Friday, October 15, 2010
Innlit /Útlit - Utah Jazz
Sagt er að Utah gæti þess venjulega í nýliðavalinu að taka hvítasta manninn sem völ er á. Það er ástæða fyrir þessu gríni, eins og við sáum þegar félagið notaði níunda valréttinn til að taka Gordon Hayward í sumar.
Hayward er líklega hvítasti maðurinn í nýliðavalinu á síðasta áratug og Utah-menn eru á því að þarna sé á ferðinni mikið efni þó drengurinn vegi ekki meira en 37 kíló með blautt hár og skólatösku.
Ekki treystum við okkur til að dæma um hvort pilturinn komi til með að verða NBA leikmaður á næstu misserum, en ljóst er að hann smellur átakalaust inn í Jazz-liðið hvað útlitið varðar.
Það er sannarlega ótrúlegt að sjá að íþróttamenn á öðrum eins launum skuli ekki hafa tök á því að láta klippa sig. Í einhverjum tilvikum myndum við líklega stinga upp á lýtaaðgerðum, en klipping væri ágætist byrjun.