Monday, January 31, 2011

Sunday, January 30, 2011

Að líta vel út á stefnumóti (via @birgisson)


Töfrum líkast


Í dag eru nákvæmlega 15 ár síðan Magic Johnson sneri aftur með LA Lakers eftir fjögurra ára fjarveru eftir að hann greindist HIV-smitaður.

Johnson hafði ekki spilað leik í fjögur ár eða síðan í stjörnuleiknum eftirminnilega árið 1992.

Hann kom inn af bekknum í leik gegn Golden State Warriors þetta kvöld og skilaði mjög Magic-legum leik - 19 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum.

Magic skilaði 14,6 stigum, 5,7 fráköstum og 6,9 stoðsendingum að meðaltali í 32 leikjum á þessu tímabili og hætti svo á sínum forsendum þá um vorið - 36 ára gamall.

Þetta kommbakk hans breytti ekki veraldarsögunni frá körfuboltalegu sjónarmiði, en það átti sinn þátt í að breyta hugmyndum okkar um HIV eins og svo margt annað sem þessi geðþekki maður hefur tekið sér fyrir hendur síðan.

Mamba og Trejo


Herra Brewer


Donte Greene


Saturday, January 29, 2011

Thursday, January 27, 2011

Wednesday, January 26, 2011

Megadeth


Og nú að allt öðru


Við stóðumst ekki mátið. Myndin hér fyrir neðan er jú samsett. Rjómanum af henni, það er höfðinu á hinum sí-hrikalega herra Bess, stálum við samviskulaust af hinum óviðjafnanlega vef FlickMyLife sem svo oft reynist okkur uppspretta andagiftar.

Saturday, January 22, 2011

Svipað efni um körfubolta


Tög: NBA Ísland, vel gert Flick My Life, við stálum þessari mynd, FML stal henni frá okkur, við stálum tögunum frá FML, okkar tög við þessa grein > tögin á FML, við erum ekkert afbrýðisöm út í traffíkina á FML neitt, af hverju fáum við ekki 1000 Like eins og FML?, ain´t a crime if you don´t get cought, viltu ekki bara senda þessa mynd inn á FML líka eins og þú sendir hina?, FML hefði getað sagt "til heiðurs NBA Ísland", iss - bara tíu sinnum fleiri Like, rasisminn í Tímanum er að verða dálítið aukaatriði hérna, er það ekki?, jææææja, er þetta ekki að verða fínt af tögum bara?

Thursday, January 20, 2011

Sveitó


Þeir eru dálítið hvítir þarna í Indiana en það þýðir ekki að þeir geti ekki lyft sér. Sveitadrengurinn Tyler Hansbrough tók ekkert aukalega fyrir að troða yfir samherja sinn Mike Dunleavy yngri. Stórundarlegt að sjá bleiknefja troða körfuboltum svona hver á annan. Gerist sannarlega ekki á hverjum degi.

The Green Hornet (via Got´em Coach)


DéMarkús Frændi gerir margt betur en að kasta körfuboltum


Án þess að fara of mikið út í pólitík...


Weeeeeeeee!


Wednesday, January 19, 2011

Prokhorov situr fyrir svörum


Ef þú vissir það ekki, þá veistu það núna


Tárin renna niður freknótta vanga


Unbreakable


Hjólað í vinnuna


Menn urðu að vera með almennilegan hár- og skeggvöxt til að vinna titla á áttunda áratugnum. Flest ykkar vita eflaust hvaða heiðursmenn þetta eru, en þó er aldrei að vita með yngstu kynslóðina.

Monday, January 17, 2011

Óþolandi


Það væri gaman að vita hvernig dómarar fóru að því að ákveða að Ron Artest - og sérstaklega Blake Griffin - ættu skilið að vera sendir í bað eftir þetta smotterí hér fyrir neðan. Svona áherslur í dómgæslu eru í besta falli fáránlegar. Það er svo sem ekki við dómarana að sakast - þeir vinna eftir þeim línum sem þeim eru settar. Vel gert, Stern. Þér er að takast að breyta NBA deildinni í frímerkjaklúbb fyrir stelpur yngri en 7 ára.

Sunday, January 16, 2011

Vonandi ræðst X-maðurinn ekki á Wesley Matthews í körfuboltaleik


Þeir segja að Wesley Matthews sé þegar orðinn betri leikmaður en faðir hans Wes Matthews var þegar hann spilaði með LA Lakers hérna í denn. Það má kannski deila um það, en Portland-leikmaðurinn ungi á örugglega ekki eftir að gera Xavier McDaniels jafn reiðan og pabbi hans gerði á þessari mynd.

Sænskur körfubolti er talsvert betri en áður


Flight of the Gasols


Blake Griffin trommuleikaranna - Björn Stefánsson


Dóra snýr aftur


Friday, January 14, 2011

Spurs-Mavs í beinni í nótt, já já


San Antonio - Dallas er í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt.

Hér eru auðvitað á ferðinni tvö af bestu liðum deildarinnar í dag, það vitið þið.

Annað, sem kannski færri vita, er að leikir þessara Texasliða eru ALLTAF skemmtilegir.

Einvígi þeirra í úrslitakeppninni í fyrra var t.d. eitt það skemmtilegasta það vorið.

Kíktu á þetta, við megum ekkert vera að þessu núna.

Thursday, January 13, 2011

Körfubolti er frekar skemmtilegur leikur


Hérna eru svipmyndir úr leik LA Clippers og Miami Heat frá því í nótt. Algjör úrvalsleikur með endalausum tilþrifum og skemmtun. Hvar finnur þú hátt skor, opinn leik, troðslur, varin skot, átök, háloftaflug, meiðsli og drama? Jú, á leikjum LA Clippers. Lítið á þetta og segið okkur svo að þið haldið ekki dálítið með Clippers í vetur. Taktu sérstaklega eftir því hvað Blake Griffin er að fá meira og meira swag með hverjum leiknum.

Fríða og Dýrið


Wednesday, January 12, 2011

Hraðaupphlaup


Ágætir íþróttamenn þarna hjá Sixers. Nýta sér það í þessu skemmtilega hraðaupphlaupi gegn Pacers. Reglan er að hlaupa eins og fætur toga og kasta boltanum fast í gegn um netið - helst svo hann hæfi hvíta manninn líkt og í dæminu hér fyrir neðan.

Tuesday, January 11, 2011

Sagan má ekki endurtaka sig í Clipperlandi:
Áhorfendatölur á heimaleikjum LA Clippers hafa ekki verið betri í fjögur ár. Eða um það bil síðan liðið var ekki drasl í fyrsta og eina skiptið á síðustu 20 árum. Komst þá meira að segja í úrslitakeppnina og allt.

Sjónvarpsáhorf á lókalstöðinni hefur farið upp um 65% frá í fyrra. Kemur alls ekki á óvart í ljósi þeirrar gríðarlegu athygli sem Blake Giffin einn og sér er að vekja.

Enn og aftur hefur Clippers liðið sankað að sér nokkrum mjög spennandi og ungum leikmönnum. Mönnum eins og Blake Griffin, Eric Gordon, DeAndre Jordan, Al-Farouq Aminu og Jarron Collins.

(Síðasta nafnið í upptalningunni var brella. Ef þér fannst fyndið að sjá nafn Collins þarna, ertu með góðan húmor. Ef þér fannst það ekki fyndið, ertu sauðaþjófur og lydda. Verst er ef þú fattaðir ekki að Collins er gamall sekkur og einn leiðinlegasti leikmaður í sögu leiksins. Ef svo er, þarftu að athuga þinn gang - jafnvel rúlla upp í Papco. Nóg um það).

Við látum alltaf blekkjast og hrífumst með þegar upp koma ung og spennandi lið í NBA. Skemmst er að minnast framgöngu Oklahoma City á síðustu leiktíð.

Það væri freistandi að stökkva svona um borð í Clippers-lestina núna, en þú verður að passa þig. Gætir brennt þig mjög illa af því þú ert ekki kominn með vonbrigðasigg á heilann á þér eins og lengra komnir Clippers-aðdáendur.

Ekki gleyma að þetta er LA Clippers, með sama eiganda, sömu umgjörð og sumpart sömu leikmenn (við erum að tala við þig, Baron Davis). Ekki gleyma því að efnilegir drengir hafa fokið beina leið til andskotans eftir að hafa verið hjá þessu liði.

Við skulum því minnast Clippers-liðsins í kvöldbænunum krakkar. Biðja þess að eigandinn verði bráðum settur á elliheimili, í fangelsi (þar sem hann á líklega heima) - nú eða bara á diskóið. Biðja þess að leikmennirnir haldi sönsum og hljóti ekki meiðsli sem binda enda á atvinnumennsku þeirra. Biðja þess að þessir ungu piltar eigi sér bjarta framtíð, lausir við bölvunina sem legið hefur á félaginu alla tíð.

Svona er nauðsynlegt að setja andann dálítið í þetta. Svona efnilegir strákar eins og hjá Clippers gera lífið skemmtilegra fyrir okkur öll. Auðvitað hafa allir gaman af því að sitja heima og horfa á Silfur Egils, Hringekjuna og Kontrapúnkt, en mikið má vera ef körfuboltinn okkar trompar þetta ekki allt saman.

Bannað að sletta í barnatíma RÚV