Showing posts with label Gæsahúð. Show all posts
Showing posts with label Gæsahúð. Show all posts
Saturday, October 31, 2015
Klikkaðasti körfuboltamaður heims
Hér er bara lítið dæmi frá því í nótt sem rökstyður af hverju Russell Westbrook er klikkaðasti körfuboltamaður heims í dag. Klikkaður, eins og í óútreiknanlegur, hvatvís, ör, óhræddur og alveg ógeðslega góður.
Efnisflokkar:
#Russ
,
Á flautunni
,
Andi
,
Brelluskot
,
Gæsahúð
,
Hafðu þetta hugfast um jólin
,
Hrikalegheit
,
Rólegur
,
Russell Westbrook
,
Sirkusinn er kominn í bæinn
,
Stórustrákabuxurnar
,
Tilþrif
Friday, November 15, 2013
Öskubuskur og áflog
Við tókum okkur til og horfðum á nokkra körfuboltaleiki á síðasta sólarhring eða svo. Við sáum meðal annars Dílaskarfana frá New Orleans færa systurkúbbnum sínum í Utah fyrsta sigurinn á silfurfati.
Lið Utah er hrottalega slakt, en náði samt að vinna þennan leik á einhvern undarlegan hátt. Það er lítill sómi af því hvernig New Orleans er að byrja leiktíðina. Brúnar er að spila af sér rassgatið en allt kemur fyrir ekki. Ætli við verðum þó ekki að gefa Skörfunum aðeins lengri tíma til að gela sig saman og fá Ryan Anderson til baka og svona.
Utah var búið að tapa fyrstu átta leikjunum sínum í vetur og það kom reyndar ekkert á óvart. Þú vinnur ekki körfuboltaleiki ef þú ætlar að manna leikstjórnandastöðuna með Charles Ingalls og Sveppagreifanum.
Það hefur Jazz verið að gera með þeim Jóni Lúkasi þriðja og Jamaal Tinsley, sem reyndar hefur verið látinn fara.
Svo hringir liðið í einhvern pjakk úr D-deildinni sem var í 10/11 þegar kallið kom. Rúmum sólarhring síðar er hann farinn að spila lykilmínútur í NBA deildinni og átti sinn þátt í þessum fyrsta sigri Utah-liðsins.
Pjakkurinn, sem heitir réttu nafni Diante Garrett, (sjá mynd til hægri) er með meiri hæfileika í forhúðinni en áðurnefndir tveir leikstjórnendur. Stundum er körfuboltinn ákaflega einkennilegur. Ekki síst þarna í Utah.
Philadelphia heldur uppteknum hætti og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki sem það hefur ekkert með að gera að vinna . Sigur Sixers á Rockets var nokkuð flottur, hvort sem James Harden var með Houston eða ekki. Tvær Öskubuskur stigu heldur betur fram á sviðið og stálu senunni þar, þeir Tony Wroten og James Anderson.
Það er svo gaman að fylgjast með Öskubuskuævintýrunum í NBA deildinni svona á haustin þegar alls konar sveppir eru að fá sénsinn og standa sig vel.
Úlfarnir okkar eru svo sem engir sveppir, en þeir eru að standa sig vel og Ástþór spilar eins og hann eigi lífið að leysa. Gaman að sjá hvað Rick Adelman er að fá út úr þessu liði þó bekkurinn hans sé ekki sterkari en hjá Einherja.

Þú veist að þú ert að horfa á góðan körfuboltaleik þegar þú færð gæsahúð á einhverjum tímapunkti og þessi bauð upp á slíkt. Það voru komin 4-5 topp tíu tilþrif í sarpinn þegar um fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Við megum til með að minnast á nokkra punkta sem vöktu athygli okkar í þessum leik.
Russ er enn ekki alveg kominn með tímasetningar og takt á hreint og hittir ekki drullu, en það sem skiptir mestu máli er að hann er strax orðinn 100% Russ.
Það þýðir að hann er með fulla sprengju og keyrir blint á hvað sem er - hikar aldrei í eina sekúndu. Og það eru einar bestu fréttir vetrarins.
Við elskum Russ, þó hann þverbrjóti margar af þeim reglum og viðmiðum sem við höfum um körfubolta.
Kevin Durant er enn að verða betri. Hann virðist ætla að standa 100% við það sem hann talaði um í sumar, þegar hann sagðist ætla að leggja áherslu á það að bæta varnarleikinn sinn og reyna að gera meðspilara sína betri.
Þú ræður hvað þér finnst um eftirfarandi fullyrðingu, en ef Kevin Durant væri með skotval og samvisku Carmelo Anthony, væri hann með á bilinu 35-40 stig að meðaltali í leik. Það er bara þannig.
Við höfum oft hlegið að því hvað Kendrick Perkins er lélegur í körfubolta, en hann hefur nú samt verið sæmilega duglegur að mæta í vinnuna hjá Oklahoma.
Fyrir vikið var dálítið pínlegt að sjá strákinn frá Nýja-Sjálandi fylla skarð hans í byrjunarliðinu þegar Perk þurfti að fara og jarða afa sinn.
Aumingja Steven Adams vissi stundum ekkert hvar hann átti að vera í vörninni, en hann er bæði harður og duglegur og ef hann heldur áfram að læra, gæti hann átt eftir að fá enn fleiri mínútur.

Aumingja Steven Adams vissi stundum ekkert hvar hann átti að vera í vörninni, en hann er bæði harður og duglegur og ef hann heldur áfram að læra, gæti hann átt eftir að fá enn fleiri mínútur.
Ungviðið hjá Oklahoma var annars ekki upp á marga fiska í þessum leik og það hjálpaði ekki að Serge Ibaka lét henda sér í bað í öðrum leikhluta eftir smávægilega pústra við Matt Barnes og Blake Griffin.
Þið vitið hvaða skoðanir við höfum á sjúkum agareglum NBA deildarinnar, við þurfum ekki að fara aftur yfir það.
LA Clippers:
Hey, hérna eru fréttir: Chris Paul er góður í körfubolta...
Láttu Blake Griffin í friði!
Það er orðið þreytt að hatast út í Blake Griffin af því hann fékk einu sinni að vinna einhverja troðkeppni út á bílaauglýsingu. Við vitum að hann á það til að vera dálítið fýldur og floppa smá, en þar fyrir utan hefurðu ekkert út á hann að setja. Hann er alltaf að bæta sig og því er hálf grátlegt hvað hann fær ekkert respekt frá dómurum.
Það er orðið þreytt að hatast út í Blake Griffin af því hann fékk einu sinni að vinna einhverja troðkeppni út á bílaauglýsingu. Við vitum að hann á það til að vera dálítið fýldur og floppa smá, en þar fyrir utan hefurðu ekkert út á hann að setja. Hann er alltaf að bæta sig og því er hálf grátlegt hvað hann fær ekkert respekt frá dómurum.

Það er hans að binda saman vörnina, ekki ósvipað og Kevin Garnett gerði hjá Boston undir stjórn Doc Rivers. Til að svo megi verða, verður drengurinn að finna leiðir til að hanga inni á vellinum.
JJ Redick er einn hamingjusamasti körfuboltamaðurinn í NBA deildinni í dag, ekki ósvipað og Kevin Martin sem er aftur farinn að spila fyrir Rick Adelman. Redick er að gera sitt besta til að verða hinn hvíti Ray Allen hjá Clippers. Óhemju skemmtilegur leikmaður.
Matt Barnes er stundum dálítið fokheldur, en það er nauðsynlegt að vera með einn svona gaur á bekknum. Hann gefur Clippers eitthvað sem enginn annar getur komið með.
Það er ekki gott að sjá hvað þetta Clippers-lið getur farið langt í vor, en það hlýtur bara að vinna fullt af leikjum. Lélegt ef það vinnur ekki 58 leiki með þessa breidd, þó hún sé reyndar ekkert rosaleg meðal stóru mannanna.
Já, deildakeppnin í NBA fer sko frábærlega af stað eins og alltaf.
Fylgist með.
Efnisflokkar:
Blake Griffin
,
Brúnar
,
Clippers
,
DeAndre Jordan
,
Dólgslæti
,
Gæsahúð
,
Hágæðaskemmtun
,
Jazz
,
JJ Redick
,
Kevin Durant
,
Öskubuskuævintýri
,
Russell Westbrook
,
Serge Ibaka
,
Skarfarnir
,
Thunder
Monday, May 27, 2013
Við elskum körfubolta
Sæl aftur.
Það er ekki við Indiana að sakast, en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti.
Þetta er Miami - liðið sem var óstöðvandi í deildinni í vetur og liðið sem við áttum von á að sjá eins og bremsulausa jarðýtu í úrslitakeppninni. Þarna er það.
Þriðji leikur Miami og Indiana í gær var ekki mjög spennandi, slíkir voru yfirburðir gestanna, en það var samt unun að horfa á það hvernig Miami hakkaði allt í sig sem Indiana reyndi að setja fyrir það.
Ekkert lið vinnur Miami þegar stjörnurnar eru rétt stilltar og fá í þokkabót hjálp frá öllum aukaleikurunum.
Aumingja Indiana ef þetta heldur svona áfram. Hætt við að þetta tap í gær hafi slegið úr þeim eitthvað af tönnunum. Það var alveg sama hvað þeir reyndu, allt kom fyrir ekki.
Við erum búin að segja ykkur allt um LeBron James og þurfum ekki að segja meira um hann í bili, en þessum snillingi er enn að takast að lyfta leik sínum á hærra plan.
Við verðum að deila með ykkur stuttu myndbroti sem fangar svo fullkomlega af hverju við elskum körfubolta.
Myndbrotið hér fyrir neðan er úr leik tvö hjá Miami og Indiana. Ungstirni dagsins í dag, Paul George hjá Indiana, byrjar þar á því að HAMRA boltanum í andlitið á Fuglamanninum Chris Andersen, en LeBron James lætur það ekkert á sig fá, brunar upp völlinn og setur niður langan þrist í andlitið á honum til baka.
Eftir þetta sjáið þið að þeir James og George skiptast á einhverjum pillum og í síðustu endurtekningunni, í blálokin á myndbrotinu, sérðu þá takast í hendur, brosa og halda hvor í sína áttina í lok leikhlutans.
Þetta er gæsahúðaraugnablik af bestu gerð.
Þetta er ástæðan fyrir því að körfubolti er fallegasta íþrótt í heimi að okkar mati.
Efnisflokkar:
Gæsahúð
,
Heat
,
LeBron James
,
Pacers
,
Paul George
,
Tilþrif
,
Úrslitakeppni 2013
Subscribe to:
Posts (Atom)