Showing posts with label Harrison Barnes. Show all posts
Showing posts with label Harrison Barnes. Show all posts

Sunday, November 9, 2014

Eiga Flóamenn erindi í titilbaráttu?


Frábær leiktíð er hafin í NBA deildinni. Augu margra beinast að vandræðagangi Cleveland en það er miklu skemmtilegra að skoða liðin sem gengur vel. Og engu liði gengur betur í dag en Golden State Warriors.

Eins og komið var inn á í 32. þætti hlaðvarpsins á dögunum, er þetta Warriors lið skyndilega orðið svo sterkt að það er hreinlega til alls líklegt. Við verðum að viðurkenna að þetta kemur dálítið aftan að okkur. Við áttum bara ekki von á þessu.

Fyrir mánuði síðan, voru á að giska fimm körfuboltalið sem áttu raunhæfa möguleika á meistaratitli að okkar mati. Svona ef tekið var mið af þeim mannskap sem þau höfðu yfir að ráða. 

Þetta eru Cleveland og Chicago í austri og San Antonio, Oklahoma og ef til vill Los Angeles Clippers í vestri.

Öflug lið Dallas, Houston, Memphis og Golden State voru þar rétt fyrir utan. Lið sem eru að banka mismikið á dyrnar, en eru skrefi á eftir þeim áðurnefndu þó þau gætu alveg gert einhverja skandala ef þau hefðu heppnina með sér.

Wednesday, April 24, 2013

Flugleikni Harrison Barnes


Það er eitt að geta hoppað hátt - annað að hafa stjórn á hlutunum þegar upp er komið. Troðslan hans Harrison Barnes hjá Warriors yfir Anthony Randolph hjá Nuggets lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu, en þegar þú skoðar endursýninguna, sérðu hvað hér er um magnaða flugleikni að ræða. Viðbrögð liðsfélaga hans eru líka stórkostleg.



Mögnuð tilþrif hjá stráknum, í mögnuðum leik hjá Warriors. Það fer ekki hver sem er til Denver og lúskrar á heimamönnum, en það tókst Warriors í nótt sem leið.

Monday, November 26, 2012

Barnes yfir Stóra-Pek


Þessi hrikalega troðsla átti sér stað í leiknum sem við minntumst á í síðustu færslu. Hér er Harrison Barnes að stanga úr endajöxlunum á Stóra-Pek. Líklega öflugasta andlitsmeðferð ársins til þessa.