Tuesday, October 19, 2010
Heimabrugg: Guttarnir færðu Grafarvogi sigur
Auðvitað vorum við í Grafarvoginum í gær. Sáum Fjölni vinna sinn fyrsta sigur með því að leggja Hamarsmenn. Leikmenn Hamars eru örugglega enn að bölva sjálfum sér fyrir að tapa þessum leik.
Fjölnismenn voru að elta allan leikinn og við hugsuðum með okkur að líklega væru þessir strákar enn bara efnilegir. Þá tóku ungu sveinarnir sig til og stálu leiknum í lokin. Flott hjá þeim. Gaman að sjá íslenska gutta koma inn og klára leiki í úrvalsdeild.
Ef við höfum ekki litið vitlaust á töfluna er næsti leikur Fjölnis gegn KR í vesturbænum. Þar mætast tveir uppáhalds leikmennirnir okkar í deildinni - Pavel og Geitungurinn - sem vill svo vel til að eru efstir íslenskra leikmanna í framlagi eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Þetta verður leikur sem enginn má missa af.
(Mynd:Ægir Þór Steinarsson og Andre Dabney eru... í fljótari kantinum/ karfan.is)