Wednesday, October 20, 2010

Hver er þessi Blake Griffin?


Þeir sem efast um að John Wall verði kjörinn nýliði ársins í NBA deildinni næsta vor, gera það flestir af því þeir eru handvissir um að Blake Griffin hjá LA Clippers hljóti þann heiður.

Griffin sat bókstaflega á hækjum sér allan síðasta vetur eftir að hafa verið valinn númer eitt í nýliðavalinu. Þú vissir þetta allt saman. Við vorum búin að segja þér það. Hvað um það. Drengurinn lítur rosalega vel út. Skálum fyrir heilsu hans og skoðum þetta skemmtilega myndbrot.