Wednesday, September 28, 2011

Óskalag


Við höfum aldrei áður tekið við óskalagi hérna, en það verða að vera undantekningar á reglunum. Tevez-málið er hið leiðinlegasta og það hryggir okkur. Við reynum samt alltaf að finna spaugilegu hliðarnar á málunum, enda að rifna úr lífsgleði eins og oft hefur komið fram.

Eðlisfræði


Skelltum okkur í Sláturhúsið til að slá á fráhvörfin í kvöld. Sáum að minnst tveir hlutir hafa ekki breyst neitt síðan á síðustu leiktíð. Helgi Jónas mun slíta af sér allt hárið ef hann reddar sér ekki leikstjórnanda helst í gær - og Ólafur Ólafsson lýtur enn ekki sömu lögmálum og við hin þegar kemur að þyngdarafli og annari eðlisfræði.

Jarryd Cole hjá Keflavík tók þetta huggulega hook-skot í teignum og ef þú skoðar myndirnar hér fyrir neðan (smelltu til að stækka) sérðu að Ólafur stendur enn með lappirnar á jörðinni þegar skotið er að verða komið hálfa leið á körfuna. Goaltending, smoaltending, þessi drengur er rannsóknarefni. Þetta er ekki hægt!*



















Annars verður gaman að sjá bæði þessi lið spila í vetur. Grindavíkurliðið virðist vera óhemju vel mannað en vantar bara leikstjórnanda. Keflavík á eftir að slípa útlendingana inn í þetta, ef þeir verða þá áfram, og það verður gaman að sjá þá kljást við Stjörnuna í Ásgarði á föstudagskvöldið. Það er farið að styttast í þetta mót, Guði sé lof.


* Nei, þetta er ekki hægt, sama hvernig við snúum merkingu orðsins "hægt"

Monday, September 26, 2011

100%


Reyndu að horfa á þetta án þess að hreyfa höfuðið...



Saturday, September 24, 2011

Öskubakkinn


Það var ekkert eðlilegra en að vera með öskubakka út um alla íbúð árið 1979. Menn voru með öskubakka á klósettinu og margir eflaust í sturtuklefanum. En af hverju var Magic Johnson með öskubakka á gólfinu við hliðina á símanum? Bara svona ef honum datt í hug að fíra upp í einni meðan hann spjallaði við mömmu gömlu?

Litháen lagði línurnar í tískunni


Svo þú heldur að þú getir verið á körfuboltaspjaldi


Ljót körfuboltaspjöld eru rannsóknarefni út af fyrir sig. Þetta eintak með Danny Manning fellur í þann flokk. Einstaklega ljótt og asnalegt.

Áhugaverð hugmynd að skera út mynd af honum þar sem hann er að stíga út í frákasti og gónir upp í loftið eins og hann hafi séð Fokker 50 með tjaldvagn. Litirnir skrautlegir eins og tíðkaðist á tíunda áratugnum.

























Við nánari skoðun er reyndar eins og hann sé að rífa þetta upp á dansgólfinu. Hann er lítur eðlilegar út við að tvista við Míu og Vincent en hann gerir svona einmanna á þessu hræðilega körfuboltaspjaldi.

Bolur vikunnar


Kíkjum á þetta


Íslandsmeistaramótið í Stinger fer fram í Seljaskóla um næstu helgi. Peningaverðlaun í boði og einhverjar byssur staðfestar til leiks. Meira um það hér. Flott upphitun fyrir Iceland Express deildina, sem hefst eftir um það bil átján mánuði samkvæmt okkar tímatali.

Wednesday, September 21, 2011

Það er farið að bera á körfubolta


Það er alltaf leiðinlegt að hanga eftir því að körfuboltinn fari af stað svona á haustin.

Ekki hefur verkbannið í NBA gert okkur lífið léttara veturinn 2011. Iceland Express deildin fer ekki af stað fyrr en langt er liðið á októbermánuð, en þangað til ætlum við að kíkja á eitthvað af upphitunarmótunum til að slá á mestu fráhvörfin.

Með hjálp karfan.is fengum við lista yfir það sem er framundan.

Reykjanesmótið:

Föstudagur 23. september klukkan 19:15
Grindavík - Breiðablik í Röstinni
Stjarnan - Haukar í Ásgarði
Njarðvík - Keflavík í Ljónagryfjunni

Þriðjudagur 27. september klukkan 19:15
Haukar - Breiðablik á Ásvöllum
Njarðvík - Stjarnan í Ljónagryfjunni
Keflavík - Grindavík á Sunnubraut

Fimmtudagur 29. september klukkan 19:15
Grindavík - Haukar í Röstinni

Föstudagur 30. september klukkan 19:15
Breiðablik - Njarðvík í Smáranum
Stjarnan - Keflavík í Ásgarði

Reykjavíkurmótið:

Fimmtudagur 22. september
18:30 DHL-höllin KR – Þór Þorlákshöfn
19:00 Dalhús Fjölnir – ÍR

Þriðjudagur 27. september
20:15 Seljaskóli ÍR - Ármann

Fimmtudagur 29. september
18:00 Seljaskóli A3-B3
19:20 Seljaskóli A2-B2
20:45 Seljaskóli A1-B1

Riðlar:
A-Riðill
KR
Valur
Þór Þorlákshöfn

B-riðill
ÍR
Fjölnir
Ármann

Sunday, September 18, 2011

Friday, September 16, 2011

Wednesday, September 14, 2011

Sunday, September 11, 2011

Verkbannið er enn í gangi...


... ef það hefur farið framhjá þér. Þetta er að verða dálítið ömurlegt.

Saturday, September 10, 2011

Wednesday, September 7, 2011

Rusl sem lúkkar vel


Þetta er dálítið smekklegur trailer hjá 2K mönnum, því er ekki að neita.



Þessi leikur verður sama ruslið í spilun og forveri hans.

Tölvuleikjaframleiðendur eru auðvitað ekki í bransanum til að búa til spilanlega leiki. Þeir eru í þessu til að græða. Og þá þarf bara að búa til flottan trailer og þá rjúka allir út í búð og kaupa eintak.

Ekki við.

Monday, September 5, 2011

Goðsagnir























Thursday, September 1, 2011

Til hamingju með daginn, Timbo og Vinnie



Heitasta...


Blogger er að skipta um editor. Sá nýjasti lítur hræðilega út. Dálítið eins og Tumblr. Engin leið að finna nokkurn skapaðan hlut.

"Ekki laga það ef það er ekki bilað," er útdautt mottó á þessum síðustu og verstu. Nú er það "ef svo ólíklega vill til að það virki, breyttu því svo það virki örugglega ekki!"

Hitler varð ekki svona gramur...

Hvað um það. Hérna er LJ. Það mátti nota þessa skó hans, enda voru þeir ekki netforrit.