Sunday, October 31, 2010

Sigrar


Eigum við að óttast hreindýrið?


Fallega gert af Brandon Jennings að ná fyrstu þrennunni sinni í beinni á NBA TV í nótt. Bauð upp á mjög svo snyrtilegan 20/10/10 leik í öruggum sigri Milwaukee á Charlotte.

Við erum ekki alveg búin að mynda okkur skoðun á Milwaukee liðinu. Vitum ekki alveg hvað við eigum að halda með þennan Corey Maggette-pakka.

En það er gaman að sjá Andrew Bogut aftur í baráttunni. Hans vegna vonum við að Bucks gangi allt í haginn. Scott Skiles á enn eitt til tvö ár eftir þangað til hann fær liðið upp á móti sér og verður rekinn.

Charlotte gæti hinsvegar lent í vandræðum í vetur. Ekki gott að sjá hvað menn ætla að gera á þeim bænum.

P.s. - Já, það hjálpar að ná þrennu ef menn vilja fá mynd af sér á NBA Ísland.

Where´s the Love


David Stern talaði um að fækka jafnvel liðum í deildinni. Hann hefði kannski frekar átt að sitja á sér þegar hann bætti við nokkrum af þessum vonlausu liðum sem verið hafa í deildinni undanfarin ár.

Minnesota er eitt af liðunum sem gjarnan mætti henda út úr deildinni. Ljótt og asnalegt að segja svona, en þetta félag er bara svo grátlegt að það nær ekki nokkurri átt. Leikmenn Minnesota eyða súrefni í deildinni ár eftir ár á meðan ekki er lið í Seattle. Það er ekkert réttlæti í þessu.

Kurt Rambis virðist alveg vera með þetta. Er að nota Kevin Love í aðeins 25 mínútur að meðaltali í leik. Kannski eðlilega. Hann er ekki að skila nema 14 stigum og 13 fráköstum að meðaltali á þessum mínútum.

Minnesota er eina félagið í NBA sem lýsti því formlega yfir í haust að yfirlýst stefna þess væri ekki að vinna meistaratitilinn.

Skrítið.

Ótrúleg sigurganga New Jersey Nets


Dálítið fyndið að horfa á stöðutöfluna í Austurdeildinni og sjá New Jersey, Indiana og Atlanta á toppnum í riðlunum þremur.

Auðvitað eru liðin bara búin að spila 2-3 leiki en eitthvað segir okkur að Nets-menn hefðu tekið því að toppa riðilinn sinn á einhverjum tímapunkti í vetur.

New Jersey er búið að vinna fyrstu tvo leikina sína á þessari leiktíð. Gaman að segja frá því að á síðustu leiktíð vann liðið þriðja sigurinn sinn daginn fyrir gamlársdag. Fimmti sigurinn kom svo um miðjan febrúar.

Það má vel vera að Nets hafi ekki slegið metið yfir lélegasta árangur allra tíma á síðustu leiktíð, en þetta lið var trúlega það slakasta sem við höfum séð í deildinni.

Það var engin lygi þegar þeir sögðu að leiðin lægi bara upp á við hjá New Jersey Nets.

Saturday, October 30, 2010

Rajon Rondo kastaði körfubolta til félaga sinna


Rajon Rondo er að gera alla á ritstjórn NBA Ísland kolgeðveika með spilamennsku sinni núna.

Bauð upp á 10 stig, 10 fráköst og jú, 24 stoðsendingar í sigri á Knicks í kvöld.

Vildi frekar tala um tapaða bolta en stoðsendingar í viðtalinu eftir leikinn.

Okkar maður.

Rondo er búinn að gefa 50 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum Boston á leiktíðinni og jafnar þannig tuttugu ára gamalt met John Stockton.

Jafnaði líka 25 ára gamalt met Isiah Thomas yfir flestar stoðsendingar í þrennu, en það var reyndar í tvíframlengdum leik.

Vorum við búin að segja ykkur hvað við höfum gaman af að horfa á Rondo spila?

Þessi drengur er ekki hægt.

Stjörnukörfubolti


Það var sannarlega stjörnufans í opnunarleik tímabilsins milli Boston og Miami á þriðjudaginn. Ef Jerry Stackhouse hefði verið í búningi það kvöldið, hefði þetta verið mesti fjöldi stjörnuleikmanna í viðureign í NBA síðan árið sem gengið var á tunglinu (ef það gerðist í raun og veru - við sáum það ekki).

LeHrekkjavaka


Friday, October 29, 2010

WTF?


Sælar stelpur, Hakim Warrick hérna


Heimabrugg: Varst þú heima að horfa á Útsvar í gærkvöldi?


Ef svo er, varstu greinilega ekki í Grafarvogi að horfa á Fjölnir-Haukar. Er ekki í lagi með þig?

Við létum okkur ekki vanta í Dalhúsin frekar en venjulega þegar Fjölnispiltar eru að spila. Og fengum fullan skammt fyrir peninginn að þessu sinni. Fjölnir var ekki í vandræðum með Haukana og sigraði 107-81.

Geitungurinn Ægir Þór Steinarsson var í hörkuformi og skilaði 20/12/9 leik. Við kunnum þjálfara Fjölnis litlar þakkir fyrir að hafa tekið Ægi af velli þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum og hirt þannig af honum örugga þrennu.

Það getur vel verið að þú sért orðinn þreyttur á því að lesa um man-crush-ið okkar á Ægi og Fjölnisliðinu, en það er þá bara af því þú ert ekki búinn að drulla þér á völlinn og sjá þessa snilld með berum augum.

Við vonum að Ægir taki vel í þetta gælunafn sem hann er búinn að fá hér á síðunni því bæði Morgunblaðið og karfan.is hafa þegar vitnað í það. Svona rúllum við bara.

En án gríns eru piltar eins og Ægir ástæða þess að við elskum heimabruggið. Kíktu á völlinn og sjáðu sjálfur. Verður að elska þetta.

Thursday, October 28, 2010

Sólstrandargæjarnir


Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa mikið reynt að finna nafn á þríeykið öfluga í Miami síðan þeir LeBron James og Chris Bosh ákváðu að ganga til liðs við Dwyane Wade á suðurströnd.

Um tíma leit út fyrir að Miami Thrice ætlaði að festast á þeim, en það gerðist ekki. Þeir eru bara kallaðir The Big Three. Frumlegt.

Spænskir fjölmiðlamenn eru ekki jafn andlausir og kollegar þeirra í Bandaríkjunum og hafa komið með ljómandi skemmtilegt nafn á þremenningana - Los Beach Boys.

Þetta fellur okkur vel í geð og raunar erum við að drepast úr afbrýðisemi því við vildum að þetta hefði verið okkar hugmynd. Sólstrandargæjarnir verður það, heillin.

Hver er þessi Evan Turner?


Hún var ekki dónaleg, frumraun nýliðans Evan Turner hjá Philadelphia 76ers í gær. Jú, liðið hans steinlá að vísu á heimavelli gegn Miami, en þar með eru leiðindin upptalinn þennan daginn hjá Turner (eða Gollum Gunnarssyni eins og við uppnefndum hann víst í færslu fyrir nokkrum dögum).

Turner átti nefnilega afmæli í gær. Ekki dónalegt að spila sinn fyrsta NBA leik á afmælisdaginn sinn. Hann var eðlilega dálítið taugaspenntur í byrjun og klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum. En Turner var fljótur að hrista þetta af sér og hitti úr næstu sjö skotum sínum í leiknum. Skilaði 16 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum og dekkaði bæði LeBron James og Dwyane Wade.

Þetta er víst kallað að stökkva út í djúpu laugina. Ekki amalegur afmælisdagur hjá pilti. Hann er kannski með raddböndin í ennisholunum, en hann lítur út fyrir að kunna körfubolta.

Það er körfuboltalið í Cleveland


Það kom okkur nokkuð á óvart að sjá Cleveland leggja Boston Celtics í nótt sem leið... en samt ekki.
Við getum bara ekki annað en haft taugar til Cavs eftir ósköpin sem dundu á í sumar.

Fá lið hafa valdið spámönnum jafn miklum heilabrotum og Cleveland í haust. Margir spá liðinu ömurlegu gengi (einn þekktur blaðamaður spáði liðinu 12 sigrum) en aðrir eru vissir um að liðið nái í úrslita-keppnina. Hvað sem því líður, hljóta allir sem eru á bandi Cavs að hafa glaðst yfir þessum góða sigri í opnunarleiknum.

Meira af Blake Griffin


Það má segja að NBA hafi byrjað fyrir alvöru í nótt sem leið með hvorki meira né minna en þrettán leikjum.

Það sem okkur þótti einna skemmtilegast í gær var frumraun Blake Griffin hjá LA Clippers. Ef hann var stressaður fyrir fyrsta NBA leikinn sinn, tókst honum mjög vel að fela það. Fyrsta karfan hans var viðstöðulaus troðsla eftir frákast (og þú getur séð hana í myndbandinu í færslunni á undan).

Griffin er meira en bara troðari. Drengurinn er mikill íþróttamaður og hefur ótrúlegan hraða og snerpu miðað við mann af þessari stærð. Svo fer hann vel með boltann og dripplaði einu sinni yfir allan völlinn og átti stoðsendingu af gólfinu á bakvörð sem lagði boltann ofan í. Mjög áhrifamikil frumsýning.

Það átakanlega við þetta allt saman er að Griffin skuli spila með LA Clippers. Það er svo skrítið að sjá körfuboltalið með svona mikla hæfileika vera jafn lélegt og raun ber vitni.

Allt byrjar þetta hjá Baron Davis. Clippers-liðið verður ekki gott nema Baron Davis nenni að spila eins og maður og því nennir hann allt of sjaldan.

Það verður samt æpandi skemmtilegt að fylgjast með Clippers í vetur og við erum að hugsa um að setja okkar peninga á Blake Griffin í kapphlaupinu um titilinn nýliði ársins. Hann á að leika sér að því að hirða titilinn ef hann verður heill og það vekur með okkur óstjórnlega gleði að skuli vera kominn stór strákur inn í deildina sem getur eitthvað.

Sælar stelpur, Blake Griffin hérna


Wednesday, October 27, 2010

Miami er búið að tapa körfuboltaleik


NBA byrjaði aftur í nótt og það er stórkostleg tilfinning. Allra augu voru á leik Boston og Miami en hann stóð ekki undir væntingum.

Það leyndi sér ekki að leikmenn Miami hafa ekkert spilað saman og að Dwyane Wade á langt í land með leikformið.

LeBron James beit aðeins frá sér og gerði leikinn áhugaverðan í lokin, en þetta var dálítið eins og að horfa á Cleveland spila.

Við skulum ekki hengja þessa menn eftir einn leik, en þetta róar vonandi þá sem spáðu að Miami færi 82-0.

Boston-liðið leit ágætlega út í þessum leik þrátt fyrir að slaka á í síðari hálfleiknum en það sem stendur upp úr fyrir okkur er breiddin sem er í þessu liði. Hún er orðin rosaleg. Og Kendrick Perkins og Delonte West eiga enn eftir að bætast í hópinn.

Menn eru enn að tala um þessa Big 3 í Boston. Af því Ray Allen er mikilvægari leikmaður en Rajon Rondo? Blámaður, vinsamlegast! Rondo var með 17 stoðsendingar í nótt. Það er þriðji besti árangur sögunnar í opnunarleik (T. Hardaway 18, J. Stockton 19). Boston er og verður liðið til að vinna í Austurdeildinni. Það er bara þannig.

Menn spáðu því að fráköstin gætu orðið vandamál hjá Phoenix Suns í vetur og það var nákvæmlega ástæðan fyrir því að liðið tapaði opnunarleik sínum í Portland. Sorglegt að sjá Steve Nash spila af sér analinn og tapa. Gætum þurft að venjast þeirri sjón.

Lakers fengu hringana sína og voru lengi í gang á móti Houston. Rockets er með hörkulið og góða breidd en það að þeir ætli að þröngva Yao Ming inn í þetta og láta hann spila 24 mínútur í leik er ekki að ganga upp. Það er rugl og kemur niður á liðinu.

Tuesday, October 26, 2010

Monday, October 25, 2010

Stutt skilaboð


Hér er nýja Nike-auglýsingin með LeBron James. Öflugur ímyndarhernaður í gangi. Næstum trúverðugur.

Heimabrugg: Takk fyrir okkur


Auðvitað mættum við í DHL höllina í gærkvöldi til að sjá tvo uppáhalds leikmennina okkar etja kappi. Sáum Pavel og félaga í KR taka á móti ungum og sprækum Fjölnismönnum.

Skemmst frá því að segja að áhorfendur fengu fullt af tilþrifum fyrir peninginn sinn. Það var ekki við öðru að búast þegar Pavel Ermolinskij og Ægir Þór Steinarsson spila körfubolta.

Takk fyrir það strákar.

Þeir létu bæði áhorfendur og blaðamenn hrópa "vá" og "nauuuu!" nokkrum sinnum. Þetta er svo fallegur leikur.

Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun en sá síðari ekki eins góður. Það var mikið til af því KR-ingar hertu tökin í vörninni og unnu að lokum nokkuð átakalítinn sigur.

Ægir lenti í villuvandræðum og þegar svo er fer Fjölnisliðið ekki upp úr þriðja gírnum. Geitungurinn var samt frábær í leiknum og skilaði 14 stigum, 12 stoðsendingum, 5 fráköstum og 5 stolnum á innan við 30 mínútum.

Það eru forréttindi að fá að horfa á hinn íslenska Chris Paul spila körfubolta.

Okkar maður Ermolinskij var auðvitað í þrennugírnum eins og venjulega. Skilaði léttum 15/11/11 leik og er að bjóða upp á 15,3 stig, 12,8 fráköst og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik það sem af er. Ekkert annað en klámfengin tölfræði.

NBA Ísland verður á þrennuvaktinni með Pavel í allan vetur og stefnum á að afhenda honum einhver falleg verðlaun ef hann verður með þrennu að meðaltali í deildinni.

Finnur var flottur í teignum og bauð upp á mjög solid 19/10 leik (og game best +28). Ólafur Ægisson er líka að gefa KR lúmsk 10 stig og fína nýtingu í fyrstu leikjunum.

Sunday, October 24, 2010

Saturday, October 23, 2010

Friday, October 22, 2010

The Boy Rooney


ESPN hatar Cleveland


Gollum Gunnarsson


Evan Turner, nýliði Philadelphia 76ers, er með raddböndin í ennisholunum. Það er eiginlega ómögulegt að hlusta á drenginn tala. Hljómar eins og afkvæmi Gunnars Birgissonar og Gollum.

LeTwitter


Dagatals-mis


Góður biti í hundskjaft


Sasha Vujacic og Maria Sharapova eru trúlofuð.
Ekkert meira um það að segja.
Jú reyndar. Hvað var hún að spá þegar hún sagði já?

Wednesday, October 20, 2010

Hver er þessi Blake Griffin?


Þeir sem efast um að John Wall verði kjörinn nýliði ársins í NBA deildinni næsta vor, gera það flestir af því þeir eru handvissir um að Blake Griffin hjá LA Clippers hljóti þann heiður.

Griffin sat bókstaflega á hækjum sér allan síðasta vetur eftir að hafa verið valinn númer eitt í nýliðavalinu. Þú vissir þetta allt saman. Við vorum búin að segja þér það. Hvað um það. Drengurinn lítur rosalega vel út. Skálum fyrir heilsu hans og skoðum þetta skemmtilega myndbrot.

Breyttir tímar


Það er okkur enn í fersku minni. Þegar við sáum Pau Gasol tekinn í bakaríið af Dirk Nowitzki í einvígi Dallas og Memphis í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir nokkrum árum.

Við munum það svo vel af því Nowitzki, sem aldrei hefur verið sakaður um að vera hörkutól, gjörsamlega pakkaði Gasol saman. Fór með hann inn í teig, hamraði á honum, skoraði yfir hann og gaf honum meira að segja olnbogaskot. Gasol virtist við það að fella tár. Dallas sópaði Memphis í þessu einvígi. Memphis var alltaf sópað.

Ekki grunaði okkur þá að nokkrum árum síðar yrði Gasol orðinn besti stóri maður heimsins og lykilmaður í meistaraliði LA Lakers.

Þetta segir vissulega sína sögu um stöðu stóra mannsins í NBA í dag, en þetta segir líka margt um Pau Gasol.

Þú getur eflaust fært rök fyrir því að þessi fullyrðing sé röng en það verður þá bara að vera þitt mál.

Tannkrem


Tuesday, October 19, 2010

Bjartsýni


Á rauða svæðinu


Hver er þessi John Wall?


Pilturinn sem tekinn var fyrstur af Washington Wizards í nýliðavalinu í sumar hefur tekið nokkra lipra spretti á undirbúningstímabilinu. Það verður gaman að fylgjast með honum í vetur.

Heimabrugg: Guttarnir færðu Grafarvogi sigur


Auðvitað vorum við í Grafarvoginum í gær. Sáum Fjölni vinna sinn fyrsta sigur með því að leggja Hamarsmenn. Leikmenn Hamars eru örugglega enn að bölva sjálfum sér fyrir að tapa þessum leik.

Fjölnismenn voru að elta allan leikinn og við hugsuðum með okkur að líklega væru þessir strákar enn bara efnilegir. Þá tóku ungu sveinarnir sig til og stálu leiknum í lokin. Flott hjá þeim. Gaman að sjá íslenska gutta koma inn og klára leiki í úrvalsdeild.

Ef við höfum ekki litið vitlaust á töfluna er næsti leikur Fjölnis gegn KR í vesturbænum.  Þar mætast tveir uppáhalds leikmennirnir okkar í deildinni - Pavel og Geitungurinn - sem vill svo vel til að eru efstir íslenskra leikmanna í framlagi eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Þetta verður leikur sem enginn má missa af.

(Mynd:Ægir Þór Steinarsson og Andre Dabney eru... í fljótari kantinum/ karfan.is)

Monday, October 18, 2010

Friday, October 15, 2010

Innlit /Útlit - Utah Jazz


Sagt er að Utah gæti þess venjulega í nýliðavalinu að taka hvítasta manninn sem völ er á. Það er ástæða fyrir þessu gríni, eins og við sáum þegar félagið notaði níunda valréttinn til að taka Gordon Hayward í sumar.

Hayward er líklega hvítasti maðurinn í nýliðavalinu á síðasta áratug og Utah-menn eru á því að þarna sé á ferðinni mikið efni þó drengurinn vegi ekki meira en 37 kíló með blautt hár og skólatösku.

Ekki treystum við okkur til að dæma um hvort pilturinn komi til með að verða NBA leikmaður á næstu misserum, en ljóst er að hann smellur átakalaust inn í Jazz-liðið hvað útlitið varðar.

Það er sannarlega ótrúlegt að sjá að íþróttamenn á öðrum eins launum skuli ekki hafa tök á því að láta klippa sig. Í einhverjum tilvikum myndum við líklega stinga upp á lýtaaðgerðum, en klipping væri ágætist byrjun.

Lokið og læsið hurðum


Eins og Ron Artest hafi ekki verið nóg. Nú er Matt Barnes líka kominn í gula búninginn hjá Lakers. Og enginn er óhultur. Ekki einu sinni huggulegar klappstýrur við endalínuna.

Thursday, October 14, 2010

Booz-a-Bulls


Matt Bonner svarar erfiðum spurningum


Matt Bonner: Professor Sandwich from The Basketball Jones on Vimeo.

Meet the Robinsons


KG fer í sturtu - Tommy Heinsohn fer á kostum


Hérna er myndband af tæknivillukláminu í leik New York og Boston sem við vorum að tala um í þarsíðustu færslu. Stórkostlegt að hlusta á Tommy Heinsohn snappa "The NBA - It´s stupid!!!"

Il buono, il brutto, il cattivo


Tæknimálin


Dómarar í NBA deildinni eru búnir að skerpa aðeins á línum í gæslunni í ár rétt eins og kollegar þeirra hér heima. Þeir gráklæddu nota undirbúningstímabilið gjarnan til að kynna þessar áherslubreytingar og þær eru þegar farnar að hafa áhrif á leiki og leikmenn.

Í NBA hefur dómurum verið uppálagt að herða mjög tökin í tæknideildinni í vetur. Tuð, nöldur, æsingur, mótmæli og tilþrifamikið látbragð leikmanna í garð dómara verður framvegis ekki liðið.

Það verður að segjast eins og er að kannski var tími til kominn að taka aðeins á þessu. Í deildinni finnast leikmenn sem hafa verið hreint út sagt óþolandi þegar kemur að nöldri og stælum út í dómara. Og það gjarnan í hvert einasta skipti sem þeir beita flautunni - ekki bara stundum.

En þessi lína sem dómararnir eru að vinna eftir núna er að flestra mati full ströng. Núna er það þannig að leikmenn verða bara að gjöra svo vel og þegja og ganga í burtu þegar dæmt er á þá (eða ekki dæmt), annars fá þær tæknivillu.

Við höfum þegar fengið að sjá nokkuð gróf dæmi um þetta. Í fyrrinótt setti prúðmennið Kyle Korver hjá Chicago niður skot og vildi meina að slegið hefði verið í hönd sína í kjölfarið. Hann skokkaði til baka, leit á dómarann og benti sakleysislega á olnbogann á sér. Hann fékk tæknivillu.

Í nótt áttust New York og Boston við og þar voru dæmdar fjórar tæknivillur á tveggja mínútna kafla. Tvær af þessum fékk Kevin Garnett á einhverjum 10 sekúndum fyrir að "ræða málin" við dómara eftir því sem við komumst næst - og var fyrir vikið rekinn í bað.

Garnett er einn af þeim leikmönnum sem gæti séð fram á hvað mesta vinnu við að aðlagast þessum nýju reglum. Maðurinn er fellibylur af tilfinningum sem þurfa að fá útrás í leikjum. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann og fleiri heitir karlar í deildinni ná að hemja sig í þessu nýja umhverfi.

Eitt er víst. Rasheed Wallace valdi sér hárréttan tíma til að leggja skó sína á hilluna.

Við eigum eftir að sjá betur hvernig þessar áherslubreytingar koma út þegar alvaran byrjar, en við óttumst að hér séu forráðamenn deildarinnar að taka enn eitt skrefið í áttina að því takmarki sínu að breyta NBA deildinni í ljóðakvöld hjá kvenfélaginu.

Gott og vel, væl er leiðinlegur hlutur af leiknum, en það er líka verið að sauma hart að leikmönnum og banna þeim að sýna tilfinningar á vellinum - nokkuð sem tíðkast hefur síðan við byrjuðum að fylgjast með NBA og verið hefur skemmtilegur hluti af leiknum allar götur síðan.

Kannski hefði verið sniðugra að taka fastar á leikaraskap og floppi, leiðindum sem hafa verið að færast sorglega mikið í aukana á síðustu árum.

Wednesday, October 13, 2010

Manu-Love


San Antonio vann í nótt 100-99 sigur á LA Clippers í æfingaleik í Mexíkóborg.

Það var ólíkleg hetja, bakvörðurinn Gary Neal, sem skoraði sigurkörfu Spurs þegar 1,5 sekúnda var eftir af leiknum. Gaman fyrir hann, verra fyrir Clippers, sem voru 18 stigum yfir á kafla í þriðja leikhluta.

Við höfum stundum verið að slefa yfir því hvað Manu Ginobili er mikill sigurvegari. Hann tók þá pælingu á næsta plan í nótt.

Það var Ginobili sem var þjálfari San Antonio á lokamínútunum. Það var hann sem teiknaði upp sóknina sem tryggði liðinu sigurinn. Pop og þjálfarateymi Spurs komu þar hvergi nærri.

Mjög skemmtilegt að sjá þetta og Manu tók sig gríðarlega vel út með töfluna og tússpennann.

Tuesday, October 12, 2010

Gleði


Af hverju er Greg Oden svona glaður?Af því hann er ekki lengur frægasti íþróttamaðurinn í
Bandaríkjunum sem lent hefur í vandræðum með að
senda myndir á netinu. #Favre

Monday, October 11, 2010

Wizards of chaos


Heimabrugg: Stop, Hammer Time!


Við kíktum í Ásgarðinn í gærkvöldi og sáum Stjörnumenn vinna Fjölni. Mikilvægur sigur hjá heimamönnum eftir svekkjandi tap fyrir KR í fyrstu umferðinni. Stjarnan var bara of stór biti fyrir Grafarvogspilta í kvöld en það breytir því ekki að við ætlum að mæta á eins marga Fjölnisleiki og við getum í vetur.

KR meig undir fyrir austan fjall og tapaði fyrir Hamri. Eitthvað segir okkur að t.d. Darri Hilmarsson hafi ekki verið að hata það. Pav var langt frá sínu besta og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir þá svarthvítu. Þú ræður hvort þú skrifar þetta tap á styrk Hamarsmanna eða off dag hjá KR en meistaraefnin verða auðvitað að klára svona leiki - mega ekki láta lið sem liggur ekki að sjó útfrákasta sig.

Okkur skilst að menn hafi tekist ansi hart á í Grindavík þegar heimamenn lögðu KFÍ. Við erum ekki hissa á því. Við vorum að skoða KFÍ dálítið á undirbúningstímabilinu og sáum liðið m.a. refsa Stjörnunni. Það er bara ekkert pikknikk að spila við vestfirðingana. Þeir eru vægast sagt pesky. Grindavík er hinsvegar lið sem hefur hingað til ekki þótt þægilegt að spila við pesky lið og því var þetta fínn sigur fyrir þá - án Pax. Fín byrjun hjá Helga Jónasi.

Sunday, October 10, 2010

Jetzt geht´s los


Glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir því að við erum búin að setja nýja flipa á hægri spássíu síðunnar. Þeir útskýra sig væntanlega sjálfir.

Það er gaman að geta þess að nú getur þú fundið þar lista yfir beinar útsendingar á NBA TV frá undirbúningstímabilinu næstu daga. Alvaran hefst svo þann 26. október þegar deildarkeppnin fer af stað.

Stöð 2 Sport verður áfram með NBA eins og undanfarin ár. Byrjað verður rólega og svo færast útsendingar í aukana eftir því sem nær dregur úrslitakeppni eins og verið hefur.

Jú svo hentum við líka inn á síðuna tengli á strípurnar um Arthúr. Það snilldarframtak er í miklu uppáhaldi hjá okkur og höfundar Arthúrs hafa líka gaman af því að lesa NBA Ísland.

Andinn er óðum að koma yfir okkur hérna á ritstjórninni eftir langt og strangt sumar af leiðindum. Það er alltaf hægt að treysta á körfuboltann þegar kemur að því að efla andann.

Skottist nú á Facebook og látið félaga ykkar vita af því að NBA Ísland sé komið úr sumarfríi. Verum dugleg að fylgjast með. Veislan er að hefjast á ný.

Í Baunabæ


Saturday, October 9, 2010

Fjörið byrjað á NBA TV


Undirbúningstímabilið er nú í fullum gangi og NBA TV er með beinar útsendingar flest kvöld. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland ef þú vissir það ekki.

Í nótt fáum við að sjá Phoenix Suns taka á móti Dallas klukkan 1:30. Phoenix-liðið kemur nokkuð breytt til leiks. Missti t.d. Amare Stoudemire og Leandro Barbosa en er komið með Hedo Turkoglu í staðinn. Dallas bætti heldur við sig og er það lið sem er gjarnan tippað á að muni taka annað sætið í Vesturdeildinni.

Annað kvöld verður svo NBA TV með beina útsendingu frá leik Houston og Cleveland klukkan 23:00 og á mánudagskvöldið klukkan 0:30 eigast við Dallas og Cleveland.

Það verða beinar útsendingar á hverju kvöldi í næstu viku. Við hendum leikjaplaninu inn í dagskrána hérna á síðunni fljótlega. Látum ykkur vita þegar það er klárt.

Blake Griffin spilar körfubolta


Blake Griffin var valinn númer eitt í nýliðavalinu í fyrra en þurfti að sitja meiddur á hliðarlínunni allan veturinn.

Hann byrjar undirbúningstímabilið alveg eins og maður sem hefur þurft að halda í sér í eitt ár eins og tölfræðin hans ber með sér.

Það veitir ekki af að fá nýtt blóð í stórustrákaflóruna í NBA. Þess vegna fögnum við því að hann skuli vera að finna sig og ná heilsu á ný.

Liggjum á bæn og vonum að hann haldist heill í vetur.

Hver veit nema Clippers-liðið verði bara sómasamlegt einu sinni.

Mannskapurinn er til staðar, það vantar ekki. En Clippers-bölvunin virðist samt alltaf sitja eins og skuggi yfir liðinu.

Jet er ekki dauður úr öllum æðum


Heimabrugg: Geitungurinn


Duttum í Grafarvoginn í gær og sáum Fjölnismenn taka á móti Snæfelli. Mjög hressandi leikur, frábær skemmtun. Snæfell hafði þetta í restina en það sem upp úr stóð var að skrumið sem dunið hefur á okkur um ungu mennina í Fjölni á fullan rétt á sér.

Það er frábært að horfa á þessa stráka, sérstaklega Geitunginn, Ægi Þór Steinarsson. Hann er gulur, hann er snöggur og hann stingur.

Guttinn bauð upp á 25/11/4/4, flotta hittni og boltameðferð að hætti CP3. Þetta er strákur sem þú ættir að kíkja á við fyrsta tækifæri. Óvíst að hann verði mikið lengur á klakanum.

Getum ekki beðið eftir að sjá hann og hans menn sækja Stjörnuna heim á sunnudaginn. Þar eru á ferðinni tvö hörkulið sem töpuðu með súrum hætti í fyrstu umferðinni og það verður gaman að sjá Ægi og Shouse kljást í Ásgarði. Mælum eindregið með því.

Friday, October 8, 2010

Heimabrugg


Karfan á klakanum fór af stað í gær. Við duttum að sjálfssögðu í vesturbæinn og sáum KR-Stjarnan. Hörkuspennandi leikur sem lofar góðu fyrir veturinn. Okkar maður Ermolinskij þrennaði þetta upp eins og hann er vanur, en drollaði við það alla leið í framlengingu að þessu sinni.

Leikurinn til að sjá í kvöld er klárlega í Grafarvogi þar sem drengirnir í Fjölni taka á móti Íslandsmeisturum Snæfells. Við erum mikið að spá í að kíkja á þennan leik af því okkur hefur verið sagt að ungu byssurnar í Fjölni séu að gera gott mót.

Ef þú ert á suðurnesjunum er auðvitað ástæðulaust að fara í bæinn. Þá rúllarðu bara í Njarðvík og horfir á Njarðvík-Grindavík. Þeir gulu að frumsýna einhvern Evrópukana sem heitir Pétrúnella

Thursday, October 7, 2010