Monday, June 13, 2011

Dallas-menn skemmtu sér á kunnuglegu hóteli


Það gengur erfiðlega hjá okkur að ná utan um það sem gerðist í gær. Að Dallas sé orðið NBA meistari. Við glímum við heilsubrest.

Hversu stórkostlegt er það samt að Dallas hafi gist á sama hóteli og það gisti á árið 2006 þegar það tapaði þremur leikjum í röð gegn Miami í úrslitunum. Avery Johnson lét leikmenn reyndar flytja út af hótelinu þegar þeir höfðu tapað leikjum þrjú og fjögur í það skiptið.

Dallas-menn eru ekki hjátrúarfullir og ákváðu að gista aftur á Fontainebleau hótelinu í Miami og héldu þar smá fyrirpartý áður en þeir fóru út á lífið eftir sigurinn í gær. Þetta Fontainebleau hótel var í fréttunum fyrir ekki margt löngu þegar mamma hans LeBron James veittist þar ölvuð að starfsmanni sem vildi ekki færa henni bílinn hennar. Svona er... heimurinn lítill stundum.

Hey, kíktu á myndir úr gleðinni, þar sem m.a. má sjá viðurstyggðina Lil Wayne og Dirk Nowitzki með áhugaverð gleraugu að þamba böbblí af stút. Mynd tvö sýnir svo annað hvort að Jason Terry er með blindan klæðskera eða að hann hefur laumað sér í jakkann hans Brian Cardinal. Neðsta myndin gæti auðveldlega heitið MAFS.