Sunday, January 30, 2011
Töfrum líkast
Í dag eru nákvæmlega 15 ár síðan Magic Johnson sneri aftur með LA Lakers eftir fjögurra ára fjarveru eftir að hann greindist HIV-smitaður.
Johnson hafði ekki spilað leik í fjögur ár eða síðan í stjörnuleiknum eftirminnilega árið 1992.
Hann kom inn af bekknum í leik gegn Golden State Warriors þetta kvöld og skilaði mjög Magic-legum leik - 19 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum.
Magic skilaði 14,6 stigum, 5,7 fráköstum og 6,9 stoðsendingum að meðaltali í 32 leikjum á þessu tímabili og hætti svo á sínum forsendum þá um vorið - 36 ára gamall.
Þetta kommbakk hans breytti ekki veraldarsögunni frá körfuboltalegu sjónarmiði, en það átti sinn þátt í að breyta hugmyndum okkar um HIV eins og svo margt annað sem þessi geðþekki maður hefur tekið sér fyrir hendur síðan.