Monday, January 17, 2011

Óþolandi


Það væri gaman að vita hvernig dómarar fóru að því að ákveða að Ron Artest - og sérstaklega Blake Griffin - ættu skilið að vera sendir í bað eftir þetta smotterí hér fyrir neðan. Svona áherslur í dómgæslu eru í besta falli fáránlegar. Það er svo sem ekki við dómarana að sakast - þeir vinna eftir þeim línum sem þeim eru settar. Vel gert, Stern. Þér er að takast að breyta NBA deildinni í frímerkjaklúbb fyrir stelpur yngri en 7 ára.