Wednesday, September 21, 2011
Það er farið að bera á körfubolta
Það er alltaf leiðinlegt að hanga eftir því að körfuboltinn fari af stað svona á haustin.
Ekki hefur verkbannið í NBA gert okkur lífið léttara veturinn 2011. Iceland Express deildin fer ekki af stað fyrr en langt er liðið á októbermánuð, en þangað til ætlum við að kíkja á eitthvað af upphitunarmótunum til að slá á mestu fráhvörfin.
Með hjálp karfan.is fengum við lista yfir það sem er framundan.
Reykjanesmótið:
Föstudagur 23. september klukkan 19:15
Grindavík - Breiðablik í Röstinni
Stjarnan - Haukar í Ásgarði
Njarðvík - Keflavík í Ljónagryfjunni
Þriðjudagur 27. september klukkan 19:15
Haukar - Breiðablik á Ásvöllum
Njarðvík - Stjarnan í Ljónagryfjunni
Keflavík - Grindavík á Sunnubraut
Fimmtudagur 29. september klukkan 19:15
Grindavík - Haukar í Röstinni
Föstudagur 30. september klukkan 19:15
Breiðablik - Njarðvík í Smáranum
Stjarnan - Keflavík í Ásgarði
Reykjavíkurmótið:
Fimmtudagur 22. september
18:30 DHL-höllin KR – Þór Þorlákshöfn
19:00 Dalhús Fjölnir – ÍR
Þriðjudagur 27. september
20:15 Seljaskóli ÍR - Ármann
Fimmtudagur 29. september
18:00 Seljaskóli A3-B3
19:20 Seljaskóli A2-B2
20:45 Seljaskóli A1-B1
Riðlar:
A-Riðill
KR
Valur
Þór Þorlákshöfn
B-riðill
ÍR
Fjölnir
Ármann
Efnisflokkar:
Heimabrugg