Showing posts with label Joakim Noah. Show all posts
Showing posts with label Joakim Noah. Show all posts
Saturday, November 1, 2014
Cleveland tók fyrstu lotu (+ myndir)
Það var Cleveland sem hafði betur í Austurdeildaruppgjörinu okkar í nótt.
Chicago var fimm stigum yfir þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum, en náði að missa hann í framlengingu þar sem Cleveland hafði að lokum góðan sigur 114-108.
LeBron James ferðaðist aftur í tímann og bar liðið á herðum sér í framlengingunni. Hann skoraði 36 stig og hirti 8 fráköst í leiknum og Tristan Thompson átti líka stóran þátt í sigri Cavs með því að hirða 12 sóknarfráköst.
Eftir að hafa verið of spenntir og ef til vill of fastir við leikplanið í gærkvöldi, leyfðu leikmenn Cleveland sér að vera frjálsari í sóknarleiknum gegn Bulls. Sá sóknarleikur gekk út á það að Kyrie Irving og LeBron James skiptust á að skora sjálfir.
Það er ekki fallegt til lengdar, en auðvitað er freistandi að grípa til þess háttar sóknaraðgerða ef þú ert með mannskap sem getur nánast skorað að vild.
Það var langt í frá sami glansinn á Chicago í kvöld og var í New York tveimur dögum áður, en við verðum líka að taka það með í reikninginn að þó svo að Derrick Rose sé kominn aftur, eru meiðsli samt enn að halda aftur af þessu liði.
Efnisflokkar:
Bulls
,
Cavaliers
,
Derrick Rose
,
Joakim Noah
,
Kyrie Irving
,
LeBron James
,
Myndir
,
Pau Gasol
Wednesday, April 23, 2014
Flott hjá þér, Jóakim
Aldrei þessu vant erum við næstum því fullkomlega sátt við valið á Varnarmanni ársins í NBA deildinni. Eins og við höfum tuðað um annað slagið, er Joakim Noah í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hann er ekki bara fjölhæfur og magnaður varnarmaður, heldur litríkur og skemmtilegur persónuleiki í þokkabót.
Meðan

Thibodeau er þessi sem er að reyna að brosa, en er meira á svipinn eins og einhver hafi stungið fatahengi upp í analinn á honum.
Það er gott að vita að fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum séu okkur sammála um hver hafi staðið sig best í varnarleiknum í vetur.
Þeir Noah, Hibbert og DeAndre Jordan voru í nokkrum sérflokki og eins og venja er, voru stóru mennirnir áberandi í efstu sætunum meðan prýðilegir varnarjaxlar eins og Andre Iguodala verða að sætta sig við að slefa inn á topp fimm. Þú sérð fimmtán efstu mennina í kjörinu á töflunni hérna fyrir neðan.
Það sem við höfum þó helst við kjörið í ár að athuga er að þeir Patrick "Ekki halda niðri í þér andanum meðan þú bíður eftir því að við fyrirgefum þér fyrir að fokka upp hnénu á Russ" Beverley hjá Houston og Tony Allen hjá Memphis fá nákvæmlega enga ást fyrir sitt framlag í varnarleiknum í vetur, sem er glórulaust.
Efnisflokkar:
Joakim Noah
,
Sælar stelpur
,
Varnarleikur
,
Verðlaun og viðurkenningar
Tuesday, April 22, 2014
Noah varnarmaður ársins
Hér fyrir neðan geturðu horft á athöfnina frá í kvöld þegar Joakim Noah var kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni. Alltaf gaman að hlusta á þennan litríka pilt.
Efnisflokkar:
Joakim Noah
,
Varnarleikur
,
Verðlaun og viðurkenningar
Sunday, March 9, 2014
Noah gerðist
Hvað gerðist eiginlega þarna í Chicago í kvöld?
Joakim Noah gerðist.
Bara of mikið Noah - 20/12/7/5 af Noah, svona ef þú vilt hafa þetta nákvæmt. Hnnngh!
Efnisflokkar:
Bulls
,
Joakim Noah
,
Karlmannleg ást
,
Sigurvegarar
,
Sóðaskapur
,
Tölfræði
Thursday, July 11, 2013
Joakim Noah skoraði mark og hataði það alveg
Miðherjinn skemmtilegi Joakim Noah hjá Chicago Bulls skoraði þetta laglega mark í góðgerðaleik á vegum Steve Nash. Eins og sjá má á fagnaðarlátunum, var Noah að hata þetta allt saman.
Efnisflokkar:
Fögn
,
Joakim Noah
,
Knattspyrna
,
Tilþrif
,
Vel Gert
Friday, March 1, 2013
Friday, February 22, 2013
Sunday, February 3, 2013
Joakim Noah á ströndinni
Efnisflokkar:
Allir að halda sér
,
Joakim Noah
,
Líkamsþróttur er eftirsóttur
,
Sælar stelpur
Monday, March 5, 2012
Saturday, February 25, 2012
Thursday, October 6, 2011
Subscribe to:
Posts (Atom)