Friday, January 20, 2012

Guten ´Tag


Greg Ostertag hefur ákveðið að hætta að leika körfuknattleik í annað sinn á ferlinum eftir stutta endurkomutilraun..

Að þessu sinni eru skórnir væntanlega komnir varanlega upp á hillu hjá þessum 38 ára gamla trúð.

Hann treysti sér ekki til að halda áfram að spila af því hann var farið að verkja svo mikið í hnén.

Ostertag hafði gælt við það að reyna að finna sér vinnu í NBA en kunnugir segja að hann hafi staðið sig þokkalega í þeim leikjum sem hann spilaði í D-deildinni.

Það er nefnilega þannig að stórir rulluspilarar geta oft alveg eins spilað í NBA eins og í neðri deildum. Sérstaklega ef þeir hafa reynslu og eru þokkalega að sér í undirstöðuatriðum leiksins.

Þannig var það með Ostertag. Hann tók pláss í teignum, setti hindranir, hirti fráköst og varði eitt og eitt skot.

Nú er hinsvegar ljóst að hann mun ekki gera það í NBA aftur, enda var hann búinn að valda nægum skaða þar á sínum tíma.

Nú er ekkert víst að ´Tag hefði fengið vinnu í NBA ef hann hefði getað haldið áfram í D-deildinni, en það er ekkert útilokað. Það segir okkur ýmislegt um stöðuna á miðherjastöðunni á þessum síðustu og verstu. Ostertag nálægt kommbakki og í nótt stefnir í að Eddy Curry fái smá bruna hjá Miami í fyrsta skipti í guð má vita hvað langan tíma. Ah, að vera hávaxinn.