Wednesday, September 28, 2011
Eðlisfræði
Skelltum okkur í Sláturhúsið til að slá á fráhvörfin í kvöld. Sáum að minnst tveir hlutir hafa ekki breyst neitt síðan á síðustu leiktíð. Helgi Jónas mun slíta af sér allt hárið ef hann reddar sér ekki leikstjórnanda helst í gær - og Ólafur Ólafsson lýtur enn ekki sömu lögmálum og við hin þegar kemur að þyngdarafli og annari eðlisfræði.
Jarryd Cole hjá Keflavík tók þetta huggulega hook-skot í teignum og ef þú skoðar myndirnar hér fyrir neðan (smelltu til að stækka) sérðu að Ólafur stendur enn með lappirnar á jörðinni þegar skotið er að verða komið hálfa leið á körfuna. Goaltending, smoaltending, þessi drengur er rannsóknarefni. Þetta er ekki hægt!*
Annars verður gaman að sjá bæði þessi lið spila í vetur. Grindavíkurliðið virðist vera óhemju vel mannað en vantar bara leikstjórnanda. Keflavík á eftir að slípa útlendingana inn í þetta, ef þeir verða þá áfram, og það verður gaman að sjá þá kljást við Stjörnuna í Ásgarði á föstudagskvöldið. Það er farið að styttast í þetta mót, Guði sé lof.
* Nei, þetta er ekki hægt, sama hvernig við snúum merkingu orðsins "hægt"
Efnisflokkar:
Grindavík
,
Heimabrugg
,
Ólafur Ólafsson
,
Veðrið þarna uppi