Sunday, October 31, 2010
Eigum við að óttast hreindýrið?
Fallega gert af Brandon Jennings að ná fyrstu þrennunni sinni í beinni á NBA TV í nótt. Bauð upp á mjög svo snyrtilegan 20/10/10 leik í öruggum sigri Milwaukee á Charlotte.
Við erum ekki alveg búin að mynda okkur skoðun á Milwaukee liðinu. Vitum ekki alveg hvað við eigum að halda með þennan Corey Maggette-pakka.
En það er gaman að sjá Andrew Bogut aftur í baráttunni. Hans vegna vonum við að Bucks gangi allt í haginn. Scott Skiles á enn eitt til tvö ár eftir þangað til hann fær liðið upp á móti sér og verður rekinn.
Charlotte gæti hinsvegar lent í vandræðum í vetur. Ekki gott að sjá hvað menn ætla að gera á þeim bænum.
P.s. - Já, það hjálpar að ná þrennu ef menn vilja fá mynd af sér á NBA Ísland.