Showing posts with label Fatnaður. Show all posts
Showing posts with label Fatnaður. Show all posts
Monday, November 18, 2013
Af Bill Cartwright og hannyrðum prímata
Svo virðist sem forráðamenn New York Knicks hafi gert tilraunir með að láta órangútana í Miðgarðsdýragarðinum hanna og sauma treyjur liðsins á árunum 1979 til 1983 - a.m.k. útibúninginn, sem Bill Cartwright klæðist hér með stolti.
Með fullri virðingu fyrir aumingja prímötunum - sem vafalítið hafa verið undir áhrifum lyfja við saumaskapinn (ketamín kemur upp í hugann, mögulega Græðir 6 áburður) - verður að segjast að hér eru á ferðinni einhver ljótasti fatnaður veraldarsögunnar.
Kannski fór vel á því að Cartwright gamli klæddi sig beint í þennan óskapnað þegar hann kom inn í deildina sem nýliði árið 1979.
Hann er nú ekkert sérstaklega fallegur maður og krampakenndur skotstíllinn hans hjálpaði lítið til í hinu ljóðræna samhengi. Stuttar stuttbuxur og allt eins og það á að vera.
Þetta þýðir reyndar ekki að karlinn hafi verið að spila eitthvað illa. Hann byrjaði á toppnum tölfræðilega ef svo má segja og hlóð í 21/9 á nýliðaárinu sínu
Cartwright var í níu ár hjá New York og var svo skipt yfir til Chicago fyrir Charles Oakley árið 1988, þar sem hann reyndist lokabitinn í meistarapúslið hans Phil Jackson hjá Bulls árið 1991. Hann var harður í horn að taka í vörninni, miðlaði reynslu sinni vel til liðsfélaganna - og var eini maðurinnn sem komst upp með að tala umbúðalaust við Michael Jordan.
Efnisflokkar:
Bill Cartwright
,
Bulls
,
Dreptu okkur ekki
,
Fatnaður
,
Hroðbjóður
,
Knicks
,
Sönn seigla
,
Treyjur og búningar
Monday, February 18, 2013
Er það, strákar?
Efnisflokkar:
Fatnaður
,
Fötin skapa manninn
,
Hipsterapakk
,
James Harden
,
Kevin Durant
,
Russell Westbrook
,
Tíska
Wednesday, September 26, 2012
NBA ætlar viljandi að rifja upp verstu tísku allra tíma
Flestum þykja þeir straumar og stefnur sem ríktu í klæðaburði og tísku á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar nokkuð svalir. Níundi áratugurinn var úthrópaður fyrir hallærislegheit, þó sú neikvæðni hafi reyndar minnkað mikkið með tímanum. Í dag þykir krúttlegt og retro að halda 80´s gleðskap.
Það sem er minna rætt um, er að tíundi áratugurinn var svo miklu miklu verri - raunar algjört einsdæmi og ekkert minna en svartur blettur á mannkynssögunni.
Hvorki fyrr né síðar höfum við séð annan eins hrylling og fatatískuna sem gekk yfir okkur á uppafsárum tíunda áratugarins. Þá var sem sýrutrippandi hippar sjötta og áttunda áratugarins hafi farið í partí með kókaínsniffandi geðsjúklingum níunda áratugarins og ákveðið að hanna nýja fatalínu í eftirpartíinu þegar allir voru gjörsamlega hellaðir á því.
Útkoman er eitthvað það skelfilegasta sem sést hefur og í vetur hafa nokkur af liðunum í NBA ákveðið að rífa upp þessi sár og láta blæða úr þeim á ný. Þetta er aðeins til marks um það hvað fólk í dag er orðið hugmyndasnautt. Það gerir það enginn af gamni sínu að klæðast svona hroðbjóði á ný.
Það er einfaldlega ekki nógu langt liðið frá tíunda áratugnum svo tímabært sé að menga umhverfið með þessum viðbjóði aftur. Þetta er bara allt of hrottalega ljótt - miklu verra en það var 1994.
Þú veist það að tískubylgjur eru ljótar og hallærislegar þegar þú áttar þig á því að þær séu það um leið og þær koma út. Búningarnir hérna fyrir neðan virka sumir 10 sinnum ógeðslegri en þeir voru á sínum tíma og það er nú ekkert smá afrek.
Auðvitað eru sumir af þeim klassík, en aðrir eru mannréttindabrot. Og það vantar meira að segja nokkra af þeim ljótustu í þetta safn.
Efnisflokkar:
Dreptu okkur ekki
,
Fatnaður
,
Fötin skapa manninn
,
Hroðbjóður
,
Tíska
Subscribe to:
Posts (Atom)