Monday, March 6, 2017

Litli-Curry sækir á


Stephen Curry náði að hrista af sér slenið í nótt þegar hann fór fyrir Warriors-liðinu sínu í nokkuð öruggum útisigri á New York Knicks 112-105. Curry skoraði 31 stig í leiknum og þó hann hafi oft hitt betur, reif hann sig sannarlega upp úr lægðinni sem hann var í í leikjunum þremur þar á undan, þar sme hann hitti aðeins úr 4 af 31 3ja stiga skoti sínu (til gamans má geta þess að hann var 16 af 31 í þristum í leikjunum þremur þar á undan).

En á meðan Stephen Curry (28 ára) týndi skotinu sínu í nokkra daga, hefur yngri bróðir hans Seth (26 ára) farið á kostum með liði Dallas Mavericks, þar sem hann er merkilegt nokk kominn langleiðina með að sanna að hann sé sannkallaður NBA leikmaður.

Seth fær þannig að spila 29 mínútur, skorar 13 stig, hirðir 3 fráköst og gefur 3 stoðsendingar. Meira að segja kominn með 30 stört og allt. Eitthvað af þessum aukna spilatíma kemur til vegna tánks og meiðsla hjá Mafs, en það kemur málinu ekkert við - hann er að spila ljómandi vel strákurinn.

Það eru ekki lítil tíðindi, því Seth litli hefur strögglað við það að finna sér lið sem vill eitthvað með hann hafa í nokkur ár. Segja má að hann hafi fengið fyrsta þokkalega sénsinn sinn til að spila með Sacramento á síðustu leiktíð, en Kings-menn hefðu auðvitað ekki verið samkvæmir sjálfum sér nema þeir hefðu látið hann fara fyrir að sýna þennan pótensjal allt í einu.

Snillingurinn Rick Carlisle var fljótastur að bregðast við þegar ljóst varð að óæðri Curry-inn væri skyndilega á lausu.

Það hefur alltaf verið vitað að strákurinn gæti skotið þokkalega, enda hefur það komið á daginn að fólki með Curry-genamengið virðist allt að því ófært um að hitta körfuboltum illa ofan í körfur.

Já, hann Seth virðist ekki aðeins hafa náð að sanna sig hjá Dallas, heldur er hann bara að spila eins og engill þessa dagana. Svo vel hefur hann verið að spila, að það er meira að segja hægt að þræta fyrir það að hann sé á einhverjum sviðum að skáka bróður sínum! Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir tveimur árum síðan. Nú, eða tveimur mánuðum. Þú ræður.

Nú vitum við öll að Stephen Curry er þetta trúaða og brosmilda ofurkrútt sem krúttar allt í drasl, bregst vel við mótlæti og forgangsraðar rétt; liðið kemur alltaf fyrst.

En ætli það sé þannig í matarboðum í Curry fjölskyldunni í dag? Ætli Seth sé þannig ekki bara minna krútt heldur en Steph, heldur kannski bara algjör fáviti? Þið vitið, svona ógeðslega stríðinn, en svona nastí stríðinn gaur. Gaur sem gengur alltaf lengra en æskilegt er og þig langar reglulega að berja í andlitið með kúbeini.

Með öðrum orðum: Ætli Seth Curry sé alltaf að senda bróður sínum snapp þessa dagana, þar sem hann öskrar í símann sinn eitthvað á þessa leið: ÞÚ ERT BARA FOKKÍNG AUMINGI OG ÉG HEF ALLTAF SAGT AÐ ÉG VÆRI BETRI EN ÞÚ OG KONAN ÞÍN ER FEIT OG RILEY ER EKKERT KRÚTTLEG - HÚN ER BARA FREK OG LEIÐINLEG OG ÞAÐ ER EKKI NOKKUR EINASTI AGI Á ÞESSU BARNI YKKAR! OG MUNDU SVO AÐ ÉG ER BETRI EN ÞÚ, DRUSLAN ÞÍN! NANA-NANA-BÚÚÚ-BÚÚÚ!

Við skulum sannarlega vona ekki.

Steph vegna.