Wednesday, October 27, 2010

Miami er búið að tapa körfuboltaleik


NBA byrjaði aftur í nótt og það er stórkostleg tilfinning. Allra augu voru á leik Boston og Miami en hann stóð ekki undir væntingum.

Það leyndi sér ekki að leikmenn Miami hafa ekkert spilað saman og að Dwyane Wade á langt í land með leikformið.

LeBron James beit aðeins frá sér og gerði leikinn áhugaverðan í lokin, en þetta var dálítið eins og að horfa á Cleveland spila.

Við skulum ekki hengja þessa menn eftir einn leik, en þetta róar vonandi þá sem spáðu að Miami færi 82-0.

Boston-liðið leit ágætlega út í þessum leik þrátt fyrir að slaka á í síðari hálfleiknum en það sem stendur upp úr fyrir okkur er breiddin sem er í þessu liði. Hún er orðin rosaleg. Og Kendrick Perkins og Delonte West eiga enn eftir að bætast í hópinn.

Menn eru enn að tala um þessa Big 3 í Boston. Af því Ray Allen er mikilvægari leikmaður en Rajon Rondo? Blámaður, vinsamlegast! Rondo var með 17 stoðsendingar í nótt. Það er þriðji besti árangur sögunnar í opnunarleik (T. Hardaway 18, J. Stockton 19). Boston er og verður liðið til að vinna í Austurdeildinni. Það er bara þannig.

Menn spáðu því að fráköstin gætu orðið vandamál hjá Phoenix Suns í vetur og það var nákvæmlega ástæðan fyrir því að liðið tapaði opnunarleik sínum í Portland. Sorglegt að sjá Steve Nash spila af sér analinn og tapa. Gætum þurft að venjast þeirri sjón.

Lakers fengu hringana sína og voru lengi í gang á móti Houston. Rockets er með hörkulið og góða breidd en það að þeir ætli að þröngva Yao Ming inn í þetta og láta hann spila 24 mínútur í leik er ekki að ganga upp. Það er rugl og kemur niður á liðinu.