Sunday, October 31, 2010

Ótrúleg sigurganga New Jersey Nets


Dálítið fyndið að horfa á stöðutöfluna í Austurdeildinni og sjá New Jersey, Indiana og Atlanta á toppnum í riðlunum þremur.

Auðvitað eru liðin bara búin að spila 2-3 leiki en eitthvað segir okkur að Nets-menn hefðu tekið því að toppa riðilinn sinn á einhverjum tímapunkti í vetur.

New Jersey er búið að vinna fyrstu tvo leikina sína á þessari leiktíð. Gaman að segja frá því að á síðustu leiktíð vann liðið þriðja sigurinn sinn daginn fyrir gamlársdag. Fimmti sigurinn kom svo um miðjan febrúar.

Það má vel vera að Nets hafi ekki slegið metið yfir lélegasta árangur allra tíma á síðustu leiktíð, en þetta lið var trúlega það slakasta sem við höfum séð í deildinni.

Það var engin lygi þegar þeir sögðu að leiðin lægi bara upp á við hjá New Jersey Nets.