Saturday, October 30, 2010
Rajon Rondo kastaði körfubolta til félaga sinna
Rajon Rondo er að gera alla á ritstjórn NBA Ísland kolgeðveika með spilamennsku sinni núna.
Bauð upp á 10 stig, 10 fráköst og jú, 24 stoðsendingar í sigri á Knicks í kvöld.
Vildi frekar tala um tapaða bolta en stoðsendingar í viðtalinu eftir leikinn.
Okkar maður.
Rondo er búinn að gefa 50 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum Boston á leiktíðinni og jafnar þannig tuttugu ára gamalt met John Stockton.
Jafnaði líka 25 ára gamalt met Isiah Thomas yfir flestar stoðsendingar í þrennu, en það var reyndar í tvíframlengdum leik.
Vorum við búin að segja ykkur hvað við höfum gaman af að horfa á Rondo spila?
Þessi drengur er ekki hægt.