Frábær leiktíð er hafin í NBA deildinni. Augu margra beinast að vandræðagangi Cleveland en það er miklu skemmtilegra að skoða liðin sem gengur vel. Og engu liði gengur betur í dag en Golden State Warriors.

Fyrir mánuði síðan, voru á að giska fimm körfuboltalið sem áttu raunhæfa möguleika á meistaratitli að okkar mati. Svona ef tekið var mið af þeim mannskap sem þau höfðu yfir að ráða.
Þetta eru Cleveland og Chicago í austri og San Antonio, Oklahoma og ef til vill Los Angeles Clippers í vestri.