Saturday, September 24, 2011

Svo þú heldur að þú getir verið á körfuboltaspjaldi


Ljót körfuboltaspjöld eru rannsóknarefni út af fyrir sig. Þetta eintak með Danny Manning fellur í þann flokk. Einstaklega ljótt og asnalegt.

Áhugaverð hugmynd að skera út mynd af honum þar sem hann er að stíga út í frákasti og gónir upp í loftið eins og hann hafi séð Fokker 50 með tjaldvagn. Litirnir skrautlegir eins og tíðkaðist á tíunda áratugnum.

Við nánari skoðun er reyndar eins og hann sé að rífa þetta upp á dansgólfinu. Hann er lítur eðlilegar út við að tvista við Míu og Vincent en hann gerir svona einmanna á þessu hræðilega körfuboltaspjaldi.