Showing posts with label Klassík. Show all posts
Showing posts with label Klassík. Show all posts
Friday, July 15, 2016
Tim Duncan með augum NBA Ísland
Þú veist að það er eitthvað sérstakt í gangi þegar hörkutól úr bransanum eins og RC Buford framkvæmdastjóri og Gregg Popovich þjálfari San Antonio vatna músum. En það gerðist nú samt á sitt hvorum fjölmiðlafundinum þegar þeir voru spurðir út í Tim Duncan, sem hefur ákveðið að leggja skó sína á hilluna eftir 19 ára feril í NBA deildinni.
Við erum búin að liggja yfir þessu í nokkurn tíma og reyna að átta okkur á því að Tim Duncan verði ekki í NBA deildinni næsta vetur. Rétt eins og verður með Kobe Bryant, eigum við öll eftir að sjá á eftir Tim Duncan þegar hann hverfur inn í sólarlagið, enda höfum við öll getað stillt klukkurnar okkar eftir stöðugri spilamennsku hans í nær tvo áratugi.
Við höfum stundum skrifað minningagreinar um menn þegar þeir hætta að spila í NBA. Við skrifuðum reyndar ekkert um Kobe Bryant á sínum tíma, því okkur þótti við vera búin að gera svo mikið af því í gegn um tíðina. Nú er ekki loku fyrir það skotið að við gerum ferilinn hans Kobe Bryant upp í pistli einn daginn, en þegar við heyrðum að Duncan væri hættur, greip okkur strax einhver tilfinning í ætt við skyldurækni - að við yrðum bara að skrifa pistil um hann.
Tim Duncan er sannarlega ekki litríkasti eða umdeildasti leikmaður í sögu NBA deildarinnar, enda hefur umfjöllun um hann alltaf verið í lágmarki bæði hér og annars staðar. Þar liggja nokkrar ástæður að baki. Duncan var aldrei neitt fyrir það að trana sér fram og vildi helst ekki veita viðtöl, en þar að auki hefur kúltúrinn hjá Spurs aldrei snúist um neitt skrum, frægð eða frama.
Og það var að hluta til Tim Duncan sem byggði þennan fræga kúltúr, þetta stjórnkerfi San Antonio Spurs sem öll hin liðin í NBA deildinni hafa öfundað það af í tvo áratugi. Tim Duncan bara mætti (snemma) í vinnuna, vann vinnuna sína vandlega og fór svo heim til fjölskyldunnar, án frægðarljóma eða flugeldasýninga. Gregg Popovich er arkítektinn á bak við megnið af kúltúrnum hjá Spurs, en Tim Duncan hefur verið kjarni hans í nær tuttugu ár.
Tim Duncan hefur aldrei verið allra og mörgum finnst hann leiðinlegur leikmaður, ekki síst af því stuðningsmenn hinna liðanna í NBA eru búnir að vera að tapa fyrir honum í tuttugu ár. Flest körfuboltaáhugafólk sem við þekkjum hefur hinsvegar vottað Duncan virðingu sína í vikunni, hvort sem það var gefið fyrir leik hans eða ekki, af því þetta fólk veit að þar hverfur af sjónarsviðinu algjör goðsögn í sögu deildarinnar.
Einhver ykkar eru eflaust búin að lesa eina eða fleiri af þeim fjölmörgu greinum sem skrifaðar hafa verið um Duncan síðustu daga. Þær hafa verið misgóðar, en leitað í svipaða sálma; Tim Duncan var frábær leikmaður - allt að því vélrænn - liðið hans vann næstum því alltaf, hann var meiri húmoristi og vænni drengur en flestir gerðu sér grein fyrir og líklega var hann líka betri leikmaður en flestir gerðu ráð fyrir.
Við hefðum kannski getað skrifað pistil í ætt við þetta, en þar sem við höfum alltaf horft á Tim Duncan út frá alveg sérstöku sjónarhorni, ákváðum við frekar að deila því með ykkur sem á annað borð nennið að lesa um hetjuna hæglátu. Nánar um það á eftir.
Fyrsti tendensinn sem vaknaði hjá okkur þegar fyrir lá að skrifa Duncan út, var að reyna að finna út hversu ofarlega hann á heima á lista bestu körfuboltamanna allra tíma. Þá hnussa mörg ykkar og segja að fólk eigi ekki að vera að flokka körfuboltamenn - það sé ekkert hægt að bera saman bakverði og miðherja og enn síður ef líða áratugir á milli þess sem þeir spila í deildinni.
Við skiljum að mörgum finnist svona uppröðun og listar asnalegir, en það eru margir sem hafa gaman af þessu og okkur þykir bara alveg nauðsynlegt að reyna að átta okkur á því hvar við eigum að setja Duncan eftir þennan stórkostlega feril sem hann átti í NBA.
Efnisflokkar:
Auðmýkt
,
Charles Barkley
,
Elítuklúbbur NBA Ísland
,
Gamli skólinn
,
Goðsagnir
,
Karl Malone
,
Klassík
,
Realtalk
,
Sigurvegarar
,
Skórnir á hilluna
,
Sögubækur
,
Spurs
,
Tim Duncan
,
Tímamót
,
Úrvalsleikmenn
Wednesday, January 6, 2016
Saturday, September 19, 2015
Nokkur orð um Moses heitinn
Það er eins með okkur eins og aðra körfuboltamiðla, við höfum ekki hugmynd um hver Moses Malone var. Eitt af því fáa sem við vitum með vissu er að hann er nú látinn blessaður, aðeins sextugur að aldri. Við vitum kannski fátt um Moses, en við lítum á það sem skyldu okkar að skrifa nokkur orð um það þegar þrefaldur leikmaður ársins í NBA deildini fellur frá. Sérstaklega ef við fengum nú að horfa á hann spila.
Þið sem þekkið til Malone á annað borð vitið þetta litla sem fólk vissi yfir höfuð um hann, en þó hann hafi alltaf verið sem lokuð bók, þýðir það ekki að hann hafi ekki átt merkilegan feril. Því er alveg kjörið að skrifa nokkrar línur um hann til að upplýsa yngri lesendur um einn besta miðherja í sögu NBA deildarinnar. Við komumst ekki hjá því að detta í nokkrar klisjur þegar við gerum upp feril Moses Malone, en það verður bara að hafa það. Hann skal fá nokkur orð.

Það kom mjög fljótlega í ljós að Moses var enginn venjulegur piltur, því þó hann væri svo sem ekki hávaxinn á miðað við NBA-miðherja almennt (208 cm), var hann risi við hlið foreldra sinna.
Faðir hans var þannig innan við 171 cm á hæð og móðir hans ekki nema 158 cm, svo það eina sem hann erfði frá foreldrum sínum voru smávaxnar hendurnar.
Einn liðsfélaga hans sagði að það hefði bókstaflega verið ósanngjarnt ef Malone hefði verið með risastórar hendur, því hann var besti frákastari sinnar kynslóðar þrátt fyrir barnslegar hendurnar.
Malone ólst upp í fátækt og í grein um hann frá áttunda áratugnum segir að frárennslismálum hafi verið ábótavant á æskuheimili hans og að það hafi verið svo hrörlegt að það hafi bókstaflega verið gat á húsinu á einum stað.
María móðir hans flosnaði upp úr skóla þegar hún var í kring um tíu ára aldur þar sem hún var elst níu systkina og því var nóg annað fyrir hana að gera en hanga í skóla. Fyrir vikið hafði hún ekki um auðugan garð að gresja þegar kom að atvinnu, en þó hún hefði lítið milli handanna reyndi hún að dekra við son sinn eins og henni var unnt.
Moses var ekki námsmaður frekar en móðir hans og gekk vægast sagt illa í skóla. Hann var sjúklega feiminn og ekki beint mælskur - fékk einu sinni á sig gælunafnið Muldri Malone.
Þetta kann að hafa haft áhrif á það að hann varð fyrsti körfuboltamaðurinn í Bandaríkjunum til að stökkva beint úr menntaskóla í atvinnumennsku. Fjöldi háskóla hafði áhuga á að fá hann til sín, en hann ákvað fljótlega að atvinnumennskan væri málið og sú varð raunin.
Það var ABA-lið Utah Stars sem krækti í Moses árið 1975 en þá kom ekki til greina fyrir hann að semja við félag í NBA deildinni af því reglur þar á bæ leyfðu ekki nítján ára gömlum piltum að gera samninga.
Moses spilaði stöðu framherja á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður og segja má að margt sé líkt með nýliðaárinu hans og nýliðaárinu hans Kevin Garnett hjá Minnesota á sínum tíma, en Garnett fetaði í fótspor Malone með því að fara í NBA deildina beint úr menntaskóla.
Malone var ekki nema um 90 kíló og mátti því hafa sig allan við í baráttunni í teignum, en íþróttamennska hans, styrkur og hraði tryggði þó að hann skilaði 19 stigum og tæpum 15 fráköstum að meðaltali í leik fyrir Stjörnuna í Salt Lake City. Ekki dónalegar tölur fyrir nítján ára gamlan strák, sem margir efuðust um að ætti eftir að standa sig í atvinnumennskunni.
Einhver hefði haldið að þessi fína byrjun hefði hjálpað Malone að festa sig í sessi sem leikmaður, en þó hann ætti eftir að spila sem atvinnumaður næstu tuttugu árin, áttu ótrúlega margir klúbbar eftir að vanmeta snilli hans.
ABA deildin lagðist af árið 1976 og í framhaldi af því fór Moses bæði til Portland Trailblazers og Buffalo Braves (L.A. Clippers), en bæði félögin ösnuðust til að láta hann fara, aðallega af því þau töldu sig ekki hafa efni á honum.
Efnisflokkar:
Dánarfregnir og jarðarfarir
,
Goðsagnir
,
Heiðurshöllin
,
Klassík
,
Moses Malone
,
NBA 101
,
Rockets
,
Sixers
Saturday, February 14, 2015
Við munum þig, Mason
Góðvinur ritstjórnarinnar Anthony Mason berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall ofan á önnur veikindi sem þegar voru að hrjá hann.
Dapurlegt þegar svona ungir menn missa heilsuna og þó nýjustu fréttir bendi til þess að ástand hans hafi skánað eitthvað lítillega, er hann enn í lífshættu.
Þið eruð kannski búin að gleyma því hvað Anthony Mason var skemmtilegur leikmaður á sínum tíma, en við erum svo sannarlega ekki búin að gleyma því.
Og þá erum við ekki bara að tala um þegar hann myndaði eina físískustu framlínu körfuboltasögunnar með þeim Patrick Ewing, Charles Oakley og Charles Smith í New York.
Nei, við munum líka eftir því þegar hann gekk í raðir Charlotte, þar sem hann fór sérstaklega hamförum leiktíðina 1996-97.
Þá spilaði hann með drullu-skemmtilegu Hornets-liði sem hafði á að skipa mönnum eins og Glen Rice, Vlade Divac, Dell Curry (pabba Stephen Curry), Muggsy litla Bogues að ógleymdum fagmönnum eins og Ricky Pierce og Matt Geiger. Þetta lið vann 54 leiki um veturinn, en lét reyndar New York sópa sér út 3-0 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Anthony Mason var byggður eins og jarðýta, en það skondna við það var að hann var með ágætis boltameðferð og átti það til að koma upp með boltann og stýra spili Hornets.
Þarna var hann líka með sína flottustu tölfræði á ferlinum - skoraði 16,2 stig, hirti 11,4 fráköst, gaf 5,7 stoðsendingar, stal einum bolta og skaut 52,5% utan af velli, sem er ekkert slor.
Kappinn bauð upp á einar fjórar þrennur um veturinn og setti í nokkrar hrikalegar tölfræðilínur inn á milli.
Dæmi má nefna fjóra leiki sem hann tók í röð janúar árið 1997 þar sem hann hrærði í 19/12/7, 20/17/8, 20/17/7 og 14/11/9 á einni viku í síðari hluta mánaðarins.
Í mánuðinum á eftir bauð hann upp á svipuð læti, þar sem sjá mátti leiki upp á 15/22/10, 21/18/8, 28/12/9, 19/13/12, 19/14/12 og svona var þetta leik eftir leik hjá vini okkar, skoðaðu bara logginn hans frá árinu 1997. Það eru ansi feitar línur þarna inn á milli.

Green er fljótari á löppunum og betri varnarmaður en Mason, en sá síðarnefndi var með miklu betri leik á póstinum og svona 89 sinnum sterkari. Það er þó eins með Mason og Green, ef menn hafa hæfileika, passa þeir inn í hvaða lið sem er.
Það var tíska hjá sumum að raka eitt og annað í hárið á sér þarna á tíunda áratugnum og Mason var fremstur í flokki í NBA deildinni í þeirri list, þar sem hann skaut meira að segja Dennis Rodman ref fyrir rass.
Við teljum ólíklegt að Mason sitji núna í sjúkrarúminu sínu (ef hann er þá með meðvitund) og hugsi um hvað það sé nú merkilegt og skemmtilegt að það sé fólk á Íslandi að hugsa fallega til hans í veikindunum og rifja upp afreksverk hans á körfuboltavellinum.
En svona er nú heimurinn lítill og lífið almennt undarlegt.
Láttu þér batna, Mase. Við hugsum hlýlega til þín.
Efnisflokkar:
Anthony Mason
,
Fret úr fortíðinni
,
Goðsagnir
,
Hornets
,
Hrikalegheit
,
Klassík
,
Tölfræði
,
Þrennur
Sunday, January 11, 2015
Til hamingju með daginn hr. Dawkins (58)
Efnisflokkar:
Afmæli
,
Darryl Dawkins
,
Fret úr fortíðinni
,
Gamla myndin
,
Gamli skólinn
,
Klassík
,
Larry Bird
,
Súkkulaðiþruman
Monday, December 8, 2014
Þúsund orða mynd
Við stöldrum alltaf við í smá stund og drögum inn fortíðarþrá þegar við rekumst á þessa mynd, hvort sem við rekumst á hana á netinu fyrir tilviljun eða rennum augunum yfir hana í myndasafninu okkar. Þessi mynd öskrar ekkert á þig, en hún segir samt svo margt.
Ástæðan fyrir því að við fórum að grafa myndina upp er sú að við rákumst á aðra mynd sem tekin var við sama tilefni, bara frá öðru sjónarhorni. Því datt okkur í hug að kanna hvort fleiri myndir ættu eftir að poppa upp ef gerð yrði létt leit. Og það kom á daginn að svo var.
Fyrir þau ykkar sem botnið ekkert í þessu öllu saman, erum við að tala um þriggja stiga skotkeppnina um Stjörnuhelgina árið 1992. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að þarna var tvímælalaust á ferðinni einhver öflugasti mannskapur sem tekið hefur þátt í keppninni, eru þarna tvö andlit sem okkur þykir alltaf vænt um að sjá.

(Risa)stórskyttan Stephen Curry á ekki langt að sækja skothæfileikana, eða öllu heldur náðargáfuna að handa körfuboltum ofan í gjörð með áföstu neti á allt að tíu metra færi.
Þroskaðir NBA-áhugamenn muna eftir pabba hans Dell Curry sem lék með Larry Johnson, Alonzo Mourning og Muggsy Bogues hjá Carlotte Hornets á tíunda áratugnum.
Eldri útgáfan af Curry skaut boltanum 3098 sinnum fyrir utan línu og fjögur af hverjum tíu þeirra rötuðu rétta leið. Það er vel ásættanlegt fyrir skyttu, en sonur hans er að bæta um betur bæði hvað varðar magn og gæði.
Og raunar hvern sem er, nema ef til vill son hans Stefán. Dell gamli spilaði á allt öðrum tímum í NBA. Hann var jú með græna ljósið, en ekki algjört drápsleyfi eins og sonurinn er með hjá Warriors nú þegar deildin er skotglaðari af færi en nokkru sinni fyrr.
Okkur er til efs að einhver hinna fullorðnu hafi hugsað með sér "fokk, þessi snáði á eftir að tortíma öllum þriggja stiga metum í bókinni eftir nokkur ár" þegar þeir sáu litla krúttið sitja á lærinu á pabba sínum þarna í febrúar 1992.
Þeir voru líka uppteknir við að skjóta, sérstaklega Craig Hodges, sem þarna vann keppnina þriðja árið í röð. Hann var svakaleg skytta, enda vann hann við það að taka þriggja stiga skot og ekkert annað. Og þá meinum við ekkert annað.

Aftari röð frá vinstri: Stockton, Petrovic, Richmond, Curry eldri, Ehlo. Fremri röð frá vinstri: Jim Les, Craig Hodges (sigurvegarinn) og Jeff Hornacek.
Þeir John Stockton og Craig Ehlo hafa kannski ekki fengið neinn til að skjálfa á beinunum, en restin af þátttakendunum eru allt goðsagnir á sjö metrunum. Jim Les, var sérfræðingur eins og Hodges og gerði ekkert annað en að taka þriggja stiga skot. Svo voru þeir þarna Jeff Hornacek og Mitch Richmond - og Drazen heitinn auðvitað. Sá gat skotið.

Hvað um það. Hérna eru bestu skyttur allra tíma í NBA eftir okkar huglægu bókum. Í engri sérstakri röð: Craig Hodges, Dale Ellis, Drazen Petrovic, Peja Stojakovic, Jeff Hornacek, Ray Allen, Jason Kapono, Mark Price, Larry Bird, Kyle Korver, Steve Nash, Steph Curry og næstum því Anthony Morrow.
Og nei, við gleymdum ekki Reggie Miller. Hann reyndi fimm sinnum að sanna hvað hann væri mikill spaði í þriggja stiga keppninni en vann ekki einu sinni. Já, já, hann skoraði einn og einn stóran þrist, en hann er einn ofmetnasti körfuboltamaður í sögu NBA deildarinnar og menn eins og Drazen heitinn hefðu ekki einu sinni þurft fram úr rúminu til að skjóta hann í kaf. Og hafðu það!
Efnisflokkar:
Craig Ehlo
,
Craig Hodges
,
Dell Curry
,
Drazen Petrovic
,
Fret úr fortíðinni
,
Jeff Hornacek
,
John Stockton
,
Klassík
,
Mich RIchmond
,
Netbrennur
,
Reggie Miller
,
Skyttur
,
Stephen Curry
,
Þristar
Sunday, November 9, 2014
Sunday, November 2, 2014
Sunday, October 26, 2014
Friday, October 17, 2014
Tuesday, October 14, 2014
Strípur eða dauði
Efnisflokkar:
Andrei Kirilenko
,
Bob Sura
,
Darko Milicic
,
Dirk Nowitzki
,
Fret úr fortíðinni
,
Hárgreiðslur
,
Hedo Turkoglu
,
Klassík
,
Mehmet Okur
,
Steve Nash
,
Tíska
Monday, September 22, 2014
Góður Draumur maður
Hakeem Olajuwon var sannarlega einstakur leikmaður. Við tókum því aldrei sem sjálfssögðum hlut að horfa á hann leika listir sínar á Milli-Jordan árunum. Það væri gaman að vita hvort hann væri með 40 eða 45 stig að meðaltali í leik ef hann væri að spila eins og hann gerði best í miðherjaleysinu í dag.
Og athugaðu að ef Olajuwon væri að spila í dag, væri hann þriggja stiga skytta líka. Það er ekkert rosalega langt á milli 18-20 feta skotanna sem voru sjálfvirk hjá honum og 23-24 fetanna sem gefa þrjú stigin. Pældu aðeins í því hverslags gereyðingarvopn Hakeem hefði verið ef hann hefði þróað með sér heiðarlegt þriggja stiga skot. Nóg var hann fyrir.
Fullt af fólki tróð höfðinu upp í ristilinn á sér og hætti að fylgjast með NBA körfuboltanum eftir 1993 og missti því af 24 mánaða dómínasjónum Nígeríumannsins á árunum 1994-95. Prófið að spyrja leikmann ársins 1995, David Robinson, hvað var að gerast á þessum tíma. Hann svarar því reyndar á lokasekúndunum í fyrra myndbrotinu hérna fyrir neðan. Gott ef Robinson fékk ekki garnaflækju eftir alla snúningana sem Draumurinn tók á hann.
Efnisflokkar:
David Robinson
,
Fret úr fortíðinni
,
Goðsagnir
,
Hakeem Olajuwon
,
Klassík
,
Rockets
,
Rólegur
Fisher yfir Iverson (og það með hægri)
Efnisflokkar:
Allen Iverson
,
Andlitsmeðferð
,
Derek Fisher
,
Gamla myndin
,
Klassík
,
Útsvar
Tuesday, September 16, 2014
Elgin Baylor er áttræður í dag
Goðsögnin Elgin Baylor á stórafmæli í dag. Þessi innan við tveggja metra hái framherji var einn mesti brautryðjandi síns tíma í NBA deildinni. Hann lék allan sinn feril með Lakers, fyrstu tvö árin í Minneapolis og restina í Los Angeles.
Baylor spilaði ellefu stjörnuleiki á ferlinum og skoraði 15 stig eða meira í tíu þeirra. Hann lék hvorki meira né minna en átta sinnum til úrslita um meistaratitilinn, en var svo óheppinn að verða samferða sigursælasta liði NBA sögunnar þegar það var að toppa.

Ein af kaldhæðnilegustu staðreyndum NBA sögunnar er sú að loksins þegar Lakers náði að vinna bölvaðan titilinn, var það nokkrum mánuðum eftir að Baylor ákvað að hætta að spila.
Lakers-liðið sem náði loks að brjóta ísinn, gerði það sannarlega með stæl, en það var sögufrægt ´72-liðið með Jerry West og Wilt Chamberlain í fararbroddi. Það var fyrsti titill félagsins síðan 1954.
Baylor var skorari af guðsnáð. Sem dæmi um það má nefna að á fyrsta árinu sem Lakers-liðið spilaði í Los Angeles (1960-61), bauð hann upp á 35 stig, 20 fráköst og fimm stoðsendingar að meðaltali í leik. Aðeins.
Eins og nærri má geta var Baylor í hópi 50 bestu leikmanna sögunnar þegar staðið var að því vali á sínum tíma.
Þeir sem yngri eru muna ef til vill eftir Baylor sem framkvæmdastjóra Los Angeles Clippers, þar sem hann var í yfir tvo áratugi til ársins 2008. Tveimur árum áður var hann kjörinn framkvæmdastjóri ársins eftir að Clippers-liðið tók smá kipp undir forystu Sam Cassell.
NBA Ísland sendir Baylor innilegar afmæliskveðjur í tilefni dagsins og vonar að hann eigi mörg góð ár eftir í þessu andskotans bulli sem við köllum lífið. Hann lengi lifi, húrra, húrra, húrra!
Efnisflokkar:
Afmæli
,
Elgin Baylor
,
Frumherjar
,
Goðsagnir
,
Klassík
,
Lakers
,
NBA 101
Tuesday, August 19, 2014
Ungur Kobe Bryant skorar stig með körfuboltum
Hérna eru skemmtilegar klippur úr leik frá því í febrúar árið 1995, þar sem Kobe Bryant fer mikinn í menntaskólaleik með Lower Merion liðinu sínu. Eftir stutta samantekt úr leiknum sjáum við stutt viðtal við Kobe, sem er nákvæmlega eins þarna og hann er í dag, nema hvað hann var ekki alveg búinn að fylla út í búninginn sinn þarna á menntaskólaárunum. (Því miður þarftu að spóla fram á 8:55 til að losna við óþarfa bull).
Hvað er samt málið með öll myndbönd sem eru eldri en tveggja ára á youtube! Af hverju líta þau frekar út fyrir að vera frá árinu 1948!?! Við erum ekki svona andskoti gömul hérna!
Efnisflokkar:
Fret úr fortíðinni
,
Klassík
,
Kobe Bryant
,
Þetta er ungt og leikur sér
Saturday, August 9, 2014
Traffík í Heiðurshöllinni
Alltaf verið að moka fleirum og fleirum inn í Heiðurshöllina góðu. Í nótt fór slatti af liði þar inn, bæði konur og karlar. Þeir sem vöktu mesta athygli hjá okkur voru þeir Mitch Richmond, Alonzo Mourning, Sarunas Marciulionis, David Stern og Nat heitinn "Sweetwater" Clifton.
Það eru einmitt leikmenn eins og Mitch Richmond sem vekja reglulega upp harðar deilur um kríteríuna sem ræður því hverjir komast inn í Heiðurshöllina og hverjir ekki. Þeim fer reyndar ört fækkandi, leikmönnunum sem komast ekki inn að mati þeirra sem harðast gagnrýna regluverkið í Springfield. Menn fara ólíkt að við að dæma ævistarf karla, kvenna, Kana, útlendinga, leikmanna og þjálfara.
Og svo er það stærsta spurningin. Á að taka menn inn í Heiðurshöllina fyrir að vinna körfuboltaleiki eða fyrir að búa til feita tölfræði?
Efnisflokkar:
Chris Mullin
,
David Stern
,
Goðsagnir
,
Heiðurshöllin
,
Klassík
,
Mitch Richmond
,
Tim Hardaway
,
Verðlaun og viðurkenningar
,
Warriors
Friday, August 1, 2014
Subscribe to:
Posts (Atom)