Wednesday, March 22, 2017

Vörutalning marsmánaðar í austri og vestri


Ekki halda að við séum ekki með móral yfir því hvað við sinnum ykkur lesendum illa þessi dægrin, þegar sauðburðurinn er þegar hafinn hér heima og línur að skýrast inn í úrslitakeppnina í NBA deildinni. Þess vegna ætlum við að taka hér stutta vörutalningu, smá yfirlitsflug og skoða hvað er að gerast í NBA núna. Hvað skiptir máli og hvað ekki, hvað er áhugavert og hvað ekki. Allur sá djass.

Byrjum fyrir austan. Við byrjum alltaf þar, af því það er... þið vitið. Austrið. Áður en lengra er haldið er rétt að vara ykkur við því að þessi pistill, sem hugmyndin var að yrði 2.000 orð til að byrja með, er reyndar nær því að vera 20.000 orð.

Æ, þið vitið hvernig þetta er stundum. Við höfum náttúrulega ekki skrifað mikið að undanförnu og ekkert gengur að fá fólk í hlaðvarp, svo þið verðið þá bara að sætta ykkur við að fá svona aurskriðu af pistli í andlitið í dag í staðinn.

Ekki gleyma því að þetta er allt ókeypis ennþá og ef þú nennir ekki að lesa nema t.d. hvað við segjum um liðið þitt, þá geturðu bara skrollað niður, lesið það og drullað þér út. Ekkert vesen. Drífum okkur í að skoða liðin og hvað er að gerast. Fyrst austur.Austurdeildin okkar er búin að vera dálítið undarleg að undanförnu. Lið að hóta því að fara fram úr Cleveland í töflunni, en ekkert þeirra er enn búið að taka fram úr LeBron og félögum af því þau eru ekki nógu góð til að gera það - og það þó Cleveland sé búið að rétta þeim lyklana að toppsætinu og bjóða þeim að taka fram úr sér - og fá ís í eftirmat.

Með þessu ranti erum við svo sem ekki að drulla yfir það sem Boston, Washington og ætli við verðum ekki að segja Toronto, eru að reyna að gera. Þau eru bara ekki betri en þetta greyin.

Að þessu sögðu, er auðvitað bara einni spurningu ósvarað í austrinu. Sömu spurningu og við höfum öll spurt okkur undanfarin ár:

Ætlar eitthvað af þessum liðum þarna í austrinu að gera meira en að vera sæt og vinna tvo leiki á móti LeBr... eh, Cleveland, í úrslitakeppninni?

Stutta svarið er nei. Og það þrátt fyrir að Cleveland hafi verið að sýna á sér ákveðin veikleikamerki í vetur, t.d. með því að tapa annað slagið körfuboltaleikjum.

Það eru búin að vera mikil meiðsli í liði Cleveland og þar er mikið af nýjum mönnum sem þarf að slípa inn í prógrammið - og þeir eru misgóðir og missprækir auðvitað.

En þið vitið jafnvel og við að ef LeBron James verður í þokkalegu standi í úrslitakeppninni og meðreiðarsveinar hans með lágmarks meðvitund, er ekkert lið í austrinu ennþá sem getur sent hann í sumarfrí. Það er bara þannig.

En ef LeBron er of þreyttur eða meiddur - og ef menn eins Kyrie Irving og Kevin Love eru ekki heilir heldur? Þá getum við farið að ræða óvænta hluti. En ekki fyrr. Sorry.

Það er bara þannig og þið vitið það, þó lið eins og Boston, Washington og Toronto séu örugglega alveg til í að lemja Cleveland-menn aðeins á leið sinni í úrslitin að þessu sinni.

Þau eru bara öll einum eða tveimur góðum leikmönnum frá því að gera einhverja alvöru úr því eins og staðan er í dag.

Við skulum pæla betur í þessu þegar úrslitakeppnin byrjar og við sjáum meiðslalistana hjá liðunum sem um ræðir. Þeir ráða þessu auðvitað alltaf, alveg sama hvort það er í austri eða vestri. Því miður.

P.s. - Jú, jú, við erum alveg búin að sjá hvað Miami er búið að vera að gera undanfarið. Það sem gerðist þar var að Dwyane Wade fór og Spoelstra þjálfari rétti Goran Dragic boltann og raðaði skyttum í kring um hann.

Þessi hópur ógæfumanna hefur heldur betur smollið saman undir öruggri stjórn frábærs þjálfara sem fólk var búið að gleyma að væri frábær. Niðurstaðan er heitasta lið Austurdeildarinnar síðan um áramót eða svo. Magnað og skemmtilegt - ekkert að þessu.

Þetta er samt orðið yfirdrifið nóg af rausi um þessa Austurdeild og þú veist það. Drífum okkur aftur vestur. Það er eina vitið. Byrjum á því að skoða toppliðin og höldum svo hægt en örugglega niður töfluna. Mikið hrikalega erum við fegin að það eruð þið en ekki við sem þurfið að lesa allt þetta torf, lol...Hlutirnir eru alltaf skemmtilegri í vestrinu og þeir eru það líka í dag, þó að uppröðun liða í úrslitakeppnina hafi að hluta til verið fyrirsjáanleg um hríð. Auðvitað hreppa erfiðleikar Golden State allar fyrirsagnir fjölmiðlanna og það er eðlilegt. Það er fréttamatur þegar ofurlið hiksta í fyrsta sinn, þó það nú væri.

Það sem er að gerast hjá Golden State, fyrir utan það að einn besti körfuboltamaður heims, sem liðið er búið að vera að púsla inn í sóknarleikinn sinn í allan vetur, er núna meiddur af því að floppandi auminginn sem á að heita miðherjinn hans kastaði sér á hnéð á honum eins og fáviti.

Já, Kevin Durant er með fokkt opp hné af því að vælandi fjallið af manninum Zaza Pachulia sem á að heita maðurinn í miðjunni hjá Golden State, lét pólskan hnefaleikara henda sér á hnéð á honum. Þetta er ekkert flóknara.

Flúk meiðsli gerast, en það var ekkert flúk við það hvernig þetta gerðist hjá Durant ræflinum. Pachulia kastaði sér á hnéð á honum eins og floppandi, grenjandi, vælandi, dúkkulísan sem hann er.

Og úr því við erum að óhreinka okkur við það að tala um Zaza Pachulia á annað borð... hefur einhver séð hann klára skot í teignum í vetur? Nei, svona í alvöru?

Ef maðurinn fær boltann í teignum, kjúar hann Imp-inn í Doom 2 gólið sitt og hendir boltanum eitthvað út í loftið!

Ef hann fær boltann nálægt hringnum, gefur hann tuðruna frekar á lítinn bakvörð undir körfunni en að drullast upp og slútta eins og fullorðinn einstaklingur!

Þetta er gjörsamlega óþolandi! Í guðanna bænum grow a pair, þarna georgíska grænmetisætan þín!

Þú skalt ekki voga þér að gera lítið úr þessu, lesandi góður. Zaza Pachulia er óþolandi íþróttamaður á Diego Costa-mælikvarða, bara á dálítið ólíkan hátt.

Costa er aðallega óþolandi af því hann er &@&$&xx%$$&x; en Pachulia er óþolandi af því hann er svo mikill aumingi.

Það var stundum átakanlegt að horfa á Andrew Bogut athafna sig í kring um körfuna í sóknarleiknum þegar hann mannað miðjuna hjá Warriors, en hann gat amk slúttað þegar færi gafst. Bara PAKKAÐ tuðrunni þegar hann fékk hana í teignum!

Zaza gæti ekki pakkað kókópöffsi þó hann missti það í klofið á sér á meðan hann er að horfa á endursýninguna á Glee-maraþoninu sínu. Ekki dissa þetta. Þetta skiptir máli.

Það er svo hrikalega fagurfræðilegt turn-off að sjá svona trúð eins og Pachulia eiga að reka endahnútinn á sóknir hjá svona fallegu körfuboltaliði. Við vitum alveg að hann er ekkert að gera mikið af því að reyna að skora (hann forðast það reyndar eins og hann getur), en við þurfum ekki að sjá nema 3-4 svona grenjur frá honum til að fara í vont  skap og byrja að hugsa um að skipta yfir á Útsvar eða hreinlega bara á næsta Brooklyn-leik!


En ókei. Eigum við þá sem sagt að hafa áhyggjur af liði Warriors, úr því það er nú allt í einu farið að tapa körfuboltaleikjum eins og venjuleg lið lenda í reglulega?

Thursday, March 16, 2017

Frá ritstjórn


Úrslitakeppnin hjá strákunum í körfuboltanum hér heima hófst í kvöld með sigri KR á Þór frá Akureyri. Við erum með talsvert samviskubit yfir því að hafa ekki boðið ykkur upp á smá upphitunarhlaðvarp áður en herlegheitin hófust, en þetta samviskubit er reyndar ekkert annað en meðvirkni og uppgerð, því það er fjandakornið ekkert okkur að kenna þó þið hafið ekki fengið hlaðvarpið ykkar.

Viðmælendur okkar og sérfræðingar sem gefið hafa tíma sinn til að hlaða með okkur vörp hafa bara ekki alltaf tíma - og við ekki heldur. Svona er þetta stundum í áhugamennskunni. Þetta er ekki alltaf þarna, en það er frítt, fjandakornið.

Fyrir þau ykkar sem enn þyrstir í upphitanir, bendum við á frábært spjall þeirra Teits Örlygssonar goðsagnar, Tómasar Þórs Þórðarsonar á Fréttablaðinu/Vísi og Ólafs Þórs Jónssonar frá karfan.is við hann Dodda á Sportrásinni í vikunni. Þar er á ferðinni tæpitungulaust og tæmandi uppgjör á vetrinum í karlaboltanum og spáð í spilin fyrir úrslitakeppnina. Gæðaefni það, eins og búast má við frá öðrum eins úrvalsmannskap.Ef við vindum okkur aðeins vestur um haf, eru tvær tegundir af fréttum að ríða húsum í NBA heiminum. Annars vegar vandræðagangur á öllum mögulegum liðum, aðallega Warriors náttúrulega, og hinsvegar þetta ógurlega kapphlaup um nafnbótina Verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar.

Við erum eitthvað búin að taka þátt í þessum MVP-umræðum sem eru í gangi núna og satt best að segja hefur okkur oftar en einu sinni langað að leggja okkar lóð fastar á þær vogarskálar, en sem betur fer létum við það eiga sig. Tvennt kemur þar til: Annars vegar er allt of stutt eftir af tímabilinu og hinsvegar eru sveiflurnar í kapphlaupinu svo miklar og svo margir kandídatar að það væri glapræði að skrifa sig út í horn með það á þessum tímapunkti.

Reyndar tókum við stóra ákvörðun í þessum efnum í dag. Ef ekkert breytist stórkostlega í deildinni á þessum örfáu vikum sem eftir eru af deildarkeppninni, stefnir allt í það að þið fáið tvo spikfeita pistla tengda MVP-titlinum áður en úrslitakeppnin hefst. Glöggir lesendur átta sig kannski á því hvert efni pistlanna verður, en hafið ekki áhyggjur, þið fáið öll að lesa þá. Báðir pistlarnir eru svo sem komnir langt með að skrifa sig sjálfir, ef svo má segja, en til öryggis er best að bíða þangað til boltarnir hætta að skoppa í deildarkeppninni þann 12. apríl (úrslitakeppnin hefst 15. apríl).Án þess að fara mikið nánar út í þá sálma hér, er ljóst að þetta MVP-kapphlaup í NBA í ár er með þeim svakalegri sem sést hafa í sögu deildarinnar og það eru engar ýkjur. Þið þurfið ekki annað en að skoða útúr steraða tölfræðina sem nokkrir af kandídötunum í ár eru að bjóða upp á í vetur.

Þessar sveiflur eru afsprengi þessarar nýju NBA deildar sem við höfum verið að segja ykkur frá undanfarin misseri og jafnvel ár. Stökkbreytingarnar sem orðið hafa á spilamennsku í deildinni að undanförnu hafa verið gríðarlegar og eru raunar svo miklar að þær gera störf forráðamanna félaganna í NBA deildinni enn erfiðari en þau voru áður. Bætið svo við þetta nýjum (og frekar glórulausum) kjarasamningum leikmanna og starf framkvæmdastjórans í NBA deildinni er orðið álíka spennandi og knattspyrnudómarastarfið í Argentínu.

Kannski erum við orðin svona gömul, en allar þessar breytingar rugla okkur stundum í ríminu. Stundum finnst okkur hreinlega sem við þekkjum ekki deildina okkar lengur. NBA-deildin sem við ólumst upp við - þessi með Magic, Bird og Jordan - meikaði oftast sens. Bestu leikmennirnir voru í bestu liðunum, bestu leikmennirnir fengu MVP-styttur og unnu meistaratitla og bestu liðin unnu. Það var bara þannig. Og það var frábært.Undanfarin tíu ár - og allra helst síðustu c.a. 3-4 ár - hefur þetta allt saman breyst. Mennirnir sem kjörnir eru leikmenn ársins í deildarkeppninni vinna alls ekki alltaf meistaratitla og bestu liðin vinna ekki endilega alltaf titlana.

Vængmenn sem áttu erfitt með að hanga í deildinni og eyddu fyrstu árum sínum í henni á 10 daga samningum, urðu skyndilega þyngdar sinnar virði í gulli, leikstjórnendur fóru að taka flest skot allra í liðum sínum, miðherjastaðan (stein) dó - en lifnaði svo aftur við með látum eftir að hafa drepið skotbakvarðarstöðuna og rænt úr henni hjartanu, allt byrjaði að ganga út á að teygja á vörnum andstæðinganna með því að láta skotglaðan leikstjórnanda spila vegg og veltu með stórum manni sem annað hvort var heimsklassa íþróttamaður og/eða skytta og umkringja þá með eintómum langskyttum, tölfræðinördar fengu hálaunastörf, fram komu einhyrningar og skyttur sem voru svo magnaðar að það gretti sig enginn þó þær tækju 3ja stiga skot nær miðju en þriggja stiga línu - og það helst í hraðaupphlaupum.Já, það eru örar breytingar í deildinni okkar í dag, en að okkar mati eru þær enn sem komið er jákvæðar. Ef við eigum að vera hreinskilin, er ekkert rosalega langt þangað til að 3ja stiga skotgleðin síaukna í deildinni gæti endað í einhverri hringavitleysu, en við erum amk ekki komin þangað ennþá.

Það hafa oft verið fleiri betri lið í deildinni en nú er (og við höfum vælt yfir því hér), en við erum tilbúin að rökræða við hvern sem er, hvar sem er, að deildin hafi líklega aldrei átt eins ríkulegt magn af leikmönnum sem eiga enga sína líka í sögu deildarinnar og flestir þessir leikmenn eru einmitt einstakir af því þeir eru svo hrikalega góðir í körfubolta.

Við höfum ekki hugmynd um hvaða lið vinnur meistaratitilinn í NBA deildinni sumarið 2017 - hvort það verður besta liðið sem nær að landa þessu, eða næstbesta liðið, eða bara eitthvað... rugl. Það getur enginn spáð í það á vitrænan hátt á þessari stundu og ef það er ekki skemmtilegt, vitum við svo sannarlega ekki hvað er skemmtilegt.

Monday, March 6, 2017

Ölkær og 86

Þessi hressa heiðurskona var úthrópuð (shout-out) á leik Sacramento Kings og Utah Jazz í gærkvöldi. Við náðum ekki nafninu hennar eða af hverju hún kom í mynd í hálfleik nema þó kannski bara af því hún var að drekka Bud Light, en vallarþulurinn fór gjörsamlega á límingunum og öskraði það yfir allan salinn þegar hann sá hvað gjémlöh-gjémlöh var að drekka.

Nei, við náðum ekki nafninu, en daman ku vera 86 ára gömul og grjóthörð stuðningskona Kings. Ætli liggi þá ekki beinast við að spyrja hvort sú gamla var að skála af því hún er laus við Boogie.

Það var amk allt annað að sjá andann í Sacramento-liðinu í nótt en við höfum séð undanfarið. Þetta lið vinnur náttúrulega ekki fjandi marga leiki, enda eru mjög litlir hæfileikar í leikmannahópnum, sem samanstendur af sexhundruð senterum og skrilljón skotbakvörðum.

Sacramento og Leicester eru svo sem ekki einu liðin sem fundið hafa nýtt líf í vikunni. New York-liðið greip einhvern anda í leik sínum við Golden State í gærkvöldi og náði með honum að hanga inni í leiknum allt til loka. Það er svartmálmur að horfa á Knicks, en hæfileikar og pótensjallinn í Kristaps Porzingis tryggja það að öllum getur stokkið bros yfir tilþrifum hans annað slagið, ef þeir pína sig í gegn um leik með sorglegasta stórliði íþróttaheimsins.

Þeir sögðu að Knicks-leikurinn kæmi á hárréttum tíma fyrir Stephen Curry og Klay Thompson; að enginn væri svo kaldur að hann næði sér ekki á strik í leik á móti New York Knicks - hvað þá á fjölum Madison Square Garden.

Jæja, þeir Curry og Thompson hafa oft skotið betur, en þeir hafa líka báðir átt verri leiki og við skulum segja að gárungarnir hafi haft rétt fyrir sér enn eina ferðina. Það er alltaf gott að mæta New York - líka í þessi fáu skipti sem leikmenn Knicks nenna að leggja sig fram.

Leikur New York og Golden State í gærkvöldi var sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og það er gaman að geta þess að NBA-boltinn verður aftur á dagskrá strax á föstudaginn þegar Golden State-liðið verður aftur á ferðinni. Þá sækja Curry og félagar ungt og sprækt lið Minnesota Timberwolves heim, sem ætti að verða afar hressandi leikur. Þar gefst áhorfendum Sportsins tækifæri á að sjá ungstirnið Karl-Anthony Towns leika listir sínar, en þessi ungi miðherji Minnesota er gjörsamlega búinn að fara hamförum að undanförnu. Leikurinn á föstudagskvöldið hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Gute stunde.

Towns fleygar körfuna hjá Dílaskörfunum...

Litli-Curry sækir á


Stephen Curry náði að hrista af sér slenið í nótt þegar hann fór fyrir Warriors-liðinu sínu í nokkuð öruggum útisigri á New York Knicks 112-105. Curry skoraði 31 stig í leiknum og þó hann hafi oft hitt betur, reif hann sig sannarlega upp úr lægðinni sem hann var í í leikjunum þremur þar á undan, þar sme hann hitti aðeins úr 4 af 31 3ja stiga skoti sínu (til gamans má geta þess að hann var 16 af 31 í þristum í leikjunum þremur þar á undan).

En á meðan Stephen Curry (28 ára) týndi skotinu sínu í nokkra daga, hefur yngri bróðir hans Seth (26 ára) farið á kostum með liði Dallas Mavericks, þar sem hann er merkilegt nokk kominn langleiðina með að sanna að hann sé sannkallaður NBA leikmaður.

Seth fær þannig að spila 29 mínútur, skorar 13 stig, hirðir 3 fráköst og gefur 3 stoðsendingar. Meira að segja kominn með 30 stört og allt. Eitthvað af þessum aukna spilatíma kemur til vegna tánks og meiðsla hjá Mafs, en það kemur málinu ekkert við - hann er að spila ljómandi vel strákurinn.

Það eru ekki lítil tíðindi, því Seth litli hefur strögglað við það að finna sér lið sem vill eitthvað með hann hafa í nokkur ár. Segja má að hann hafi fengið fyrsta þokkalega sénsinn sinn til að spila með Sacramento á síðustu leiktíð, en Kings-menn hefðu auðvitað ekki verið samkvæmir sjálfum sér nema þeir hefðu látið hann fara fyrir að sýna þennan pótensjal allt í einu.

Snillingurinn Rick Carlisle var fljótastur að bregðast við þegar ljóst varð að óæðri Curry-inn væri skyndilega á lausu.

Það hefur alltaf verið vitað að strákurinn gæti skotið þokkalega, enda hefur það komið á daginn að fólki með Curry-genamengið virðist allt að því ófært um að hitta körfuboltum illa ofan í körfur.

Já, hann Seth virðist ekki aðeins hafa náð að sanna sig hjá Dallas, heldur er hann bara að spila eins og engill þessa dagana. Svo vel hefur hann verið að spila, að það er meira að segja hægt að þræta fyrir það að hann sé á einhverjum sviðum að skáka bróður sínum! Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir tveimur árum síðan. Nú, eða tveimur mánuðum. Þú ræður.

Nú vitum við öll að Stephen Curry er þetta trúaða og brosmilda ofurkrútt sem krúttar allt í drasl, bregst vel við mótlæti og forgangsraðar rétt; liðið kemur alltaf fyrst.

En ætli það sé þannig í matarboðum í Curry fjölskyldunni í dag? Ætli Seth sé þannig ekki bara minna krútt heldur en Steph, heldur kannski bara algjör fáviti? Þið vitið, svona ógeðslega stríðinn, en svona nastí stríðinn gaur. Gaur sem gengur alltaf lengra en æskilegt er og þig langar reglulega að berja í andlitið með kúbeini.

Með öðrum orðum: Ætli Seth Curry sé alltaf að senda bróður sínum snapp þessa dagana, þar sem hann öskrar í símann sinn eitthvað á þessa leið: ÞÚ ERT BARA FOKKÍNG AUMINGI OG ÉG HEF ALLTAF SAGT AÐ ÉG VÆRI BETRI EN ÞÚ OG KONAN ÞÍN ER FEIT OG RILEY ER EKKERT KRÚTTLEG - HÚN ER BARA FREK OG LEIÐINLEG OG ÞAÐ ER EKKI NOKKUR EINASTI AGI Á ÞESSU BARNI YKKAR! OG MUNDU SVO AÐ ÉG ER BETRI EN ÞÚ, DRUSLAN ÞÍN! NANA-NANA-BÚÚÚ-BÚÚÚ!

Við skulum sannarlega vona ekki.

Steph vegna.


Cleveland kaus Bogut af því að...Friday, March 3, 2017

Vesturdeildarvörutalning í febrúar 2017


Það er orðið ansi langt síðan við tókum vörutalinguna okkar í Austurdeildinni og meiningin var að gera vestrið upp fljótlega þar á eftir, en það tafðist eitthvað hressilega. Hafið ekki áhyggjur, við vorum ekkert búin að gleyma ykkur. Hér kemur febrúarvörutalingin okkar í vestrinu.

Sum ykkar gera sér kannski ekki grein fyrir því hvað vörutaling er, en það er hlutur sem verslunarmenn gera reglulega svo þeir viti upp á hár hver staðan er á t.d. búðinni sem þeir reka. Vörutalningar eru ekki skemmtilegar, en þær eru upplýsandi og vörutalningar okkar í NBA deildinni eru ætlaðar ykkur lesendum til upplýsingar.

MEIÐSLI (EN EKKI HVAÐ)

Stóru fréttirnar í Vesturdeildinni þegar þetta er ritað eru að sjálfssögðu meiðslin hans Kevin Durant.

Framherjinn skemmtilegi fékk þungt högg á hnéð þegar Marcin Gortat, miðherji Washington, ákvað að taka stöðubróður sinn hjá Golden State, ballettdansarann Zaza Pachulia, og henda honum í Durant.

Frekar illa gert hjá pólska hnefaleikaranum að okkar mati, en Pachulia mætti líka alveg fara að líta í eigin barm og fara að spila eins og fullorðinn karlmaður en ekki eins og dúkkulísa. Óþolandi.

Fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að meiðslum Durant.

Forráðamenn Warriors segja að meiðsli hans verði metin á ný eftir um fjórar vikur og útiloka ekki að hann geti hafið leik á ný með liði sínu þegar úrslitakeppnin hefst.

Aðrir eru mikið svartsýnni og fullyrða að Durant sé úr leik í vetur - meiðslin séu það alvarleg. Þetta verður auðvitað allt að koma í ljós þegar að því kemur, en það er ljóst að þessi tíðindi hleypa nokkrum titringi í valdataflið í NBA deildinni.

Menn og konur eru strax farin að spyrja sig hvort Golden State hafi það sem til þarf til að komast í gegn um lið eins og Houston, San Antonio og svo auðvitað Cleveland í úrslitakeppni ef Kevin Durant verður ekki heill heilsu - nú eða hreinlega í jakkafötum. Þetta eru eðlilegar spurningar á þessum tímapunkti í ljósi aðstæðna, en það þjónar litlum tilgangi að spá í þær núna.

Við verðum að sjá til í hvernig standi Durant verður eftir fjórar vikur, en ekki búast við endanlegri niðurstöðu um heilsufar hans þá heldur.

Í versta falli gætum við fengið að vita að það væri óráðlegt að láta hann spila og betra að hvíla hann fram á næsta haust, en það sem okkur grunar frekar er að hann verði áfram spurningamerki og að okkur verði sagt að hann verði aftur skoðaður eftir x margar vikur og framhaldið metið eftir því. Svona meiðsli eru viðbjóður og ómögulegt að segja til um hvað þau standa honum fyrir þrifum lengi.


FYRST: STUTT RANT

Í stóra samhenginu eru þessi meiðsli auðvitað grábölvaður fjandi, því þau þýða að við gætum fengið þriðju úrslitarimmu Cleveland og Golden State sem gefur enn ekki rétta mynd af því hvort liðið er betra vegna meiðsla lykilmanna.

Meiðsli eru partur af lífinu í NBA deildinni, en eins og þið hafið séð okkur væla yfir undanfarin 1-2 ár, hafa þau farið ansi langt með að eyðileggja bæði deildar- og úrslitakeppnina undanfarin misseri. Þetta helvíti hættir ekki!

Afsakið orðbragðið, en þessi andskoti kallar einfaldlega á svona orðbragð. Það er merkilegur fjandi að við skulum ekki geta fengið eina einustu andskotans seríu í úrslitakeppni án þess að meiðsli setji dökkan blett á hana. Og gerið það fyrir okkur að fara ekki að væla yfir álaginu í NBA deildinni og kalla eftir því að leikjunum í deildarkeppninni verði fækkað. Svona hefur þetta alltaf verið og þessu verður ekkert breytt.

Forráðamenn bæði deildarinnar og liðanna sem hana skipa, hafa kerfisbundið reynt að stuðla að því að minnka álag á leikmennina undanfarin tvö ár eða svo. Ljóst er að sú vinna verður að halda áfram, því þetta meiðslakjaftæði er komið út fyrir allt velsæmi og er að eyðileggja vöruna.GOLDEN STATE WARRIORS

Hvort sem Kevin Durant verður með eða ekki, verður að teljast nokkuð líklegt að Golden State nái að hanga á efsta sæti Vesturdeildarinnar þessa c.a. 20 leiki sem eftir eru, þó varasamt sé að vanmeta San Antonio-uppvakninginn ódrepandi sem skjögrar á eftir þeim, hægt en örugglega, og virðist aldrei tapa leik. Þegar þetta er ritað, munar þremur leikjum á Warriors og Spurs í 1. og 2. sæti Vesturdeildarinnar.

Liðin eru búin að spila einu sinni í vetur, en það var opnunarleikurinn í október þar sem San Antonio slátraði Golden State í Oakland og Warriors menn þurfa að fara tvisvar til San Antonio á næstu vikum - án Kevin Durant.

Stephen Curry er búinn að spila tólf sinnum í San Antonio síðan hann kom inn í deildina í deild og úrslitakeppni og hefur aðeins unnið tvo þeirra. Það er langlélegasti árangur Curry gegn nokkrum mótherja á útivelli síðan hann kom inn í deildina. Black Death, in deed.

Golden State er búið að vera á krúskontról eftir áramótin og er auðvitað búið að vera eitt óárennilegt körfuboltalið lengst af í vetur. Meiðsli Kevin Durant skemma mikið fyrir Warriors og ljóst að hann verður að gera sér þessa sextíu leiki að góðu þegar kemur að því að spila sig inn í liðið. Þessir sextíu leikir eru feykinóg gegn ellefu af liðunum fimmtán sem fara með Golden State í úrslitakeppnina, en við skulum vona Warriors vegna að Durant verði orðinn þokkalegur þegar kemur fram í aðra og sérstaklega þriðju umferð úrslitakeppninnar.SAN ANTONIO SPURS

Það er gjörsamlega ómögulegt að greina það af hverju þetta Spurs-lið er svona gott. Kawhi Leonard er jú að verða topp fimm körfuboltamaður í heiminum og er umkringdur reynslumiklum leikmönnum sem hafa flestir séð þetta allt saman hundrað sinnum, en það er ekkert við þetta Spurs-lið á pappírunum sem segir að það eigi að vera eitt allra besta lið sem félagið hefur teflt fram - amk svona hvað vinningshlutfall varðar.

Sérstaklega er það okkur hulin ráðgáta af hverju varnarleikur Spurs er svona sterkur (101,0 stig fengin á sig á hverjar 100 sóknir - best í NBA, rétt á undan Warriors (101,4) og Jazz (101,9) sem eru þrjú bestu varnarliðin í deildinni - Memphis er í 4. sæti með 103,1).

Vissulega er að finna sterka og jafnvel heimsklassa varnarmenn í liði Spurs, en í bland við þá er að finna algjörar vængjahurðir á borð við Tony Parker og Pau Gasol sem eru að spila helling af mínútum.

Það sem er svo mest sjokkerandi af öllu er að varnartölfræðin hans Kawhi Leonard er miklu lakari en hún var síðustu tvö ár þegar hann var jú kjörinn varnarmaður ársins í bæði skiptin. Nú er svo komið að varnarleikur Spurs er betri þegar Leonard er utan vallar - sem er óskiljanlegt.

Hann er auðvitað að eyða meiri orku í sóknarleikinn í ár en nokkru sinni og er kannski að spila margar mínútur með mönnum sem eru bjargarlausir varnarmenn, en okkur er sama. Þetta er stórfurðuleg tölfræði.

Það verður óhemju forvitnilegt að sjá hvernig San Antonio á eftir að vegna í fyrstu úrslitakeppninni sinni án Tim Duncan í tvo áratugi, en í okkar bókum á velgengni liðsins þegar þangað kemur eftir að velta algjörlega á því hvernig mótherja liðið fær eftir fyrstu umferðina.

Spursarar geta að vísu þakkað fyrir að Oklahoma-liðið sem sparkaði þeim út úr keppni í fyrra er ekki til lengur ef svo má segja, en San Antonio hefur alltaf átt erfitt uppdráttar gegn ungum, fljótum og kraftmiklum liðum.

Við viðurkennum það samt fúslega að við höfum ekki nokkra hugmynd í helvíti um það við hverju er að búast af þessu San Antonio-liði í úrslitakeppninni í vor. Það eina sem við vitum er að það langar engu liði að mæta því þegar þangað er komið. Engu.

HOUSTON ROCKETS

Tvö atriði varðandi úrslitakeppnina í vestrinu getið þið bókað strax í dag og hefðuð reyndar getað gert það fyrir mánuði síðan. Í fyrsta lagi að Houston muni taka þriðja sætið í Vesturdeildinni og í öðru lagi að liðið sem hirðir áttunda sætið er meira en einum gæðaflokki fyrir neðan liðið í sjöunda sæti.

Houston hefur haldið nokkuð góðum dampi í allan vetur og þó liðið sé ekki búið að spila neitt sérstaklega að undanförnu, gátum við ekki annað en hrifist af því þegar það mætti inn í Staples Center aðfararnótt 2. mars og gjörsamlega slátraði heimamönnum í Los Angeles Clippers.

Leikir þessara tveggja liða eru alltaf skemmtilegir og þessi leikur var engin undantekning, en leikmenn Clippers lentu í sömu vandamálum og flestir aðrir andstæðingar Houston í vetur; þeir vissu bara ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga þegar kom að því að dekka þetta Rockets-lið. Hvernig í fjandanum áttu svo sem að dekka lið sem er aldrei með minna en fjórar úrvalsskyttur inni í vellinum í einu og einn besta playmaker í heimi að toga í spottana?

Klisjan segir okkur að liðið hans Mike D´Antoni eigi eftir að sigla í strand fyrr en seinna þegar það kemur í úrslitakeppnina og þó það geti vel verið, er ekki erfitt að sjá það fyrir sér að þetta lið gæti náð að gera eitthvað af sér í vor, þó það sé kannski ekki kandídat í meistaratitil.

Við skutum þetta Houston lið í kaf í spánni okkar í Haust, ekki af því við efuðumst um (sóknar) hæfileikana í liðinu, heldur af því við sáum ekki fyrir okkur að nýju mennirnir Ryan Anderson og Eric Gordon næðu að spila meira en svona 50-60 leiki fyrir það samanlagt, enda hafa þeir ekki með nokkru einasta móti geta haldið sér heilum undanfarin ár. Bættu svo Nene inn í formúluna og þú ættir að vera kominn með efnivið í hálft season af Grey´s Anatomy.


En annað hefur komið á daginn. Flestir leikmanna Rockets hafa haldið undraverðri heilsu í allan vetur og svo gerði liðið einn besta dílinn í félagaskiptaglugganum þegar það stal stórskoraranum Lou Williams frá Lakers og skiptu versta sóknarmanni heims sínum Corey Brewer út í staðinn. Það er grínlaust hlutfallslega stærra upgrade í sókninni en að skipta Omer Asik út fyrir Boogie Cousins.

Svona til gamans er gaman að segja frá því að það er Houston sem á liðametið í NBA yfir flest 3ja stiga skot tekin í leik, þegar það tók 32,7 þrista að meðaltali í leik á þarsíðustu leiktíð. Það eru tíðindi út af fyrir sig að það sem af er þessu keppnistímabili séu þrjú lið að taka fleiri en 32,7 þrista í leik, heldur er Houston-liðið sjálft að toppa þann lista og gjörsamlega SLÁTRA gamla metinu!

Strákarnir hans Mike D´Antoni eru þannig að taka fjörutíu og hálft þriggja stiga skot að meðaltali í leik í vetur og hafa oft tekið fleiri en 50 þrista í leik í vetur. Okkur skilst að D´Antoni sé grínlaust að spá í að koma liðinu yfir 50 tilraunirnar í leik í framtíðinni. Sem er bara alveg helvíti eðlilegt...