Tuesday, July 19, 2011

Til hamingju með daginn, Penny


Hann Anfernee "Penny" Hardaway er fertugur í dag (það er enn 18. júlí í USA).

Penny ætti að vera mörgum Íslendingum í fersku minni. Hann kom inn í deildina þegar NBA dellan hér á landi var í hámarki og spilaði með Shaquille O´Neal í ungu liði Orlando.

Hardaway var orðinn sérstakur leikmaður áður en meiðsli kipptu honum niður í meðalmennskuna. Það hefðu verið forréttindi að fá að fylgjast með honum vaxa sem leikmanni ef skrokkurinn hefði haldið. Hann var með allan pakkann pilturinn.

Það er ekki langt síðan Hardaway spilaði sinn síðasta leik í NBA en í raun er sorglegt hve fljótt hann hefur fallið í gleymsku. Menn með þessa hæfileika koma ekki inn í deildina á hverjum degi.

Ef þú hefur ekkert annað að gera geturðu dundað þér að telja bakverðina í NBA í dag sem þér finnst betri en Hardaway þegar hann var upp á sitt besta.

Hér er smá sýnishorn: