Showing posts with label Pláss og hraði. Show all posts
Showing posts with label Pláss og hraði. Show all posts
Wednesday, November 11, 2015
Svona vinnum við
Meistarar Golden State Warriors eru búnir að vera duglegir að minna okkur á sig í upphafi leiktíðar og eru taplausir í fyrstu átta leikjum sínum þrátt fyrir að vera án þjálfara síns Steve Kerr, sem er með ónýtt bak.
Stephen Curry hefur eðlilega stolið megninu af fyrirsögnunum á þessum spretti Warriors, enda hefur þessi prímusmótor liðsins verið einstaklega heitur upp á síðkastið eins og við sýndum ykkur á skotkortinu hans í síðustu færslu.
Það á það til að gleymast að grunnurinn að styrk Golden State liggur í fjölhæfri og viljugri vörninni sem liðið spilar og svo er annað atriði sem sýnir okkur svart á hvítu af hverju Warriors er bæði besta og skemmtilegasta liðið í deildinni í dag. Það eru svona atriði. Atriði sem þú færð ekki að sjá í tilþrifapakkanum daginn eftir, en segja svo mikið um þetta lið.
Þarna erum við að tala um besta skotmann í heimi, sem er sjóðheitur í ofanálag, hætta við að taka skot af því félagi hans (líka einn besti skotmaður í heimi) er í betra færi. En sá piltur, sem skaut 4- af 7 í þristum í leiknum og var á góðu róli, ákvað líka að gefa boltann á annan félaga sinn sem væri í betra færi. Þessi félagi hét Leandro Barbosa og hann kláraði þessa ljóðrænu sókn með því að setja 3ja stiga skotið niður, sem betur fer fyrir lúkkið á sókninni.
En þið skiljið hvað við erum að fara. Besta skytta liðsins, gefur á næstbestu skyttuna sem er í betra færi og næstbesta skyttan gefur á enn annan mann sem er í betra færi. Þetta er kallað óeigingirni og liðsheild - fyrirbæri sem vex ekki á trjánum en dafnar í Golden State og er einn af lyklunum að velgengni liðsins undanfarið.
Efnisflokkar:
Klay Thompson
,
Leandro Barbosa
,
Pláss og hraði
,
Stephen Curry
,
Warriors
Subscribe to:
Posts (Atom)