Friday, October 8, 2010

Heimabrugg


Karfan á klakanum fór af stað í gær. Við duttum að sjálfssögðu í vesturbæinn og sáum KR-Stjarnan. Hörkuspennandi leikur sem lofar góðu fyrir veturinn. Okkar maður Ermolinskij þrennaði þetta upp eins og hann er vanur, en drollaði við það alla leið í framlengingu að þessu sinni.

Leikurinn til að sjá í kvöld er klárlega í Grafarvogi þar sem drengirnir í Fjölni taka á móti Íslandsmeisturum Snæfells. Við erum mikið að spá í að kíkja á þennan leik af því okkur hefur verið sagt að ungu byssurnar í Fjölni séu að gera gott mót.

Ef þú ert á suðurnesjunum er auðvitað ástæðulaust að fara í bæinn. Þá rúllarðu bara í Njarðvík og horfir á Njarðvík-Grindavík. Þeir gulu að frumsýna einhvern Evrópukana sem heitir Pétrúnella