Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa mikið reynt að finna nafn á þríeykið öfluga í Miami síðan þeir LeBron James og Chris Bosh ákváðu að ganga til liðs við Dwyane Wade á suðurströnd.
Um tíma leit út fyrir að Miami Thrice ætlaði að festast á þeim, en það gerðist ekki. Þeir eru bara kallaðir The Big Three. Frumlegt.
Spænskir fjölmiðlamenn eru ekki jafn andlausir og kollegar þeirra í Bandaríkjunum og hafa komið með ljómandi skemmtilegt nafn á þremenningana - Los Beach Boys.
Þetta fellur okkur vel í geð og raunar erum við að drepast úr afbrýðisemi því við vildum að þetta hefði verið okkar hugmynd. Sólstrandargæjarnir verður það, heillin.