Saturday, October 30, 2010

Stjörnukörfubolti


Það var sannarlega stjörnufans í opnunarleik tímabilsins milli Boston og Miami á þriðjudaginn. Ef Jerry Stackhouse hefði verið í búningi það kvöldið, hefði þetta verið mesti fjöldi stjörnuleikmanna í viðureign í NBA síðan árið sem gengið var á tunglinu (ef það gerðist í raun og veru - við sáum það ekki).