Showing posts with label Tank. Show all posts
Showing posts with label Tank. Show all posts

Sunday, May 24, 2015

Enn er Houston vandi á höndum


Möguleikinn var vissulega fyrir hendi, en við áttum samt ekki von á því að Golden State ætti eftir að ná 3-0 forystu í rimmunni við Houston. Þá meinum við, ekki með þessum hætti. Ekki með því að taka fyrstu tvo heima en mæta svo til Texas og berja Rockets í andlitið með gömlum Estwing hamri.

Í nótt sem leið skrifuðum við blóðlaust lið Atlanta út af sakramentino og nú er kominn tími til að níðast á Houston Rockets. Munurinn á Atlanta og Houston er helst sá að Houston er ágætis körfuboltalið. Atlanta er búið að sýna okkur að það er ekki bara lélegt, heldur líka karakterslaust. Það er eitt að vera hæfileikalaus - verra að vera huglaus - og það er Atlanta svo sannarlega. 

Okkur er alveg sama þó einhver segi að Atlanta geti ekki verið hug- og hæfileikalaust úr því það komst alla leið í úrslit Austurdeildar. Við erum búin að segja ykkur það í allan vetur að Austurdeildin sé átakanlegt drasl og undanfarnar vikur hefur því miður komið í ljós að liðin þar eru flest ennþá meira drasl í úrslitakeppninnin en þau voru í deildarkeppninni. Og það er ekkert smámál.

En höldum okkur við Houston, það vantar ekki umræðuefnið á þeim bænum. Einvígi Golden State og Houston er að þróast allt öðru vísi en við áttum von á. Það sem við eigum við með því, er að Houston kom okkur dálítið á óvart í fyrstu tveimur leikjunum í Oakland með því að vera inni í þeim báðum og eiga bullandi séns. Eða svona... einhvern séns.

Og aftur kom Houston okkur á óvart í nótt - og við hötum okkur sjálf fyrir að leyfa Houston að koma okkur aftur á óvart með þessum hætti. Við lærum aldrei.

Réttu viðbrögðin hjá Houston í leik þrjú, þegar það var loksins komið á heimavöllinn þar sem allir voru í stuði og stemmara, hefðu að sjálfssögðu átt að vera að koma öskrandi og klórandi til leiks með því að kasta sér á alla bolta og spila bestu vörn sem það hefði spilað í allan vetur.

U, nei!

Í staðinn fengum við Houston-útgáfuna sem við sáum í leikjum þrjú og fjögur gegn Clippers í annari umferðinni um daginn: ískalt í sókninni og gjörsamlega áhuga- og karakterslaust í vörninni. 

Kommon Houston! 
Ertu virkilega ekki betra en þetta? 

Nei, sennilega ekki... 
(Blótsyrði) drasl. 

Houston er ekki sama ruslið og Atlanta og fær kúdós fyrir baráttuna í leikjum eitt og tvö, en það er gjörsamlega búið að þurrka það allt út með skitunni á heimavelli í kvöld. Þetta er gjörsamlega óásættanleg frammistaða hjá liði í undanúrslitum NBA deildarinnar

Það er skondið að fylgjast með umfjöllunar-mælunum í NBA í kring um Houston þessa dagana. Ef við gefum okkur sem sagt að sé til apparat sem mælir hvernig umfjöllun um tiltekið körfuboltalið hefur verið á ákveðnu tímabili. Ætli niðurstaðan yrði ekki eitthvað á þessa leið (smelltu til að stækka):


Houston var voða duglegt að klára Dallas nokkuð auðveldlega 4-1 í fyrstu umferðinni og fékk þá prik fyrir að drullast a.m.k. til að vinna eina seríu öfugt við árið áður. Svo hallaði fljótlega undan fæti þegar liðið skeit á sig í fyrsta leik gegn Clippers og hatrið náði hámarki þegar það lenti undir 3-1 og fékk okkur til að skrifa þetta. Það er að koma enn betur í ljós núna að líklega var það var meira Clippers að þakka en Houston að Rockets skuli hafa komið til baka og klárað þá seríu. 

Aftur verðum við að gefa Houston kúdós á að ná að hanga í Golden State í fyrstu tveimur leikjunum og með örlítilli heppni hefði það alveg getað stolið öðrum þeirra. Golden State gerði hinsvegar það sem góð lið gera, það kláraði heimaleikina sína þó það væri í sjálfu sér ekki að spila neitt rosalega vel.

Og þá erum við komin að þessu rugli í Houston í nótt. Eins og feiti maðurinn sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport sagði réttilega, er ekkert óeðlilegt við það þó skotin vilji ekki detta hjá hvaða liðum sem er. Það kemur fyrir reglulega og þegar það gerist, er fjandi lítið við því að gera. 

Það sem er hinsvegar hægt að stjórna, er hvernig sóknarleikurinn er framkvæmdur (til dæmis hindranasetning) og í frekara mæli hvernig varnarleikurinn er leystur - hvort farið er eftir fyrir fram ákveðnum leiðum og hvort hann er leikinn af heilum hug. Og þarna fellur Houston illa á prófinu. Aftur.

Við erum búin að skrifa allt sem þarf að skrifa um þetta Houston lið og í sjálfu sér þarf ekki að bæta miklu við það. Margir freistast til að fara með hamarinn á loft þegar illa gengur hjá liðum í úrslitakeppninni, þegar þau eru að falla úr keppni og sýna okkur af hverju þau eru ekki nógu sterk. 

Þetta eru Atlanta og Houston að gera núna og það skiptir engu máli hvort þeim verður báðum sópað út eða hvort þau tefja þetta með því að fara í sjö leiki.

Við eigum að vera reyndari í bransanum en það að fara að hrauna svona yfir lið í undanúrslitum, en við erum bara alveg 100% viss um að þið eruð öll sammála okkur þegar við segjum að andstæðingar Golden State og Cleveland hafi gert miklu meira en sýna okkur veikleika sína.

Þau eru búin að sýna okkur hvað þau eru gjörsamlega laus við karakter og engan vegin verðug þess að ná jafn langt og raun ber vitni.

Atlanta reyndar komst bara í undanúrslitin af því að það verður eitthvað lið að komast þangað, en þó Houston eigi ef til vill meira hrós skilið fyrir að komast í gegn um miklu sterkara vestrið, er það ekki að gera sig að mikið minna fífli en Houston. 

Hugsið ykkur bara, öll þessi skrif um vanhæfni og veikleika Houston Rockets (og Atlanta) en enn ekki stakt orð um Golden State! Jæja, það er með ráðum gert, því við ætlum ekki að gera Warriors þann óleik að skrifa um það í sömu andrá og Rockets. Við verðum að þvo okkur um hendurnar áður en við snúum okkur að Warriors.

Friday, June 27, 2014

Sunday, March 23, 2014

San Antonio á það til að vinna 50 körfuboltaleiki


Gettin´ Jiggy wit it og Candle in the wind voru að gera góða hluti í radíóinu (enda er það oftast viðbjóður sem er að gera góða hluti í radíóinu), Michael Jordan var stigakóngur og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar og Dennis Rodman varð frákastakóngur með fimmtán stykki í leik.

Þetta var að sjálfssögðu árið 1998 og það er einmitt árið sem Tim nokkur Duncan kom inn í NBA deildina, hrifsaði til sín pennann og byrjaði að breyta NBA sögunni.

Árið áður, vann San Antonio aðeins 20 leiki í deildakeppninni, þegar  David Robinson var meiddur og Spurs-liðið skipti með mestu ánægju um gír og tankaði hressilega. Fyrir vikið fékk það Duncan í skóinn og síðan hefur allt verið hönkí-dorí.

San Antonio er þegar búið að vinna 50 leiki í deildakeppninni nú og er þetta hvorki meira né minna en SAUTJÁNDA árið í röð sem Spurs nær þessum frábæra árangri.

Okkur fjandans sama um *-stjörnuna sem jafnan er látin er fylgja með þessari tölfræði Spurs af því liðið náði tæknilega ekki 50 sigrum í verkbanninu um aldamótin.

Vinningshlutfallið var hinsvegar svo gott að liðið hefði ekki verið í neinum vandræðum með þetta. Sjáðu bara síðasta verkbann, þar sem aðeins voru spilaðir 66 leikír í deildakeppninni.

San Antonio vann SAMT fimmtíu leiki.

Þetta er rugl.

Við getum meira að segja farið aftar i söguna og þá kemur í ljós að Spurs hefur unnið 50 leiki eða meira á 20 af síðustu 21 árum í NBA deildinni.

Það þarf vart að taka fram að ekkert lið í sögunni hefur náð viðlíka árangri/stöðugleika.

Þessi klúbbur er eins og lygasaga. Á eflaust eftir að verða samkeppnishæfur í tíu ár í viðbót með þennan mannskap. Hverjum kæmi það svo sem á óvart...




Wednesday, October 9, 2013

Thursday, May 31, 2012

Til hamingju New Orleans


Við berum miklar taugar til tónlistarborgarinnar New Orleans og því var það okkur sönn ánægja þegar í ljós kom að körfuboltafélagið í borginni hreppti hnossið í Nýliðalottóinu.

Eins og svo oft áður þurfti liðið með lélegasta árangurinn að bíta í það súra epli að fá ekki fyrsta valréttinn þrátt fyrir að eiga bestu líkurnar á því.

Á grafinu hér til hliðar sérðu hvaða líkur klúbbarnir áttu á því að hreppa fyrsta valréttinn og þar sést glöggt að Charlotte átti auðvitað bestu líkurnar á 1. valrétti, en sem betur fer varð ekkert úr því.

Það hefði verið dapurlegt að sjá Michael Jordan skamma Brúnar inn á geðveikrahæli og bjóða svo jafnvel upp á þriðju endurkomuna eftir Stjörnuleikinn í febrúar.

Sem betur fer sér karmað oftast um að refsa skítaklúbbum sem tanka. Það átti reyndar ekki við um Golden State að þessu sinni, en félagið fékk að halda sínum valrétti sem það hafði mikið fyrir að tanka til sín í vetur. Skammarlegt metnaðarleysi.

Það er ekkert leyndarmál að hinn fjölhæfi og varnarsinnaði einbrúnungur Anthony Davis verði valinn númer eitt í sumar. Ef að líkum lætur, á Brúnar eftir að reynast slöku liði New Orleans sannkallaður hvalreki.

Gaman fyrir hinn efnilega þjálfara Monty Williams og þetta unga lið. Vonandi skemma samsæriskenningarnar ekki fyrir þeim gleðina og við fáum bara bullandi uppgang í Nawlins.