Það kom okkur nokkuð á óvart að sjá Cleveland leggja Boston Celtics í nótt sem leið... en samt ekki.
Við getum bara ekki annað en haft taugar til Cavs eftir ósköpin sem dundu á í sumar.
Fá lið hafa valdið spámönnum jafn miklum heilabrotum og Cleveland í haust. Margir spá liðinu ömurlegu gengi (einn þekktur blaðamaður spáði liðinu 12 sigrum) en aðrir eru vissir um að liðið nái í úrslita-keppnina. Hvað sem því líður, hljóta allir sem eru á bandi Cavs að hafa glaðst yfir þessum góða sigri í opnunarleiknum.