Tuesday, June 14, 2011

Nostradamus


Fimm mínútum áður en flautað var til leiks í fyrsta leik Miami og Dallas í úrslitaseríunni skrifuðum við:

Dallas gæti unnið af því liðið er með meiri breidd en Miami.
Dallas gæti unnið af því Dirk Nowitzki hefur aldrei verið betri.
Dallas gæti unnið af því liðið er sjóðheitt, hefur unnið tíu af síðustu ellefu og boltahreyfingin hefur verið dásamleg.
Dallas gæti unnið af því Miami finnur ekki leið til að stöðva JJ Barea(!)
Dallas gæti unnið af því liðið er fullt af reynsluboltum sem allir eru mjög hungraðir í að vinna titil
Dallas gæti unnið af því liðið er með reyndari þjálfara en Miami.

Dallas verður að vinna leik eitt eða tvö í Miami til að eiga séns í þessu einvígi. Það hentar liðinu betur að byrja á útivelli en þegar fram í sækir er heimavöllurinn auðvitað gulls ígildi.
Við höldum með hvorugu liðinu. Værum til í að sjá Dirk vinna titilinn og værum alveg til í að sjá Miami tapa. Það er ekki hægt að spá fyrir um þetta. Óttumst að Miami hafi betur en spáum Dallas 4-2 sigri.

Þetta var þokkalegur Nostradamus. Litlu við þetta að bæta í rauninni. Sérstaklega ekki þegar haft er í huga að ritstjórnin er í veikindum og hefur ekki anda eða orku í að skrifa eitthvað rosalega gáfulegt um þetta alveg strax.

Það verður nægur tími til að skrifa næstu daga. Mikið var þetta frábær leiktíð.