Saturday, October 9, 2010

Heimabrugg: Geitungurinn


Duttum í Grafarvoginn í gær og sáum Fjölnismenn taka á móti Snæfelli. Mjög hressandi leikur, frábær skemmtun. Snæfell hafði þetta í restina en það sem upp úr stóð var að skrumið sem dunið hefur á okkur um ungu mennina í Fjölni á fullan rétt á sér.

Það er frábært að horfa á þessa stráka, sérstaklega Geitunginn, Ægi Þór Steinarsson. Hann er gulur, hann er snöggur og hann stingur.

Guttinn bauð upp á 25/11/4/4, flotta hittni og boltameðferð að hætti CP3. Þetta er strákur sem þú ættir að kíkja á við fyrsta tækifæri. Óvíst að hann verði mikið lengur á klakanum.

Getum ekki beðið eftir að sjá hann og hans menn sækja Stjörnuna heim á sunnudaginn. Þar eru á ferðinni tvö hörkulið sem töpuðu með súrum hætti í fyrstu umferðinni og það verður gaman að sjá Ægi og Shouse kljást í Ásgarði. Mælum eindregið með því.