Showing posts with label ÞvinguðHasstögg. Show all posts
Showing posts with label ÞvinguðHasstögg. Show all posts
Monday, May 4, 2015
Áhrif meiðslaplágunnar á úrslitakeppnina í NBA
Það var kominn tími á að einhver settist niður og tæki saman lista yfir öll meiðslin sem eru í gangi í NBA deildinni. Við nennum því að sjálfssögðu ekki, en það þýðir ekki að við getum ekki komið leikmanninum í skilning um hvað þetta er alvarlegt mál.
Skiptar skoðanir eru á því hvaða lið geti talist góð eða léleg, sumir nota úrslitakeppnina til að finna einhverja línu til að vinna með í því sambandi. Við förum ekki í slíkan formalisma. Við förum eftir eðlisávísun - og samkvæmt henni eru þrettán lið í NBA deildinni sem skipta einhverju máli, eru relevant og sæmilega sterk. Lausleg talning okkar leiddi í ljós að það eru eitthvað í kring um 25 leikmenn meiddir í þessum þrettán liðum, sem þýðir tveir menn á hvert lið og það er alveg helvíti eðlilegt bara.
Meiðsli eru afar flókið fyrirbæri og því best að skilgreina það áður en við höldum áfram. Meiddur leikmaður - í okkar bókum - getur verið að glíma við nokkrar tegundir af meiðslum eða verið á misjöfnum stöðum í meiðslaferlinu.
Verstu meiðslin eru auðvitað "sjáumst kannski næsta vetur" eins og fótbrotið hans Paul George hjá Indiana í fyrra og hásinarslit Kobe Bryant og Wesley Matthews hjá Portland. Við erum ekki að bera saman fótbrot og hásinarslit, aðeins að sýna ykkur hvernig meiðsli fara í þyngsta og versta flokkinn. Nokkrir leikmenn í NBA eru að díla við vona erfið meiðsli, en þeir eru sem betur fer ekki mjög margir.
Næsti flokkur fyrir neðan eru meiðsli sem tekur nokkra mánuði að laga. Slík meiðsli eru að hrella nokkuð marga leikmenn í NBA deildinni og það að þurfa í uppskurð og tveggja eða þriggja mánaða endurhæfingu þýðir náttúrulega að þú sért úr leik á tímabilinu ef meiðslin koma t.d. eftir Stjörnuleik.
Næsta þrep er menn sem eru að spila meiddir. Allir leikmenn í NBA eru að drepast í skrokknum á lágmark þremur stöðum öllum stundum. Hér erum við tala um menn eins og Kyle Lowry hjá Toronto sem var augljóslega meiddur og spilaði hræðilega í einvíginu við Wiz, Tony Parker hjá Spurs sem var að glíma við sautján mismunandi krankleika og Paul Millsap hjá Atlanta, sem er augljóslega ekki alveg í lagi vegna axlarmeiðslunum sem hann varð fyrir korter í úrslitakeppni (auðvitað).
Síðasta tegundin er svo menn sem eru að koma til baka eftir stutt- eða langvarandi meiðsli en eiga langt í land með úthald, leikæfingu og almennan riðþma fyrir leiknum. Dæmi um þetta eru menn eins og Tiago Splitter hjá San Antonio og okkur liggur við að segja að Derrick Rose sé búin að vera í svona ferli mánuðum saman, aftur og aftur.
Jæja, þá vitið þið hvað við eigum við þegar við tölum um meiðsli og hvað þau þýða fyrir klúbbana. Þetta er ekki skemmtileg upptalning eða upplífgandi en kannski verður það eins og að skila skattframtali eða koma heim frá tannlækninum þegar þetta er afstaðið - fyrst og fremst léttir.
Eins og við tókum fram í byrjun, nennum við ekki að skrifa skýrslu um hvern einasta leikmann sem er meiddur, það er líka ákaflega niðurdrepandi verkefni. Þess í stað ákváðum við að grípa í grafíkina og bjóða upp á eitthvað sem er örugglega með dýrari og betri Photoshop-vinnu sem þú hefur séð. Þurfum við eitthvað að ræða plástrana á efstu myndinni? Slakaðu bara á og njóttu augnabliksins meðan þú horfir á þessa dýrð.
Við settum inn stöðutöfluna í austri og vestri með tíu efstu liðunum. Ef er merki á eftir nafninu á liðinu þínu, þá er það relevant - að gera eitthvað. Ekkert merki þýðir eiginlega nákvæmlega það - ekkert - þetta eru lið sem fara frá því að vera lélegt drasl og upp í bleh. Þið takið eftir því að við setjum Washington í bleh-flokkinn og það er af því þetta lið er ekki búið að gera neitt. Það getur vel verið að það geri eitthvað í úrslitakeppninni núna, en það kemur þessu tiltekna máli ekkert við.
Efnisflokkar:
Bölvanir og blökku-galdur
,
Dreptu okkur ekki
,
Furður veraldar
,
Meiðsli
,
Örlög
,
Realtalk
,
Warriors
,
Þett´ er búið!
,
Þunlyndi
,
ÞvinguðHasstögg
Friday, February 14, 2014
Steve Nash neitar að gefast upp
Grantland hefur verið að fylgja Steve Nash eftir í endurhæfingunni hjá Lakers. Hann heldur fast í drauminn um að fá að vera sæmilega heill í einhvern tíma svo hann geti gefið fólkinu eitthvað fyrir peninginn. Nash hefði ekki náð eins langt og raun ber vitni ef hann væri ekki baráttumaður. Kíktu endilega á myndbandið hérna fyrir neðan, þar sem þú getur meira að segja fengið að fylgjast með því hvernig Nash fær sprautur á kaf í anusinn á sér.
Efnisflokkar:
Grantland
,
Lakers
,
Meiðsli
,
Steve Nash
,
Undraheimar analsins
,
Þunglyndi
,
ÞvinguðHasstögg
Thursday, November 21, 2013
Rotið Epli
Hér sjáum við morðvopnið á bak við enn eitt tapið hjá New York Knicks á heimavelli. Liðið var með leikinn við Indiana gjörsamlega í höndum sér þegar Iman Shumpert ákvað að brjóta á Paul George í þriggja stiga skoti og gefa honum tækifæri til að jafna og senda leikinn í framlengingu.
Auðvitað vann Indiana aukaleikhlutann og svínað Knicks í 3-8, þar af 1-6 á heimavelli. Þetta lítur ekkert rosalega vel út hjá liðunum tveimur í Stóra Eplinu þessa dagana.
Vissulega setja meiðsli strik í reikninginn bæði hjá Knicks og Nets (líka 3-8), en það verður bara að setjast eins og er að grannarnir eru báðir gjörsamlega að drulla á sig. Aðeins Milwaukee (2-8) hefur gert betur í buxurnar í Austurdeildinni það sem af er leiktíðinni.
Við vitum að skammtastærðin er enn lítil, en ef úrslitakeppnin hæfist í dag, myndu tvö lið með innan við 40% vinninshlutfall fara í hana í Austurdeildinni. Þar af lið með 36% vinningshlutfall (Detroit). Alltaf sömu risarnir þarna austanmegin.
Efnisflokkar:
Aftanmóðumas og steinsmugustiklur
,
Iman Shumpert
,
Knicks
,
Nets
,
Paul George
,
Taphrinur
,
ÞvinguðHasstögg
Subscribe to:
Posts (Atom)