Tuesday, January 31, 2012

Enn er verið að stökkva yfir fólk


Háloftafuglinn Jeremy Evans hefur verið ansi iðinn við kolann í troðslunum í vetur. Félagar hans hjá Utah Jazz reka nú litla herferð til að koma honum að í troðkeppninni um stjörnuhelgina. Hér vippar Evans sér yfir hinn 185 cm háa liðsfélaga sinn Earl Watson og treður. Matt Harpring sér um leikraddir.

Meira af D-Rose


Rosaleg handboltatroðsla frá Blake Griffin


Blake Griffin er kominn aftur á stjá. Farinn að ögra náttúrulögmálum og reyna að meiða aðra blökkumenn með körfuboltum. Það er fyrrum Boston-miðherjinn Kendrick Perkins sem fær hér yfir sig manngerðar náttúruhamfarir úr smiðju Griffin. Flestir á því að þetta sé troðsla ársins til þessa. Svo er fólk hissa á því að við vökum heilu næturnar yfir þessari æpandi fegurð!

Þú finnur hatrið ef þú leitar nógu vel


Dwyane Rose


Tom McMillen (1985)


Þegar Lucas litli tók slátur


Sunday, January 29, 2012

Lucas tekur slátur


LeBron James stekkur yfir körfuboltamann


Ný vinna


Vonandi gengur henni vel í Ædolinu. Þá getur hún kannski fengið sér almennilega vinnu.

Saturday, January 28, 2012

Hertu upp hugann


Láttu þetta ekki á þig fá, Shara. Þú verður alltaf í uppáhaldi hjá okkur þó þú hafir átt slæman dag á móti þessari Hvít-Rússa lufsu. Og þó þú sért með óberminu honum Sasha Vujacic.

Aðför að lífsgæðum


Úkraínska þáttaröðin "Draugar fortíðar" fjallar um áhrif geigvænlegrar ofnotkunar skordýraeiturs á árangur rúmenska landsliðsins í bridge á árunum 1932-33. Um er að ræða 28 heimildaþætti sem hver um sig er 90 mínútur á lengd og ótextaður.


Að vinna átján tíma vaktir í Álnabæ í samfleytt 209 vikur án þess að fá einn einasta frídag.
 Að þvo þessa bíla, bóna þá og aka svo hverjum einasta frá Gdańsk í Póllandi til Grenivíkur.Lesa Biblíuna afturábak á tælensku án þess að móðga femínista og útskýra í 600 blaðsíðna ritgerð þann glundroðakennda samhljóm sem finna má í Opinberunarbókinni og kenningum Werner Heisenberg.Ofangreind atriði eru dæmi um hvað heppilegra væri að taka sér fyrir hendur á laugardagskvöldi, frekar en að horfa á leik Charlotte Bobcats og Washington Wizards. Við vörum eindregið við þessum leik. Hann er aðför að lífsgæðum.

Ólíklegt verður að teljast...


... að mörgum sinnum í sögunni hafi körfuboltalið klæðst ljótari búningum samanlagt en LA Clippers og Memphis Grizzlies gerðu í fyrrakvöld. Frábær hugmynd hjá markaðsmönnum þessi kvöld þar sem farið er aftur til fortíðar og lið látin spila í gömlum búningum. Spurning hve mikið er framleitt af þessu og hvort safnarar eru þá ekki grimmir að versla þetta. Við myndum gera það, nema kannski í svona tilvikum.

Carlos spilar vörn


Orlando er að hugsa um eitthvað annað en körfubolta


Það er eitthvað að í Orlando. Ár og dagar síðan liðið hefur spilað svona illa.

Nú er eins og það sé fagnaðarefni í hvert sinn sem liðið nær tveggja stafa tölu í stigum í leikhluta.

Öll liðin í NBA fara í gegn um ljóta kafla í vetur og það má rekja til ómannúðlegs mótahalds. En Orlando er að díla við eitthvað annað. Þetta er lið sem lifir of mikið á því að dæla upp langskotum, en það á líka að heita með besta stóra manninn.

Auðvitað eiga menn ekki að örvænta þó lið tapi fjórum af sex leikjum, sérstaklega á svona fáránlegu tímabili eins og þessu, en það er eitthvað í vatninu í Orlando núna - og það er ekki Malt.

Kannski er komið að uppgjöri hjá þeim. Kannski að taka upp símann og gera eitthvað í þessu Howard leikriti. Það er að gera ökkur öll vitlaus - og við búum á Íslandi. Getur ekki verið gaman fyrir þá sem þurfa að standa í þessu dag frá degi.

Lifði langafi af leik með Orlando?


Þetta er baráttujaxlinn Jarrett Jack hjá New Orleans Hornets.

Leysir það verkefni að vera arftaki Chris Paul í borginni þjáðu. Stendur sig nokkuð vel með 17 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst.

Hefur verið varamaður lengst af á ferlinum og fer það betur en að vera í byrjunarliði.

Á myndinni er hann að knúsa langafa sinn Edward Thomas sem er ekki nema 102 ára gamall.

Ef gamli maðurinn lifði af að horfa á heilan leik með Orlando Magic í kvöld, má telja víst að hjartað í honum þoli að verða 130 ára.

Og með því að skrifa þessi síðustu orð, erum við að gæta þess að textinn flútti svona nokkurn veginn við myndina.

Annars er þetta svo ljótt.

Og þú sem hélst að...


... Will Ferrell og Valtýr Björn ættu ekkert sameiginlegt nema góðan húmor.

Thursday, January 26, 2012

Paul og Gasol fóru í hár saman


Pau Gasol er svo mikið krútt. Það var reglulega stutt í mönnum í grannaslagnum í Los Angeles í nótt. Eftir eina rimmuna klappaði Gasol létt á kollinn á Chris Paul, sem brást við reyður og skóflaði hendinni í grálúsuga gaddavírshrúguna á hausnum á Spánverjanum. Var ekki lengi að kippa hendinni til baka, enda hræra menn ekki í þeim ófögnuði.

Spurningar um hugarfar


"What was your mindset coming into tonights game?" er óhemju algeng spurning af vörum hliðarlínufréttamanna í sjónvarpsútsendingum frá NBA leikjum.

Pau Gasol var spurður að þessu eftir góðan sigur Lakers á grönnunum í Clippers í nótt.

Oftast afgreiðum við hugleiðingar sem þessar á Twitter, en þessi tiltekna pæling tekur meira pláss en 140 stafi.

Hvað í ósköpunum ætlast þessi sjónvarpsmaður til að fá út úr leikmanninum með svona spurningu? Svona í alvöru.

Lauslega þýtt er spyrillinn að fiska eftir því hvert hugarfar leikmannsins hafi verið áður en hann steig inn á völlinn.

Eru góðar líkur á því að Gasol hefði svarað á þessa leið: "Hugarfarið var hræðilegt. Við vissum að við myndum tapa þessum leik," eða: "Mér fannst það gott, enda hlustuðum við allir á Geirmund Valtýsson áður en við mættum til leiks."

Það er óhjákvæmilegt að detti inn klisjur í íþróttaviðtölum, en sumar spurningar eru bara vanvirðing við viðmælandann og áhorfendur heima í stofu. Hvað varðar þetta meinta viðtal við Pau Gasol í nótt hefði spyrillinn allt eins getað spurt Spánverjann hvað hann ætti margar plötur með Dio eða hvort fílaði tannkrem með lakkrísbragði.

Við verðum að fara að hrista eitthvað upp í þessu. Þetta gengur ekki svona lengur

(Mynd: Jim Gray kemur þessu máli ekkert við, en er bara ógeðslegur og því kjörinn í að undirstrika boðskapinn í pistlinum)

Durant meinaður aðgangur


Nóg af grjóti í meistarahring Mavs


Wednesday, January 25, 2012

Tuesday, January 24, 2012

TéMákur í tímanna rás


KR er komið með fullt af körfuboltamönnum


Þessi gaur var ekkert að grínast. Nýráðinn Neyðarkarl KR-liðsins Joshua Brown fór gjörsamlega hamförum þegar hann skoraði 49 stig og skaut KR-inga áfram í bikarnum eftir tvíframlengdan tryllir í DHL.

KR er allt í einu komið með helvítis helling af vopnum. Svo mörgum að breiddin í liðinu er orðin allt of mikil. Það eru ekki einu sinni til búningar fyrir stráka sem hvaða þjálfari sem er væri til í að hafa í sínum röðum. KR á eftir að verða hööörku lið þegar þessir nýju strákar spila sig inn hjá þeim. Virðast allir þrír vera spilarar.

Það er súrt að koma þessara stórspilara kosti þá sem fyrir voru mínútur og jafnvel búninga, en þeir sem ætla að fara að væla verða að hafa hugfast að þetta er KR sem við erum að tala um. KR er í þessu til að vinna. Það er nóg af veikari liðum þarna úti fyrir menn sem vilja sanna sig og spila margar mínútur. Ljótt að segja þetta, en svona er þetta bara krakkar.

Snæfell var með þennan leik á nokkrum tímapunktum líka. Sérstaklega sárnaði okkur að sjá leikstjórnanda liðsins fara illa að ráði sínu á vítalínunni og í opnum skotum á ögurstundu. En svona er þetta, það er rosalega auðvelt að sitja heima og gagnrýna. Því miður þarf einhver að tapa svona leikjum. Snæfell fær tækifæri til að hefna strax á fimmtudaginn í deildinni. Enginn ætti að missa af því.

Monday, January 23, 2012

Friday, January 20, 2012

Ástþór er búinn að tálga sig niður


Guten ´Tag


Greg Ostertag hefur ákveðið að hætta að leika körfuknattleik í annað sinn á ferlinum eftir stutta endurkomutilraun..

Að þessu sinni eru skórnir væntanlega komnir varanlega upp á hillu hjá þessum 38 ára gamla trúð.

Hann treysti sér ekki til að halda áfram að spila af því hann var farið að verkja svo mikið í hnén.

Ostertag hafði gælt við það að reyna að finna sér vinnu í NBA en kunnugir segja að hann hafi staðið sig þokkalega í þeim leikjum sem hann spilaði í D-deildinni.

Það er nefnilega þannig að stórir rulluspilarar geta oft alveg eins spilað í NBA eins og í neðri deildum. Sérstaklega ef þeir hafa reynslu og eru þokkalega að sér í undirstöðuatriðum leiksins.

Þannig var það með Ostertag. Hann tók pláss í teignum, setti hindranir, hirti fráköst og varði eitt og eitt skot.

Nú er hinsvegar ljóst að hann mun ekki gera það í NBA aftur, enda var hann búinn að valda nægum skaða þar á sínum tíma.

Nú er ekkert víst að ´Tag hefði fengið vinnu í NBA ef hann hefði getað haldið áfram í D-deildinni, en það er ekkert útilokað. Það segir okkur ýmislegt um stöðuna á miðherjastöðunni á þessum síðustu og verstu. Ostertag nálægt kommbakki og í nótt stefnir í að Eddy Curry fái smá bruna hjá Miami í fyrsta skipti í guð má vita hvað langan tíma. Ah, að vera hávaxinn.

Thursday, January 19, 2012

Með munninn fyrir ofan nefið

Lesendur NBA Ísland styrkja Barnaspítala Hringsins


Eins og þið munið vorum við hér á NBA Ísland að selja boli á síðustu vikum ársins 2011.

Tilgangurinn með bolasölunni var ekki aðeins að klæða lesendur síðunnar í falleg föt, heldur lofuðum við að allur hagnaður af bolasölunni færi í gott málefni.

Við tókum þá ákvörðun fyrir jólin að Barnaspítali Hringsins myndi fá að njóta góðs af þessum krónum sem söfnuðust í bolasölunni og nú höfum við komið þeim til skila.


Í stað þess að fara og versla fyrir jólin ákváðum við að bíða fram að útsölum í janúar og óhætt er að segja að það hafi margborgað sig. Keyptir voru tveir stórir kassar af kubbum fyrir mismunandi aldurshópa, stærðarinnar Playmo-spítali og fjórar DVD myndir með fjölbreyttu barnaefni.

NBA Ísland fékk mjög góðar móttökur á Barnaspítalanum. Það var hún Gróa Gunnarsdóttir leikskólakennari sem tók við gjöfunum og skilar hún þakklæti til rausnarlegra lesenda NBA Ísland sem lögðu sitt af mörkum í þessu skemmtilega verkefni.

NBA Ísland þakkar þeim lesendum sem keyptu boli kærlega fyrir þáttökuna. Framlag ykkar skiptir heldur betur máli og á vonandi eftir að gleðja mörg börn í framtíðinni.

Dick Bavetta hefur verið nokkuð lengi í körfubolta


Aldur og fyrri störf


Wednesday, January 18, 2012

Álag þýðir aukin meiddi


Álagið á leikmönnum í NBA deildinni er satt best að segja fáránlegt. Og þessi fullyrðing miðast við venjulegt 82 leikja tímabil. Taflan sem hent var upp vegna verkbannsins er einfaldlega geðveiki í sínu tærasta formi.

66 leikir á rúmum 120 dögum og ekkert undirbúningstímabil. Þetta er strax farið að koma niður á leikmönnum. Fjöldi þeirra er í jakkafötunum vegna meiðsla. Það sem er á margan hátt verra er að gæði margra leikja í vetur hafa verið vægast sagt hræðileg.

Fyrst vegna þess að liðin höfðu lítinn sem engan undirbúning og síðar vegna þess að margir leikmenn eru einfaldlega búnir á því. Það er ekkert grín að spila fjórum og fimm sinnum í viku í þremur tímabeltum. Það þyrfti ekki að koma á óvart þó einhver endaði á sjúkrahúsi eftir svona klikkun, kannski bæði með slitið hné og geðveikur.

Hér fyrir neðan má sjá meiðslalista sem ESPN tók saman í kvöld. Hann er fjarri því tæmandi og aðeins til að gefa smá hugmynd um hve illa leiknir menn eru í þessari brjáluðu törn.

Stuðningur


Kjötið - Nýjustu tölur


Grindvíkingar eru orðnir frekar hrikalegir


Ryan "Robocop" Pettinella hefur ákveðið að snúa aftur í herbúðir Grindvíkinga. Hittir þar fyrir sjálfan J'Nathan "Predator" Bullock sem kallar ekki allt ömmu sína. Okkur er til efs að jafn hrikalega kjötaðir samherjar hafi staðið hlið við hlið í teig á Íslandi fyrr. Ætli þeir muni slást um ellefuna hjá Grindavík? Myndum borga okkur inn til að sjá það.

NBA Ísland í Vrsac í Serbíu


Tuesday, January 17, 2012

Ofuríþróttamenn eiga stórafmæli


Við erum ekki mikið fyrir stjörnufræði en það er eitthvað við menn sem fæðast þann 17. janúar.

Svo skemmtilega vill til að tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar eiga stórafmæli þennan dag.

Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami er þannig þrítugur í dag og vinsælasti hnefaleikari sögunnar, Muhammad Ali, er sjötugur.

Vel má vera að fleiri frábærir íþróttamenn eigi afmæli þennan dag, en þessir tveir eru ekkert blávatn.

Monday, January 16, 2012

Sunday, January 15, 2012