Blake Griffin var valinn númer eitt í nýliðavalinu í fyrra en þurfti að sitja meiddur á hliðarlínunni allan veturinn.
Hann byrjar undirbúningstímabilið alveg eins og maður sem hefur þurft að halda í sér í eitt ár eins og
tölfræðin hans ber með sér.
Það veitir ekki af að fá nýtt blóð í stórustrákaflóruna í NBA. Þess vegna fögnum við því að hann skuli vera að finna sig og ná heilsu á ný.
Liggjum á bæn og vonum að hann haldist heill í vetur.
Hver veit nema Clippers-liðið verði bara sómasamlegt einu sinni.
Mannskapurinn er til staðar, það vantar ekki. En Clippers-bölvunin virðist samt alltaf sitja eins og skuggi yfir liðinu.