Tuesday, June 28, 2011

Lói


Monday, June 27, 2011

Sunday, June 26, 2011

Schrempf


Monday, June 20, 2011

Lewis, Bias og bölvunin


Reggie Lewis hafði nýverið tekið við keflinu af Larry Bird sem aðalmaðurinn hjá Boston þegar hann lést úr hjartaáfalli aðeins 27 ára að aldri árið 1993.

Þetta var svart sumar í sögu NBA því aðeins nokkrum vikum áður lést Króatinn Drazen Petrovic í bílslysi.

Lewis var þegar orðinn stjörnuleikmaður þegar hann lést og hefði eflaust haldið áfram að bæta sig ef hann hefði ekki fallið frá. Lewis var með hjartagalla.

Við skorum á yngri kynslóð NBA áhugamanna að kynna sér verk Lewis ef þeir hafa ekki þegar gert það. Þeir sem horfðu á hann spila muna hvílíkur gæðaleikmaður hann var.

Það hefði verið forvitnilegt að sjá hvernig hlutirnir hefðu þróast hjá Boston ef bæði Lewis og Len Bias hefðu lifað. Ótrúlegt að hugsa til þess að Boston hafi tvö ár í röð tekið gæðaleikmenn í nýliðavalinu sem báðir létust í blóma lífsins.

Boston tók Len Bias með öðrum valrétti í nýliðavalinu árið 1986 en hann lést tveimur dögum síðar úr of stórum skammti af kókaíni. Þegar þetta er ritað eru reyndar nákvæmlega 25 ár upp á dag síðan hann lést.

Margir vilja meina að Bias hefði orðið einn allra besti leikmaður NBA deildarinnar ef hann hefði lifað, en ljóst er að hann hefði í versta falli orðið mikill liðsstyrkur fyrir Celtics. Mikilsvirtur maður sem fylgdist með Bias spila í háskóla lýsti honum sem "Michael Jordan with a jumpshot."

Árið eftir notaði Boston 22. valrétt til að taka Reggie Lewis sem segir okkur hve mikinn gullmola félagið fann þetta seint í háskólavalinu. Þessi draumur breyttist svo í martröð aðeins sex árum síðar.


Hér fyrir neðan er skemmtilegt myndbrot með Lewis í essinu sínu þar sem hann afrekar nokkuð sem óvíst er að nokkur maður hafi toppað fyrr né síðar.

Saturday, June 18, 2011

Thursday, June 16, 2011

Wednesday, June 15, 2011

DeShawn Stevenson drekkur áfengi


Svona lítur DeShawn Stevenson út þegar búið er að handtaka hann, ráfandi um ofurölvi.

Og svona lítur hann út á prófílmyndinni sinni á helstu körfuboltasíðum.
Er óhætt að áætla að hann hafi verið drukknari þegar prófílmyndin var tekin?

Tuesday, June 14, 2011

Hugguleg forsíða nýjasta SI


Nostradamus


Fimm mínútum áður en flautað var til leiks í fyrsta leik Miami og Dallas í úrslitaseríunni skrifuðum við:

Dallas gæti unnið af því liðið er með meiri breidd en Miami.
Dallas gæti unnið af því Dirk Nowitzki hefur aldrei verið betri.
Dallas gæti unnið af því liðið er sjóðheitt, hefur unnið tíu af síðustu ellefu og boltahreyfingin hefur verið dásamleg.
Dallas gæti unnið af því Miami finnur ekki leið til að stöðva JJ Barea(!)
Dallas gæti unnið af því liðið er fullt af reynsluboltum sem allir eru mjög hungraðir í að vinna titil
Dallas gæti unnið af því liðið er með reyndari þjálfara en Miami.

Dallas verður að vinna leik eitt eða tvö í Miami til að eiga séns í þessu einvígi. Það hentar liðinu betur að byrja á útivelli en þegar fram í sækir er heimavöllurinn auðvitað gulls ígildi.
Við höldum með hvorugu liðinu. Værum til í að sjá Dirk vinna titilinn og værum alveg til í að sjá Miami tapa. Það er ekki hægt að spá fyrir um þetta. Óttumst að Miami hafi betur en spáum Dallas 4-2 sigri.

Þetta var þokkalegur Nostradamus. Litlu við þetta að bæta í rauninni. Sérstaklega ekki þegar haft er í huga að ritstjórnin er í veikindum og hefur ekki anda eða orku í að skrifa eitthvað rosalega gáfulegt um þetta alveg strax.

Það verður nægur tími til að skrifa næstu daga. Mikið var þetta frábær leiktíð.

Stuttmynd: Kvöldið sem Dallas varð meistari


Monday, June 13, 2011

Dallas-menn skemmtu sér á kunnuglegu hóteli


Það gengur erfiðlega hjá okkur að ná utan um það sem gerðist í gær. Að Dallas sé orðið NBA meistari. Við glímum við heilsubrest.

Hversu stórkostlegt er það samt að Dallas hafi gist á sama hóteli og það gisti á árið 2006 þegar það tapaði þremur leikjum í röð gegn Miami í úrslitunum. Avery Johnson lét leikmenn reyndar flytja út af hótelinu þegar þeir höfðu tapað leikjum þrjú og fjögur í það skiptið.

Dallas-menn eru ekki hjátrúarfullir og ákváðu að gista aftur á Fontainebleau hótelinu í Miami og héldu þar smá fyrirpartý áður en þeir fóru út á lífið eftir sigurinn í gær. Þetta Fontainebleau hótel var í fréttunum fyrir ekki margt löngu þegar mamma hans LeBron James veittist þar ölvuð að starfsmanni sem vildi ekki færa henni bílinn hennar. Svona er... heimurinn lítill stundum.

Hey, kíktu á myndir úr gleðinni, þar sem m.a. má sjá viðurstyggðina Lil Wayne og Dirk Nowitzki með áhugaverð gleraugu að þamba böbblí af stút. Mynd tvö sýnir svo annað hvort að Jason Terry er með blindan klæðskera eða að hann hefur laumað sér í jakkann hans Brian Cardinal. Neðsta myndin gæti auðveldlega heitið MAFS.Best að klára þetta frá fyrst

Friday, June 10, 2011

Dallas er komið með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu


Þetta var leikurinn sem við vorum búin að bíða eftir frá Dallas. Heimaleikur þar sem hittnin var góð, Dirk á pari og þeir Barea og Terry að skila vel í sókninni. Frábær hittni Dallas þýddi að liðið mátti við því að vera útfrákastað. Vel gert hjá Dallas að ná forystu í einvíginu og búa sér í leiðinni til ágætan séns á titlinum.

Miami fékk líka fínt framlag frá aukaleikurum en allra augu beinast auðvitað að LeBron James. Hann spilaði mjög vel og var með þrennu (17/10/10) en tók lítið sem ekkert til sín í fjórða leikhlutanum frekar en undanfarið. Sendingar hans og það sem hann var að skapa fyrir aðra var reglulega flott, en það verður einhver að slútta.

Það gekk ekkert hjá Miami í sókninni undir lokin og þó fólk langi að nota þetta tækifæri til að hengja LeBron James, er þetta alls ekki nýtt vandamál hjá Heat. Liðinu gekk ömurlega í jöfnum leikjum í allan vetur. Wade er sá sem lokar hjá Miami í þessari seríu og meiðslin hans hafa trúlega ekki hjálpað honum í kvöld. Meiðsli hafa heldur ekki hjálpað Dallas, svo við ræðum það ekkert frekar.

Þetta úrslitaeinvígi er hágæða skemmtun og ekkert annað. Mikið má vera ef við fáum ekki leik sjö annað árið í röð bara. Kemur í ljós á sunnudaginn, það yrði ekki leiðinlegt. Restin af einvíginu fer fram í Miami, sem gerir þetta enn meira spennandi. Miami menn geta huggað sig við að vera með heimavöllinn ef þeir eru hræddir við að lenda undir 3-2.

P.s. - Mörgum er mál að drulla yfir LeBron James en það ætlum við ekki að gera. Það er pistill á leiðinni um James og hvað við eigum að halda um hann. Líklega verður hann þó ekki skrifaður fyrr en eftir að úrslit liggja fyrir, þó það skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli.

Spenna


Wednesday, June 8, 2011

Laettner


Hnefi


Þeir eru ennþá í deildinni


Dallas jafnaði metin gegn MiamiÞetta var ekki glæsilegur leikur. Frekar ólíklegt að við sjáum hann rúlla aftur á ESPN Classic eða NBATV. En hann var skemmtilegur alveg eins og fyrstu þrír.

Nú er Miami búið að gefa frá sér tvo leiki sem það gat auðveldlega unnið. Leikurinn í nótt var ekki jafn mikil skita og annar leikurinn af hálfu Miami, en hann var þarna, þeir þurftu bara að taka hann.

Það var lok á körfunum. Dirk fær fyrirsagnirnar af því hann er veikur en Tyson Chandler var maður leiksins hjá Dallas. Án hans hefði liðið ekki unnið þennan leik. Terry er enn ekki að skila nógu miklu þó hann hafi verið stór í fjórða leikhlutanum í kvöld og Barea fann sig ekki betur í byrjunarliðinu en á bekknum. Dallas er búið að brenna af óhemju fjölda galopinna skota í þessu einvígi og það hlýtur bara að koma að því að liðið hitti á góðan leik í þeim efnum. Fimmti leikurinn er síðasti séns til þess. Vel gert hjá þeim að jafna þetta og gera þetta að seríu fyrir okkur.

Af Miami er það helst í fréttum að Dwyane Wade heldur áfram að spila eins og hann sé andsetinn. Hann var fáránlega góður í nótt. Klikkaði á stóru víti og missti boltann í síðustu sókninni, sem skemmir auðvitað fyrir, en hann var í stríði frá fyrstu mínútu. Það eru forréttindi að fá að sjá þennan mann spila körfubolta. Elskar að spila í lokaúrslitum og fórnar sér í allt. Veit líka hvað til þarf.

Það verður væntanlega mikið skrifað um frammistöðu LeBron James og stigin hans átta. Hann átti mögulega lélegasta leik sinn á ferlinum í úrslitakeppni. Það er eitt að vera í því hlutverki að búa til en annað að sýna enga grimmd í sóknarleiknum eins og hann gerði í þessum leik. Wade dró vagninn eins og hann hefur gert allt einvígið, en James getur ekki bara staðið úti í horni og nagað neglurnar. Þetta var furðulegt. Eins og Delonte West hefði kíkt í heimsókn. Þetta gengur ekki og LeBron og aðrir í Miami-liðinu verða að fara að taka Wade til fyrirmyndar og taka slaginn eins og menn.

Allir sem hafa gaman af körfubolta gleðjast yfir því að staðan sé orðin 2-2 og ljóst að við fáum amk sex leiki í þessu einvígi. Einn sigur getur breytt mjög miklu í lokaúrslitum og þessi gerir það. Dallas var sært fórnarlamb fyrir leikinn í kvöld en beit frá sér og fær nú annan séns til að taka frumkvæðið. Það mistókst í leik þrjú en það verður að takast í leik fimm á fimmtudaginn. Verður.

LeBron finnur Wade


Tuesday, June 7, 2011