Sunday, October 31, 2010
Where´s the Love
David Stern talaði um að fækka jafnvel liðum í deildinni. Hann hefði kannski frekar átt að sitja á sér þegar hann bætti við nokkrum af þessum vonlausu liðum sem verið hafa í deildinni undanfarin ár.
Minnesota er eitt af liðunum sem gjarnan mætti henda út úr deildinni. Ljótt og asnalegt að segja svona, en þetta félag er bara svo grátlegt að það nær ekki nokkurri átt. Leikmenn Minnesota eyða súrefni í deildinni ár eftir ár á meðan ekki er lið í Seattle. Það er ekkert réttlæti í þessu.
Kurt Rambis virðist alveg vera með þetta. Er að nota Kevin Love í aðeins 25 mínútur að meðaltali í leik. Kannski eðlilega. Hann er ekki að skila nema 14 stigum og 13 fráköstum að meðaltali á þessum mínútum.
Minnesota er eina félagið í NBA sem lýsti því formlega yfir í haust að yfirlýst stefna þess væri ekki að vinna meistaratitilinn.
Skrítið.