Um NBA Ísland


NBA Ísland er frjáls og óháður afþreyingarvefur sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um íslenskan og bandarískan körfubolta. Þá er og eitt og annað tekið fyrir sem vekur forvitni ritstjórnar, svo sem kvikmyndir og tónlist.

Vefurinn er hugfóstur véla- og fjölmiðlamannsins Baldurs Beck sem fæddur er í Kelduhverfi í Reyðarfirði nokkrum dögum fyrir samruna ABA- og NBA deildanna. Körfuboltaskrif Baldurs hafa m.a. birst í DV, Fréttablaðinu, á vísir.is og í bloggheimum frá árinu 2005 og þá hefur hann lýst NBA leikjum á Sýn og síðar Stöð 2 Sport frá árinu 2006.

Ritstjórn NBA Ísland ber enga ábyrgð á afleiðingum sem kunna að hljótast af því að stuðst hafi verið við efni sem birtist á vef þessum.  Það er fyrst og fremst ætlað til skemmtunar og varast ber að taka því of alvarlega.

Megnið af myndefninu á síðunni kemur frá Getty Images og AP og er tekið ófrjálsri hendi af hinum og þessum síðum á vefnum, oft vanhelgað og birt í leyfisleysi. Athugasemdum og aðfinnslum þessu tengt ber að koma á framfæri við ritstjórn.

nbaisland@gmail.com

© NBA Ísland 2015
Allur réttur áskilinn