Friday, July 29, 2011

Tekjublaðið er komið út


Fyrrum NBA leikmennirnir Latrell Sprewell og Anthony Mason eru í fyrsta og þriðja sæti yfir þá sem skulda mesta skatta í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum.

Sprewell er á toppnum og skuldar eitthvað í kring um 410 milljónir króna í skatt en Mason um það bil 230 milljónir.

Sprewell kannski að uppskera eins og hann sáði.

Hann móðgaðist jú einu sinni þegar honum var boðin vinna fyrir skitinn milljarð á ári. Talaði um að þurfa að fæða og klæða börnin sín eins og annað fólk.

Annars er þetta ekki það merkilegasta á skattaskussalista þeirra Wisconsin-manna. Það merkilegasta er að áttundi maðurinn á listanum heitir Donald Bottolfson.

Byrjaðu endilega að reyna að toppa það.