Saturday, July 30, 2011

Friday, July 29, 2011

Þeir tróðu körfuboltum


Tekjublaðið er komið út


Fyrrum NBA leikmennirnir Latrell Sprewell og Anthony Mason eru í fyrsta og þriðja sæti yfir þá sem skulda mesta skatta í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum.

Sprewell er á toppnum og skuldar eitthvað í kring um 410 milljónir króna í skatt en Mason um það bil 230 milljónir.

Sprewell kannski að uppskera eins og hann sáði.

Hann móðgaðist jú einu sinni þegar honum var boðin vinna fyrir skitinn milljarð á ári. Talaði um að þurfa að fæða og klæða börnin sín eins og annað fólk.

Annars er þetta ekki það merkilegasta á skattaskussalista þeirra Wisconsin-manna. Það merkilegasta er að áttundi maðurinn á listanum heitir Donald Bottolfson.

Byrjaðu endilega að reyna að toppa það.

Nokkur orð um fráköst


Þessir vösku piltar eiga það sannarlega sameiginlegt að vera bráðhuggulegir. Þeir sem eru vel að sér í fræðunum eru eflaust fljótir að kveikja á því hvað þeir eiga fleira sameiginlegt.



Þetta eru þeir Bill Walton, Swen Nater, Bill Laimbeer og Kevin Love og ef þú ert með söguna á hreinu hefur þú eflaust áttað þig á því að þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa orðið frákastakóngar í NBA deildinni. Fráköst eru vanmetin listgrein, enda segir Pat Riley alltaf "no rebounds - no rings."

Það sem er sérstakt við þessa fjóra af öllum þeim her manns sem hafa orðið frákastakóngar í deildinni okkar er að þeir eru bleiknefjar. Þessir fjórir eru einu hvítu mennirnir sem hafa orðið frákastakóngar í NBA síðan blökkumönnum var á annað borð leyft að spila í deildinni.

NBA deildin markar upphaf sitt árið 1946, en fyrstu blökkumennirnir fóru ekki að sjást í deildinni fyrr en upp úr 1950. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem hlutfall hvítra og svartra fór að jafnast í NBA. Um miðjan áttunda áratuginn og fram á þann níunda, fór hlutfallið að líkjast því sem það hefur verið síðan, þar sem segja má að þrír af hverjum fjórum leikmönnum í deildinni séu svartir.

Það er fleira sem tengir áðurnefnda pilta en hörundsliturinn. Þrír af þeim spiluðu jú fyrir UCLA háskólann.

Walton og hinn hollenski Nater voru samherjar og urðu tvívegis háskólameistarar undir stjórn goðsagnarinnar John Wooden. Kevin Love er sá þriðji og er núverandi frákastakóngur í NBA.

Eðlilega voru bleiknefjar eins og George Mikan frákastakóngar á sokkabandsárum NBA en eftir að hinn seinheppni Maurice Stokes braut ísinn fyrir þá svörtu árið 1956 var ekki aftur snúið.

Þá var röðin nefnilega komin að þeim Bill Russell og Wilt Chamberlain sem nánast skiptu frákastatitlinum milli sín frá 1957 til 1973.

Russell hirti titilinn þrjú ár í röð frá árinu 1957, þá tók Chamberlain við og vann fjögur ár í röð, þá vann Russell aftur tvö ár í röð og svo tók Wilt aðra rispu og varð frákastakóngur sjö af næstu átta árum.

Eins og sjá má á þessu kemst enginn með tærnar þar sem Wilt hafði hælana en hann varð ellefu sinnum frákastakóngur og hirti tvisvar 27 fráköst eða betur að meðaltali í leik.

Chamberlain er líka eini maðurinn sem hefur átt 50/25 meðaltal á tímabili í NBA. Vissulega var leikurinn öðruvísi í þá daga en hann er núna, en það breytir því ekki að þetta eru lygilegar tölur.

Þegar gullöld þeirra Chamberlain og Russell lauk má segja að það hafi verið Moses Malone sem tók við sem óumdeildur frákastakóngur deildarinnar. Moses varð frákastakóngur árið 1979 og hirti flest fráköst allra sex af næstu sjö árum.

UCLA drengirnir Bill Walton og Kareem Abdul-Jabbar urðu frákastahæstir árin á undan Moses, en það var téður Swen Nater sem kom í veg fyrir að Moses næði flestum fráköstum sjö ár í röð þegar hann varð frákastakóngur árið 1980 með San Diego Clippers.

Nater er eini maðurinn sem afrekaði að verða frákastakóngur bæði í NBA og ABA og lauk ferlinum í NBA með LA Lakers árið 1984 þar sem liðið tapaði fyrir Boston í oddaleik í lokaúrslitum.

Það var svo einmitt Bill Laimbeer sem batt enda á sigurgöngu Moses Malone í fráköstunum þegar hann vann sinn fyrsta og eina frákastatitil árið 1986 með Detroit, en það var ekki fyrr en aldarfjórðungi síðar
sem næsti hvíti maðurinn vann titilinn þegar Love
gerði það í vor.

Árið 1987 varð Charles Barkley frákastakóngur í sitt fyrsta og eina skipti og er það sérstakt fyrir þær sakir að hann er lágvaxnasti leikmaður sem orðið hefur frákastakóngur í nútíma NBA.

Barkley snaraði þá 14,6 fráköst að meðaltali (5,7 í sókn) í leik þrátt fyrir að vera ekki millimeter hærri en 200 sentimetrar á hæð (líklega nær 195).

Árið 1992 var röðin komin að manninum sem margir kalla besta frákastara allra tíma, Dennis Rodman. Hann varð frákastakóngur NBA deildarinnar sjö ár í röð, sem er að sjálfssögðu met.

Ekki var nú hæðin að þvælast fyrir Rodman frekar en Barkley, en Rodman var einfaldlega fæddur til að frákasta og lagði ofuráherslu á það.

Þeir sem hafa svo verið framarlega í greininni síðan Rodman hætti eru Dikembe Mutombo (tvö ár í röð), Ben Wallace (tvö ár í röð), Kevin Garnett (fjögur ár í röð) og Dwight Howard (þrjú ár í röð).

Þá er bara að sjá hvort Kevin Love verður aðeins annar maðurinn (Chris Webber ´99) á síðustu 20 árum sem nær ekki að verja frákastatitil sinn næsta vor - ef hann fær þá tækifæri til þess, blessaður.

Thursday, July 28, 2011

Walt "Clyde" Frazier


Clyde er ein helsta ástæða þess að menn fóru að nota orðið svægi. Ekki erfitt að sjá hvers vegna.
Hann var, og er enn í dag, algjör trendsetter í klæðaburði. Jú, og svo skemmir ekki fyrir að
tryggja liði sínu titilinn með 36 stigum og 19 stoðsendingum í oddaleik í lokaúrslitum.

Tuesday, July 26, 2011

Ókeypis ráðgjöf dagsins


Ron Ron Dong


Ron Artest er búinn að vera allt of stilltur undanfarið.
Nú er komin mynd á netið. Hann neitar að sjálfssögðu öllu.
Verður gaman að sjá hvernig þetta mál þróast.
Ekki eins og sé eitthvað annað að gerast í NBA.
Verðum að láta okkur nægja óstaðfestar Dong-fréttir.

Monday, July 25, 2011

Auglýsum hér með eftir öflugri buxum
































Þeir Horace Grant og Scottie Pippen gætu allt eins haldið á Madeleine McCann, þú tekur ekki augun af þessum buxum og þig mun dreyma þær út vikuna. Eins og tíundi áratugurinn var nú magnaður, voru þar teknar ákvarðanir í fatahönnun sem kostuðu mannslíf.

Áskorun


Sunday, July 24, 2011

Það er gott að vera Dwight Howard


Áfram heldur bókaflokkurinn "Dauði Miðherjans" hér á NBA Ísland. Aumingja Dwight Howard fær aldrei frí frá öfund okkar og leiðindum. En það er nauðsynlegt að halda þessu til haga.

Þú verður að hafa eitthvað í höndunum þegar barnabörnin þín spyrja þig hvernig Dwigh Howard hafi farið að því að vera oftar í fyrsta úrvalsliði NBA deildarinnar en nokkur annar leikmaður í sögunni.*

Þegar kemur að því að skoða getu og stöðugleika leikmanna, eru úrvalsliðin miklu betri heimild en t.d. stjörnuleikir, en þó verður að rýna vandlega í listana, þeir segja ekki alla söguna.

Leikmenn geta til að mynda verið óheppnir með það hvenær þeir koma inn í deildina - sjáðu bara menn eins og Clyde Drexler. Hann spilaði í deildinni á svipuðum tíma og Michael Jordan og spilar sömu leikstöðu. Drexler hefði vafalítið verið oftar í fyrsta úrvalsliði ef hann hefði spilað á öðrum tíma en raun bar vitni.

Sömu sögu er að segja af miðherjunum sterku sem réðu ríkjum í teigum deildarinnar á tíunda áratugnum. Þeir Hakeem Olajuwon, David Robinson, Patrick Ewing og síðar Shaquille O´Neal, tóku mikið hver frá öðrum. Þessir höfðingjar væru fastagestir í úrvalsliðinu í dag en voru svo óheppnir að koma inn í deildina þegar staðan sem þeir spila var mjög sterk.

Dwight Howard getur ekkert að því gert þó hann hafi komið í heiminn í desember árið 1985, þó það sé að hluta til honum að kenna að hann beri nú höfuð og herðar yfir aðra miðherja í NBA deildinni.

Alveg var það eftir öllu að helsti keppinautur hans Yao Ming skuli hafa þurft að leggja skóna á hilluna langt um aldur fram. Það er ekki að sjá að hinum 25 ára gamla Howard verði ógnað á nokkurn hátt í miðherjastöðunni næstu árin og því ætti fyrsta úrvalslið að vera hans um ókomin ár.

Sagan á ekki eftir að fara illa með hann hvað þetta varðar, en á hinn bóginn má kannski segja að Howard fari illa með söguna.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------

* Það verða að teljast ansi góðar líkur á því að Howard verði í fremstu röð næstu sjö árin og nái þar með að jafna met Karl Malone sem á sínum tíma var 11 sinnum í fyrsta úrvalsliði deildarinnar. 

11- Karl Malone
10- Elgin Baylor, Bob Pettit, Michael Jordan, Bob Cousy, Jerry West, Kareem Abdul-Jabbar
  9- Magic Johnson, Larry Bird, Oscar Robertson, Tim Duncan, Kobe Bryant.

Karl Malone er 48 ára í dag


Saturday, July 23, 2011

2K12


Vitni


Thursday, July 21, 2011

Tuesday, July 19, 2011

Til hamingju með daginn, Penny


Hann Anfernee "Penny" Hardaway er fertugur í dag (það er enn 18. júlí í USA).

Penny ætti að vera mörgum Íslendingum í fersku minni. Hann kom inn í deildina þegar NBA dellan hér á landi var í hámarki og spilaði með Shaquille O´Neal í ungu liði Orlando.

Hardaway var orðinn sérstakur leikmaður áður en meiðsli kipptu honum niður í meðalmennskuna. Það hefðu verið forréttindi að fá að fylgjast með honum vaxa sem leikmanni ef skrokkurinn hefði haldið. Hann var með allan pakkann pilturinn.

Það er ekki langt síðan Hardaway spilaði sinn síðasta leik í NBA en í raun er sorglegt hve fljótt hann hefur fallið í gleymsku. Menn með þessa hæfileika koma ekki inn í deildina á hverjum degi.

Ef þú hefur ekkert annað að gera geturðu dundað þér að telja bakverðina í NBA í dag sem þér finnst betri en Hardaway þegar hann var upp á sitt besta.

Hér er smá sýnishorn:

Monday, July 18, 2011

Blake Griffin þarf að spila körfubolta


Það var nákvæmlega ekkert jákvætt við verkbannið í NBA um aldamótin. Ekkert.

Það kom illa niður á deildinni og leikmönnum sem í henni spiluðu. Sumir urðu aldrei samir. Shawn Kemp var einn þeirra. Datt í borgarana, fékk sér svo í haus og át fleiri borgara. Allir vita hvernig það endaði.

Þá kom líka í ljós að fjöldi NBA leikmanna lifði mjög hátt og eyddi laununum sínum jafnóðum og þeir fengu útborgað. Héldu uppi her manns og áttu bíla og hús út og suður. Þessir menn lentu illa í því þegar leið á verkbannið og ávísanirnar hættu að berast.

Ætla mætti að menn hefðu nú lært af bullinu ´99 en svo sjáum við tölur eins og komu fram í könnun Sports Illustrated frá því fyrir tveimur árum. Þar kom í ljós að 60% NBA leikmanna væru orðnir blankir fimm árum eftir að þeir hættu að spila í deildinni. Það er sláandi tölfræði þegar haft er í huga að meðalárslaun í deildinni í dag eru ríflega 760 milljónir króna.

Vonandi gerist eitthvað kraftaverk mjög fljótlega svo deildin fagra geti hafist á ný. Það myndi gera út af við okkur ef við þyrftum að horfa á eftir Blake Griffin í ruglið.

Guð forði okkur.

Sunday, July 17, 2011

Gilbert Arenas er eðlilegur sem fyrr


Tekið stórt upp í sig


Kannski hefurðu gaman af tölum


JR Smith er ekki með of mörg húðflúr


Hann JR Smith hjá Denver er mikið gefinn fyrir húðflúr eins og þið vitið líklega. Hatar ekki blekið.

Smith er nú búinn að næla sér í kærustu og hún er merkilegt nokk með fleiri húðflúr en bakvörðurinn skotglaði.

Britanie Girard heitir stúlkan sú og ku vera með meira en 300 húðflúr. Hefur látið bleka sig að jafnaði 30 sinnum á ári á síðasta áratug.

Bleklega séð, má því segja að þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína.

Hún ber það ekki með sér, en vonandi getur Britanie hjálpað Smith að bæta alhliða leik sinn. Svo sem ákvarðanatöku, aga og gildismat.

Ekki veitir af í þessum verkefnaskorti.

Friday, July 15, 2011

Duncan tekur slátur frá Vince


Hér er ein gömul og góð. Vince gat einu sinni lyft sér þokkalega.
Hér tekur Tim Duncan eftirminnilegt slátur frá honum.

Thursday, July 14, 2011

Saturday, July 9, 2011

Og þá í viðskiptafréttirnar


Þjóðverji á þjóhnappnum


Þegar fyrsti titillinn kemur í hús eftir áratuga baráttu, er fátt rökréttara en að húðflúra andlitsmynd af tveggja metra háum Þjóðverja á analinn á sér. Þannig er það amk hjá Dallas-stuðningsmanninum Derek Dilday. Svona snillinga á tafarlaust að setja á listamannslaun.

Yao Ming hefur ekki atvinnu af því að spila körfubolta


Er það bara við, eða eru allir að hætta?

Kínverjinn Yao Ming tók sig til í gær og lagði risavaxna skó sína á hilluna frægu eftir langa og erfiða glímu við meiðsli.

Ekki hægt annað en að finna til með þrítugum piltinum.

Grábölvað að þurfa að hætta að spila á besta aldri. Yao var heilsuhraustur fyrstu árin sín í deildinni en undanfarin ár hafa verið vægast sagt ömurleg fyrir hinn 230 sentimetra háa og 140 kílóa þunga miðherja.

Fréttamiðlar slá í takt þegar kemur að umfjöllun um þetta leiðinlega mál og tala fyrst og fremst um Yao sem góðan dreng og sendiherra NBA deildarinnar í Kína - manninn sem opnaði dyrnar að Asíu og fjölmennasta markaði veraldar.

En hann kann líka að spila körfubolta og gerði það vel, en það er kannski ástæða fyrir því að blaðamenn voru ekkert að fara dýpra í körfuboltahliðina á tíðindum gærdagsins.

Eins og sagan hans Yao er áhrifamikil utan vallar, er hún ekki alveg jafn glæsileg innan hans.

Nú byrjum við auðvitað strax að fá tak í meðvirknina okkar en það verður bara að segjast eins og er að ferill Yao Ming í NBA er nú engin flugeldasýning.

Strangt til tekið hefði hann átt að gera miklu meira.

Yao Ming var alltaf sinn harðasti gagnrýnandi og ekki verður sagt að pilturinn hafi ekki lagt sig fram. Hann var frábær sóknarmaður, sterkur, góð skytta og var með ágæta sendigetu - hæfileika sem hann var ekki feiminn við að nota enda fullkomlega óeigingjarn.

Fyrir utan það hve brothættar lappirnar á honum voru síðustu árin hans í deildinni, var hann alltaf í vandræðum með úthaldið. Það er auðvitað ekkert grín að skottast um með alla þessa hæð og þyngd. Og þessi sama hæð og þyngd hjálpaði Yao ekki í varnarleiknum. Hann var ákaflega seinn á fæti og því átti framlag hans í sókninni oft til að núllast út á hinum enda vallarins. Þá hefði hann alveg mátt vera töluvert grimmari þó hann væri alltaf duglegur.

Þegar við fórum að rifja upp feril Yao Ming, mundum við ekki betur en að hann hefði verið 20/10 maskína lengst af á ferlinum, en það er aldeilis ekki þannig.

Yao skoraði aðeins þrisvar yfir 20 stig að meðaltali í leik og náði aðeins tvisvar að skríða yfir tíu fráköst.

Eitthvað af þessu skrifast kannski á stuttan spilatíma, en til gamans má geta að Hakeem forveri hans Olajuwon hjá Houston var með tíu fleiri 20+ stiga tímabil á ferlinum og líka tíu fleiri 10+ tímabil í fráköstum.

TÍU fleiri. Það er er með ólíkindum.

Þetta var deildakeppnin, en það er venjulega í úrslitakeppninni sem ferilskrár stjörnuleikmanna eru skrifaðar.

Þar var fátt um fína drætti hjá Yao eins og frægt er orðið, en hann náði þó að drattast í aðra umferð einu sinni. Það var ekki fyrr en Tracy McGrady meiddist sem liðið komst þangað eftir að hafa fallið úr leik í fyrstu umferð sex sinnum í röð.

Það má kannski taka upp hanskann fyrir Yao og benda á að hann hafi aldrei spilað með almennilegum leikstjórnanda, en Houston var undantekningalaust með fína þjálfara í tíð Yao (Rudy Tomjanovich, Jeff Van Gundy og Rick Adelman) og þokkalegasta mannskap.

Það er ljótt að vera með svona leiðindi út í jafn ljúfa pilta og Yao Ming en svona er þetta bara á þessu leveli. Þú annað hvort skilar hlutum í hús eða færð að heyra það og pressan er alltaf til staðar. Sjáið bara hvað Jeff Van Gundy sagði um Yao í samtali við Yahoo! í gær:

“People forget that when Dwight Howard and Yao were young, that was a mismatch. An utter mismatch. Yao scored on him at will. Give Howard credit, because he’s gotten a lot better, but there’s no doubt if Yao had remained healthy, he’d still be the best center in basketball.”

Það er út af svona ummælum sem við erum svona vond við Yao. Hann átti að heita besti miðherji heimsins en náði aðeins einu sinni að skríða í aðra umferð úrslitakeppninnar þegar hann var heill.

Við fylgdumst mjög náið með flestum þessum fyrstu umferðar floppum hjá Rockets. Það var ekki bara það að liðið væri ekki nógu sterkt, það bara féll ekkert með því.

Við skulum vona að gangi betur hjá risanum ljúfa í því sem hann tekur sér fyrir hendur næst.

Wednesday, July 6, 2011

Í Jesú nafni, Armen.


Armen Gilliam, áður Armon Gilliam, er allur.

Lést úti á körfuboltavelli aðeins 47 ára gamall. Kannski dáið úr þunglyndi út af lockout-inu. Þetta er eina leiðin til að fara. Drepast úti á velli.

Við minnumst Gilliam með þessu skemmtilega myndbroti sem er einmitt úr leik sem sýndur var á Stöð 2 í gamla daga. Charles Barkley að koma aftur til Philadelphia eftir að hafa skipt yfir í Phoenix og fékk andlitsmeðferð hjá Gilliam.

Hvíl í friði, Armen.

Friday, July 1, 2011