tölurnar frá Las Vegas, sem eru spár veðbanka um hve marga sigra liðin í NBA komi til með að vinna á leiktíðinni sem er að hefjast. Þrítugasti þáttur hlaðvarpsins fór í spár fyrir Austurdeildina, en í þessum þætti taka þeir félagar Vesturdeildina fyrir.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

30. Þáttur (10.10.´14): Gunnar Björn Helgason.

Baldur og Gunnar rýna í yfir/undir tölurnar frá Las Vegas, sem eru spár veðbanka um hve marga sigra liðin í NBA komi til með að vinna á leiktíðinni sem er að hefjast. Þrítugasti þátturinn tekur fyrir Austurdeildina en sá 31. er helgaður Vesturdeildinni.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

29. Þáttur (24.8.´14): Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni

Baldur og Snorri ræða frábæran árangur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta að undanförnu. Þeir ræða m.a. leikina við Breta, hvaða leikmenn hafa verið að spila best með landsliðinu í undankeppninni, Hlyn Bæringsson og meiðslin hans og svo auðvitað stærsta leik sögunnar - leikinn við Bosníu á miðvikudaginn.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

28. Þáttur (18.7.´14): Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni

Baldur og Snorri ræða hræringar á félagaskiptamarkaðnum, nýliðavalið, sumardeildina, vistaskipti LeBron James og endurkomu Austurdeildarinnar.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

27. Þáttur (11.7.´14): Kjartan Atli Kjartansson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Kjartan Atli og Baldur Beck ræða um félagaskiptamarkaðinn í NBA deildinni. Hvert fer LeBron? Hvert fer Bosh? Hvert fer Melo? Hvað gera lið eins og Miami, Chicago, Cleveland og Houston? Og hvaða leikmenn henta best fyrir félögin sem eru að leita sér að stjörnum til að styrkja sig? Hvað verður um Rajon Rondo og Celtics? Vita forráðamenn Lakers hvað þeir eru að gera? Allt þetta og miklu meira í 27. þætti hlaðvarps NBA Ísland.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

26. Þáttur (4.7.´14): Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni

Baldur slær aftur á þráðinn til Snorra og ræðir við hann um úrslitaeinvígi Spurs og Heat (og hvort spáin hans gekk upp), nýliðavalið í NBA og svo möguleg félagaskipti leikmanna á næstunni.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

25. Þáttur (4.6.´14): Snorri Örn Arnaldsson

Baldur og Snorri spá í spilin fyrir úrslitaeinvígið í NBA deildinni og meta stöðuna hjá liðunum sem komust ekki þangað eins og Indiana, Oklahoma og Los Angeles Clippers. Þá taka þeir á atriðum eins og (auðveldri) leið Miami í úrslitin, hvort það hafi áhrif á arfleifð liðsins og hvort munur sé á mannskap og spilamennsku San Antonio frá í fyrra.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

24. Þáttur (3.6.´14): Kjartan Atli Kjartansson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Kjartan Atli og Baldur ræða um úrslitakeppnina í NBA og taka sérstaklega fyrir Indiana, Oklahoma, Lance Stephenson og svo spá þeir auðvitað í spilin fyrir lokaúrslitaeinvígi San Antoni og Miami sem hefst á fimmtudagskvöldið.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

23. Þáttur (21.5.´14): Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur

Friðrik Ingi situr fyrir svörum og er m.a. spurður hvort hann fari inn í þjálfarastarfið með breyttar áherslur frá því sem áður var, plön Njarðvíkinga næsta vetur og svo auðvitað út í úrslitakeppni NBA deildarinnar.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

22. Þáttur (21.4.´14): Snorri Örn Arnaldsson

Baldur og Snorri ræða um fyrsta leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Domino´s deildarinnar og fara svo yfir stöðu mála í úrslitakeppni NBA deildarinnar sem hófst um helgina.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

21. Þáttur (18.3.´14): Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is.

Baldur Beck náði í skottið á Jóni Birni sem var nýkominn heim frá Rússlandi. Jón segir okkur hvað hann var að gera á slóðum Pútíns og rýnir svo í einvígin sem fram undan eru í úrslitakeppninni. Þorir hann að spá sínum mönnum í Njarðvík sigri á Haukum? Heldur hann að Snæfell standi í KR? Ritstjórinn geðþekki svarar öllum þessum spurningum og fjölda annara í 21. þætti Hlaðvarps NBA Ísland.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

20. Þáttur (18.3.´14): Kjartan Atli Kjartansson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar.

Úrslitakeppnin í Domino´s deild karla hefst á fimmtudaginn kemur og af því tilefni sló Baldur á þráðinn til Kjartans Atla Kjartanssonar, fyrrum leikmanns Stjörnunnar. Saman rýna þeir í einvígin fjögur og spá meðal annars í það hvort rimma Keflavíkur og Stjörnunnar eigi eftir að verða róleg og prúðmannlega leikin, nú þegar Kjartan er hættur að spila. Á Snæfell einhvern séns í KR? Eru Haukarnir of ungir fyrir Njarðvíkinga? Er Grindavíkurliðið ekki of stór biti fyrir stærsta mann á Íslandi? Baldur og Kjartan leitast við að svara þessum spurningum og um það bil þúsund öðrum.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

19. Þáttur (3.2.´14): Baldur Beck

Baldur sat fyrir svörum í Sportþættinum á mánudagskvöldi á Suðurland FM í umsjón Gests frá Hæli. Þeir ræddu meðal annars um ungu leikmennina í Dominos deildinni og fóru svo yfir stöðu mála í NBA deildinni.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

18. Þáttur (11.1.´14): Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Baldur og Snorri fara ítarlega yfir stöðu mála í NBA deildinni. Þeir ræða til dæmis um meistaravonir Indiana Pacers, lélega Austurdeild, Öskubuskulið Portland, Úlfavaktina, Spútniklið Warriors og margt fleira.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

17. Þáttur (8.1.´14): Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar.

Sautjándi þáttur hlaðvarpsins er helgaður skotbakverðinum Kjartani Atla Kjartanssyni úr Stjörnunni, sem fyrr í dag tilkynnti að hann væri hættur að spila með liðinu. Í þættinum fer Kjartan yfir litríkan feril sinn þar sem hann hefur víða komið við. Hann talar til dæmis um fyrsta bikarmeistaratitil Stjörnunnar, vonbrigðin yfir því að ná ekki Íslandsmeistaratitlinum, goðsagnarkennda Keflvíkinga og hvað hann hefur lært á árum sínum í boltanum.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

16. Þáttur (6.1.´14): Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is.

Í 16. þætti Hlaðvarpsins - hins fyrsta á árinu 2014 - fara Baldur Beck og Jón Björn Ólafsson ritstjóri karfan.is yfir stöðu mála í Domino´s deild karla. Hverjir voru bestu leikmennirnir fyrir áramót? Hvaða lið komu mest á óvart? Hvaða lið eiga mest inni? Þú færð svör við þessum spurningum í þættinum.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

15. Þáttur (14.6.´13): Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Baldur sló aftur á þráðinn til Snorra Arnar og tók stöðuna í úrslitaeinvígi Miami og San Antonio, sem nú er hnífjöfn 2-2. Snorri rýnir í leik liðanna, metur möguleika Spurs eftir þungt tap í leik fjögur, metur heilsuna á Dwyane Wade og segir frá því hvað Gregg Popovich þjálfari Spurs er mikill refur.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

14. Þáttur (10.6.´13): Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ.

Baldur og Friðrik taka gott spjall um fyrstu tvo leikina í úrslitaeinvígi Miami og San Antonio. Eins og verða vill þegar þessir tveir byrja að tala um körfubolta fer umræðan um víðan völl. Meðal annars er rætt um leikstíl Miami í vörn og sókn, fyrirmyndarklúbbinn San Antonio Spurs, taktík í úrslitaeinvíginu og spilamennsku einstaka lykilmanna.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

13. Þáttur (7.6.´13): Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Nokkrum mínútum fyrir fyrsta leik Miami og San Antonio í lokaúrslitum NBA sló Baldur á þráðinn til Snorra Arnar Arnaldssonar og fékk hann til að spá í spilin fyrir úrslitaeinvígið. Fagmaðurinn Snorri lét það ekki á sig fá þó hann væri úti að borða og svaraði öllum spurningum á lipran hátt eins og hann er vanur.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

12. Þáttur (22.5.´13): Svali Björgvinsson.

Í tólfta þætti Hlaðvarpsins slær Baldur á þráðinn til Svala Björgvinssonar körfuboltalýsanda á Stöð 2 Sport og spyr hann út í leikina sem framundan eru í úrslitakeppni NBA deildarinnar, þar sem fjögur lið berjast nú um titilinn eftirsótta.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

11. Þáttur (14.5.´13): Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.

Í ellefta þætti Hlaðvarpsins slær Baldur á þráðinn til Teits Örlygssonar þjálfara Stjörnunnar og spyr hann út í gang mála í úrslitakeppni NBA, nú þegar farið er að sjá fyrir endann á annari umferð. Tæknideildin klippti innganginn framan af þættinum, svo hlustendur þurfa ekki að hlusta á neitt moð og detta beint inn í spjallið.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

10. Þáttur (21.4.´13): Gunnar Björn Helgason.

Í tíunda þætti Hlaðvarpsins, sem var sannkallaður Maraþonþáttur, fara Baldur og Gunnar yfir spárnar sem þeir gerðu fyrir tímabilið (yfir/undir) í NBA og teknar voru fyrir í 6. þætti. Þá spá þeir fyrir um fyrstu umferðina í úrslitakeppninni og verðlauna þá leikmenn sem stóðu upp úr í vetur.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

9. Þáttur (14.4.´13): Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ.

Í níunda þætti Hlaðvarpsins, sem er inngangslaus og ekkert sérstaklega vel hljómandi, sló Baldur á þráðinn til Friðriks Inga Rúnarssonar, framkvæmdastjóra KKÍ. Þeir félagar ræddu meðal annars um úrslitaeinvígið í Dominosdeildinni, úrslitakeppnina í NBA og meiðsli Kobe Bryant svo eitthvað sé nefnt.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

8. Þáttur (19.3.´13): Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is.

Úrslitakeppnin í Domino´s deild karla í körfubolta hefst á fimmtudagskvöldið. Baldur sló á þráðinn til Jóns B. Ólafssonar ritstjóra karfan.is og fékk hann til að spá í spilin, en í þættinum fáum við einnig að vita hvað varð til þess að þeir félagar krúnurökuðu sig fyrst þegar þeir voru yngri.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

7. Þáttur (7.1.´13): Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Baldur keyrir hlaðvarpsárið í gang með því að hringja í fárveikan aðstoðarþjálfara Stjörnunnar og heyra hvað hann hefur að segja um gang mála í NBA deildinni.

Farið er yfir víðan völl og þeir félagar ræða meðal annars um vandræðaganginn á Los Angeles Lakers og hvaða lið eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni í Austur- og Vesturdeildinni. Þá reynir Baldur að stilla Snorra upp að vegg og lofa meistaratitli í hús hjá Stjörnunni í vor.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

6. Þáttur (16.10.´12): Gunnar Björn Helgason.

Baldur sló á þráðinn til Gunnars Helgasonar og saman spá þeir í spilin fyrir komandi leiktíð í NBA. Fókusinn verður settur á undir/yfir tölur frá veðbönkum í Las Vegas.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

5. Þáttur (11.7.´12): Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Baldur sló á þráðinn til Snorra Arnar aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Garðabæ, sem átti erfitt vor sem stuðningsmaður Chicago Bulls.
Snorri og Baldur ræddu meðal annars batahorfur Derrick Rose, möguleika Chicago í framtíðinni, Miami Heat, Oklahoma City, LA Lakers og LeBron James svo eitthvað sé nefnt.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

4. Þáttur (24.4.´12): Gunnar Björn Helgason

Baldur og Gunnar spá í spilin fyrir úrslitakeppnina í NBA, kryfja hvert einasta einvígi og veita svo verðlaun fyrir m.a. verðmætasta leikmann ársins, þjálfara ársins og svo framvegis.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

3. Þáttur (23.3.´12): Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is

Baldur skellti sér í höfuðstöðvar karfan.is spjallaði við ritstjóra síðunnar, Jón Björn Ólafsson. Þeir félagar spáðu saman í spilin fyrir úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfubolta, fyrst í kvennaleikina og svo í karlaleikina.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

2. Þáttur (28.2.´12): Hlynur Bæringsson

Í öðrum þætti Hlaðvarpsins ræðir Baldur við miðherjann Hlyn Bæringsson hjá Sundsvall í Svíþjóð. Hann var m.a. spurður að því hvenær hann byrjaði að æfa körfubolta, hver væri uppáhalds leikmaður hans, hvernig er að vera atvinnumaður í Svíþjóð, hvaða lið verður meistari á Íslandi og hvort Jón Arnór Stefánsson eigi erindi í NBA deildina.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________

1. Þáttur (17.2.´12): Gunnar Björn Helgason

Í þessum fyrsta þætti af Hlaðvarpi NBA Ísland ræðir Baldur við vin sinn Gunnar Björn Helgason um m.a. Jeremy Lin, Ricky Rubio, Minnesota Timberwolves og líkleg meistaraefni í NBA deildinni.

Smellið hér til að ná í mp3 skjalið eða hlustið fyrir neðan.



__________________________________________