Showing posts with label Launamál. Show all posts
Showing posts with label Launamál. Show all posts
Saturday, July 5, 2014
Úrkoma í grennd hjá Kobe og Lakers
Kobe Bryant er launahæsti körfuboltamaður í heimi þó hann hafi ekki spilað nema sex leiki á síðustu leiktíð vegna meiðsla og þó enginn viti hvort hann eigi eftir að geta spilað eitthvað nálægt sínum eðlilega leik þegar hann snýr loksins til baka í haust.
Kobe Bryant er með meira en eina milljón króna á tímann alla daga ársins ef við gefum okkur að hann vinni 8-9 tíma vinnudag eins og venjulegt fólk - þó hann geri það auðvitað ekki. Kobe er ekkert venjulegt fólk. Hann er með þrjú þúsund fjögurhundruð fimmtíu og tvær milljónir króna í laun fyrir skatt á þessu ári.
Þegar hann hættir að spila, verður hann kominn vel yfir 300 milljónir dollara á ferlinum, sem þýðir einhverja 34 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag (sem er auðvitað ekki rétt mælt, en okkur er skítsama).
Efnisflokkar:
Allt er vænt sem vel er grænt
,
Blökkumaður fær borgað
,
Kobe Bryant
,
Lakers
,
Launamál
,
Leikmannamál
,
Meiðsli
,
Rólegur
,
Sýndu mér peningana
,
Úrvalsleikmenn
Monday, November 11, 2013
Bankinn er alltaf opinn í Brooklyn
Lúxusskatturinn svokallaði byrjar að telja í 8,8 milljörðum og frá og með síðustu kjarasamningum sem gerðir voru í verkbanninu hræðilega, eru nú sektir fyrir að fara yfir launaþakið orðnar stjarnfræðilegar. Félögin þurfa þannig að borga 1,5 dollara á móti hverjum dollara ef þau fara 0-5 milljónum yfir markið og glæpsamlega 2,5 dollara á móti hverjum dollara ef farið er 10-15 milljónum yfir þakið.
Þannig gengur þetta koll af kolli, talan hækkar um 0,5 við hverjar 5 milljónir dollara sem farið er yfir markið. Það eru því varla takmörk fyrir því hvað hægt er að skattpína stórhuga félög á borð við Nets. Samkvæmt kjarasamningum, skiptast upphæðirnar sem Mikhail Prokhorov eigandi borgar í lúxusskatt á hin félögin í deildinni. Þessu kerfi er ætlað að koma á fjármálajöfnuði í deildinni, hvernig svo sem það gengur.
Brooklyn er að borga 12,4 milljarða króna í laun ef skatturinn er ekki talinn með og það er svo magnað að þú þarft ekki að taka saman nema laun byrjunarliðsins til að sprengja launaþakið í tætlur. Deron Williams, Joe Johnson, Paul Pierce, Kevin Garnett og Brook Lopez eru samanlagt með 10 milljarða í laun í vetur.

Gamla metið átti Portland, sem pungaði út rúmum sex milljörðum í lúxusskattinn árið 2003 eftir að hafa gert nokkuð heiðarlega tilraun til að byggja upp meistaralið.
Þessir 10 milljarðar sem fara sérstaklega í skattinn hjá Nets eru hærri upphæð en 26 af liðunum 30 í NBA deildinni greiða í heildarlaun, sem er auðvitað alveg þræleðlilegt...
Prokhorov er í heildina að borga yfir 22 milljarða króna í laun í vetur, en hann hefur svo sem efni á því. Forbes metur eignir auðmannsins rússneska á yfir 1600 milljarða króna.
Hann fer því létt með að borga þessi svimandi háu laun - og á meira að segja afgang til að kaupa sér Stiga-sleða og Snickers ef sá gállinn er á honum.
Efnisflokkar:
Blökkumaður fær borgað
,
Fjármálamarkaðir
,
Launamál
,
Mikhail Prokhorov
,
Nets
Friday, August 2, 2013
35 kúlur á leik
Ef marka má slúðrið, eru mörg félög í NBA deildinni að reyna að tryggja sér þjónustu miðherjans Greg Oden í vetur. Það segir sína sögu um stöðu stóra mannsins í dag.
Portland valdi Oden númer eitt í nýliðavalinu árið 2008 og stuðningsmenn Blazers æla örugglega enn dálítið í munninn í hvert skipti sem Kevin Durant (valinn nr. 2) skorar 30 stig. Aumingja Oden hefur ekki náð að spila nema 82 leiki á þessum fimm árum og ekki einn einasta leik síðan á leiktíðinni 2009-10.
Það er ekki honum að kenna greyinu, en hann er lauslega reiknað búinn að þéna um 35 milljónir króna fyrir hvern leik sem hann hefur spilað í NBA deildinni.
Við föttum enn ekki hvernig Portland datt í hug að nota valrétt sinn á mann sem leit út fyrir að vera á sextugsaldri og labbaði haltur, þegar nokkuð öruggt stigaundur eins og Kevin Durant var á lausu.
Í dag er Oden haltari en nokkru sinni þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall.
Samt er hann eftirsóttur. Enn.
Svona er körfuboltinn stundum fáránlegur.
Efnisflokkar:
Dauði miðherjans
,
Félagaskiptaglugginn
,
Greg Oden
,
Launamál
,
Meiðsli
Monday, March 4, 2013
JamesOn saga Curry

Hann spilaði þó aldrei leik fyrir Chicago en fékk séns á tíu daga samningi með Los Angeles Clippers árið 2010 eftir að hafa spilað í D-deildinni, á Kýpur og í Frakklandi.
Draumurinn varð að veruleika þegar hann kom inn á í 3,9 sekúndur í leik Clippers og Celtics. Lengri varð ferill hans ekki í NBA deildinni - hann var látinn fara daginn eftir.
Sumir segja að Clippers hafi þurft að greiða Curry fullt lágmarkskaup fyrir þessar tæpu fjórar sekúndur sínar, en aðrir segja að það hafi verið minna. Heimildum okkar ber því ekki saman, en okkur þykir ljóst að hann fékk annað hvort 3,1 milljónir króna á sekúndu eða 14 milljónir króna á sekúndu fyrir spilamennsku sína.
Sama hvora töluna þú tekur, er það ansi hreint gott kaup.
Við vitum ekki til þess að leikmaður hafi átt styttri feril en 3,9 sekúndur í NBA deildinni, en það borgar sig ekki að vanmeta einstakling sem heitir JamesOn - svo mikið er víst.
Efnisflokkar:
Draumurinn
,
Furður veraldar
,
Launamál
Tuesday, January 22, 2013
Tólfþúsundáttahundruðsextíuogfjórar milljónir
Þú gætir örugglega fundið margar skemmtilegar leiðir til að leika þér ef þú finndir 87 þúsund dollara uppi á háalofti hjá þér.
Hver getur ekki notað rúmar ellefu milljónir króna í eitthvað skemmtilegt? Þetta er fjandi mikill peningur, þannig séð.
Já, pældu nú í því ef þú ættir 87 þúsund dollara. Veistu hvað þú gætir gert?
Þú gætir beðið einhvern að lána þér hundrað milljónir dollara í viðbót og þá gætirðu borgað laun leikmanna Los Angeles Lakers í vetur.
Það er auðveldara að reikna þessar hundrað kúlur yfir í Matador-peningana sem eru notaðir á Íslandi. Lakers er að borga 12,86 milljarða í leikmannalaun í vetur.
Árangurinn ekki aaalveg eftir því núna. Lakers er
2-11 í síðustu þrettán. Þeir verða að fara að reka
Gasol. Augljóslega allt honum að kenna!
Efnisflokkar:
99 vandamál
,
Kemur
,
Lakers
,
Launamál
,
Tunga í kinn
Tuesday, October 2, 2012
Fjölmiðladagurinn: Warriors
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október.
NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Leikmenn Warriors voru auðsjáanlega spenntir. Það er alltaf tilhlökkunarefni að sá með hvaða hætti Golden State verður í kjallara Vesturdeildarinnar, hve margir af lykilmönnum liðsins meiðast og hve langan tíma það tekur að reka þjálfarann.
Svo leikur liðið auðvitað sæmilega á síðustu vikum tímabilsins þegar það hefur að engu að keppa og heldur þannig áfram að vekja falsvonir hjá stuðningsmönnum sínum - sem eiga alls ekki skilið að halda með svona sorglegu liði.
Á síðustu leiktíð byrjuðu eigendur félagsins að skipuleggja það upp á nýtt og ætla sér stóra hluti í framtíðinni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Golden State er með botnsætið í áskrift.

Á myndinni hérna fyrir neðan má sjá hvar prakkarinn David Lee var hársbreidd frá því að skipta liðsfélaga sínum Andris Biedrins á sléttu fyrir græna Lödu Sport á uppboði á netinu.
Efnisflokkar:
Andris Biedrins
,
David Lee
,
Fjölmiðladagurinn
,
Launamál
,
Skrítlur
,
Warriors
Friday, September 21, 2012
Launahæstu leikmenn allra tíma
Það er ekki okkur líkt að velta okkur mikið upp úr því hvað fólk hefur í laun. Kannski bara þegar kemur að því hvort atvinnuíþróttamenn vinna fyrir þeim eða ekki.
Við rákumst á metnaðarfulla töflu um daginn sem sýnir 100 launahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi og rákumst þar á nokkur skrítin nöfn. Auðvitað er ekki hægt að bera saman launatölur leikmanns sem er að klára ferilinn í dag - eins og t.d. launahæsta körfuboltamanns allra tíma, Kevin Garnett - og manns sem hætti að spila fyrir áratug eða svo (Michael Jordan). Það sést líka greinilega þegar taflan er skoðuð.
Því er þó ekki að neita að það eru menn inni á topp 100 sem ættu alls ekki að vera þar. Voru bara heppnir að lifa á tímum greindarlausra framkvæmdastjóra í óðum efnahag.
Meira þarf ekki að segja um þetta. Skoðaðu bara töfluna og þá getur þú metið fyrir þig hvernig félögin í NBA hafa varið peningum sínum undanfarin ár. Sumt af þessu er grátlegt.
Smelltu til að stækka.
Efnisflokkar:
Launamál
Subscribe to:
Posts (Atom)