Showing posts with label Fjölmiðladagurinn. Show all posts
Showing posts with label Fjölmiðladagurinn. Show all posts
Friday, October 10, 2014
Myndræn upphitun: Fjölmiðladagarnir í NBA
Það ríkir alltaf ákveðin spenna á fjölmiðladögunum í NBA deildinni. Við fáum að heyra hvert klisjuviðtalið á eftir öðru og allir eru rosalega bjartsýnir á gengi vetrarins.
Eins og venjulega hefur verið nokkuð um félagaskipti og svo eru nokkrir áhugaverðir nýliðar að bætast í flóruna, svo það er ekki úr vegi að henda hérna inn örfáum myndum frá fjölmiðladögunum. Þið eigið örugglega eftir að reka upp stór augu þegar þið sjáið eitthvað af þessum mönnum í nýjum búningum. Hér er (hrokalaust) á ferðinni besta mögulega sjónræna upphitunin fyrir komandi tímabil í NBA. Eitthvað af þessum myndum eru risastórar og fínar (prófa að smella á þær) flott að setja þær á desktoppinn heima og í vinnunni. Þetta er aaalveg að byrja, krakkar.
Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Myndir
,
Rólegur
Saturday, October 6, 2012
Misstórir markaðir
Annars vegar sjáum við hvernig var um að lítast á fjölmiðladaginn hjá LA Lakers og hinsvegar hjá Memphis Grizzlies.
Það var auðvitað extra spenna hjá Lakers þar sem tvær stórstjörnur gengu til liðs við þá gulu, en þessar tvær myndir sýna samt svo skemmtilega hver munurinn er á umstanginu í kring um liðin.
Los Angeles er auðvitað einn stærsti markaðurinn í NBA, meðan Memphis er einn sá minnsti. Það skilar ekki endilega árangri að spila á stórum markaði, en það kvartar nú enginn undan því.
Efnisflokkar:
Aðsókn
,
Aðstaða Blaðamanna
,
Fjölmiðladagurinn
,
Markaðsmál
Friday, October 5, 2012
Fjölmiðladagurinn: Bestu myndirnar
Hvað er Vince Carter að gera? Í alvörunni.
Mo Williams var myndaður með hafnaboltakylfu, golfkylfu og (amerískan) fótbolta.
Hann verður aðalleikstjórnandi Utah Jazz í vetur.
Gallo er frekar ógnvekjandi með þennan haka, sem er eitt áhugaverðasta props sem við höfum séð á fjölmiðladaginn.
Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við þessa mynd.
Leikmenn Nets fengu allir tertu. Það hefði ekki verið ónýtt að gæða sér á einni Reggie Evans tertu.
Carlos Boozer leikur í MC Hammer myndbandi.
Eins og við sjáum á myndinni hér fyrir ofan, mætir Lamar Odom í sínu besta formi í æfingabúðir Clippers. Greinilega staðráðinn í því að koma ferlinum á beinu brautina á ný eftir bullið í fyrra.
Boston er með 99 vandamál á sinni könnu og því miður höfum við grun um að Darko Milicic eigi eftir að verða eitt þeirra.
Dwight Howard byrjar feril sinn sem Lakers maður á alvarlegu nótunum. Það verður gaman að sjá hvernig honum tekst að díla við mannæturnar í LA miðlunum. Gangi þér vel, Dwight.
Eðlilegur pólskur miðherji.
Efnisflokkar:
Eðlilegt
,
Fjölmiðladagurinn
Fjölmiðladagurinn: Lakers
Lakers stal fyrirsögnunum í sumar með því að fá til sín Dwight Howard (loksins) og Steve Nash. Þó það nú væri að eitthvað væri skrifað um það.
Þessi mannskapur hjá Lakers lítur ansi hreint vel út á pappírunum, en við erum hrikalega svartsýn á hvernig þetta á eftir að ganga þegar liðið byrjar að spila körfubolta.
Einhverjir hafa áhyggjur af því að Dwight Howard og Pau Gasol geti ekki spilað saman.
Því erum við alls ekki sammála, þeir gætu einmitt átt eftir að svínvirka saman, Howard niðri á blokkinni og Gasol á háa póstinum, dælandi góðum sendingum sínum.
Það sem við skiljum hinsvegar ekki, er jafnan Kobe Bryant, Mike Brown, Princeton sóknin og Steve Nash.
Við erum hreint ekki viss um að Kobe sé tilbúinn að leika fallega við hina krakkana, sérstaklega nú þegar er kominn lítill hvítur krakki í sandkassann hans sem þarf helst að fá að leika dálítið með dótið hans Kobe svo liðinu gangi vel. Svo er nýi krakkinn í miðjunni líka helvítis dramadúkka og fer alltaf að grenja ef honum finnst hann ekki vera aðalnúmerið í leiknum.
Kobe Bryant er líka mannlegur og tölurnar hans ljúga engu um það heldur. Bryant er kominn yfir sitt besta, enda búinn að spila óguðlegar mínútur síðustu ár. Vandamálið er ekki það að hann skuli vera farinn að slá aðeins af. Vandamálið er hvort hann sættir sig við það. Við höfum dálitlar áhyggjur af því.
Lakers vinnur fullt af körfuboltaleikjum í vetur, en við sjáum þetta lið ekki vinna meistaratitil. Varnarleikurinn og breiddin eru einfaldlega ekki til staðar til þess. Nokkuð augljósir veikleikar. Þýðir það að við munum ekki stilla á Lakers-leiki í vetur? Hreint ekki. Hreint ekki. Það verður gaman að horfa á Lakers. Frábært, líklega.

Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Lakers
Fjölmiðladagurinn: Heat
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Finndu snöggvast lið sem slær Miami út úr úrslitakeppninni 2013...
LeBron James er búinn að vera langbesti körfuboltamaður í heimi í nokkur ár og nú hefur hann dollur og medalíur sem undirstrika það endanlega.
Miami á að verja titilinn ef James heldur heilsu. Liðið er búið að bæta við sig stórskyttum og það eru ágætis líkur á því að Dwyane Wade verði við betri heilsu næsta vor en hann var þegar liðið vann titilinn. Fleiri rök þurfum við ekki til að spá því að Miami vinni þetta aftur, jafnvel þó allir segi að það sé miklu erfiðara að verja titilinn en vinna hann í fyrsta skipti.
Hver á að stöðva þetta lið?



Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Heat
,
LeBron James
Fjölmiðladagurinn: Wolves
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Það verða allir á Úlfavaktinni í vetur, eins og við tíunduðum í færslu fyrir skömmu. Litlu við það að bæta nema skoða nokkrar myndir frá fjölmiðladeginum. Merkilegt nokk hefur Andrei Kirilenko lítið fríkkað síðan síðast.
Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Timberwolves
,
Úlfavaktin
Fjölmiðladagurinn: Rockets
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Chandler Parsons er ástfanginn af Jeremy Lin. Svo mikið vitum við um lið Houston Rockets, sem ætti öllu samkvæmt að verða í vandræðum í vetur og missa af úrslitakeppninni.
Reyndu nú að sýna smá stillingu, Parsons!
Lin er kannski orðinn vanur því að fá sjúklega athygli, en öllu má nú ofgera.
Taktu þér tak, Parsons!
Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Karlmannleg ást
,
Rockets
Fjölmiðladagurinn: Sixers
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Iguodala farinn og inn kemur Andrew Bynum. Fleiri breytingar hafa verið gerðar á liði Sixers, en þessi ber hæst. Þessi leikmannaskipti bera vott um hugdirfsku forráðamanna Sixers og brugðið getur til beggja vona, það vitum við sem fylgst höfum með Andrew Bynum síðustu ár.
Það ætti því að vera ljóst að leikskipulag Sixers, eða í það minnsta áherslur í sóknarleiknum, breytast mikið. Nú fær Andrew Bynum að vera það sem hann fékk aldrei að vera í Los Angeles. Valkostur númer eitt, tvö og þrjú í sókninni. Skemmtileg áskorun fyrir hann og hnén á honum.
Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Sixers
Fjölmiðladagurinn: Raptors
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Toronto hefur fengið til sín nokkra leikmenn og munar þar mest um Kyle Lowry, sem félagið fékk frá Houston.
Lowry fór hamförum á síðustu leiktíð áður en veikindi slógu hann óvænt úr leik. Við erum enn að klóra okkur í höfðinu yfir því af hverju Houston lét hann fara.
Hæfileikar Lowry og nokkur ný andlit nægja þó ekki til að gera almennilegt lið úr Toronto Raptors, því miður. Það er langt þangað til við þurfum að taka þetta lið alvarlega.
Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Raptors
Fjölmiðladagurinn: Hornets
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Hvað er að gerast hjá Brúnari og Ryan Anderson á myndinni hér fyrir neðan?
Spennandi hlutir fram undan hjá þessu liði, ekki hægt að segja annað. Og það var eiginlega það eina sem við vildum segja að svo stöddu. Þetta verður bras hjá þeim eitthvað lengur, en vonandi fær Monty Williams bara að halda áfram að byggja upp hjá þeim.
Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Hornets
Subscribe to:
Posts (Atom)