Friday, October 29, 2010

Heimabrugg: Varst þú heima að horfa á Útsvar í gærkvöldi?


Ef svo er, varstu greinilega ekki í Grafarvogi að horfa á Fjölnir-Haukar. Er ekki í lagi með þig?

Við létum okkur ekki vanta í Dalhúsin frekar en venjulega þegar Fjölnispiltar eru að spila. Og fengum fullan skammt fyrir peninginn að þessu sinni. Fjölnir var ekki í vandræðum með Haukana og sigraði 107-81.

Geitungurinn Ægir Þór Steinarsson var í hörkuformi og skilaði 20/12/9 leik. Við kunnum þjálfara Fjölnis litlar þakkir fyrir að hafa tekið Ægi af velli þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum og hirt þannig af honum örugga þrennu.

Það getur vel verið að þú sért orðinn þreyttur á því að lesa um man-crush-ið okkar á Ægi og Fjölnisliðinu, en það er þá bara af því þú ert ekki búinn að drulla þér á völlinn og sjá þessa snilld með berum augum.

Við vonum að Ægir taki vel í þetta gælunafn sem hann er búinn að fá hér á síðunni því bæði Morgunblaðið og karfan.is hafa þegar vitnað í það. Svona rúllum við bara.

En án gríns eru piltar eins og Ægir ástæða þess að við elskum heimabruggið. Kíktu á völlinn og sjáðu sjálfur. Verður að elska þetta.