Showing posts with label Heimur versnandi fer. Show all posts
Showing posts with label Heimur versnandi fer. Show all posts

Sunday, May 29, 2016

Hvað sáu geimverurnar?


Mörg okkar eru orðin ansi fljótfæri, óþolinmóð og fljót að alhæfa á þessum síðustu og verstu.

Twitter ýkir þessa tendensa upp hjá okkur. Við lifum í þjóðfélagi þar sem allt þarf að gerast strax eða ekki og ekkert fólk lifir undir eins ströngum "hvað hefurðu gert fyrir mig nýlega" formerkjum og íþróttamennirnir okkar.

Einhver minntist á það á Twitter í kvöld meðan fyrri hálfleikurinn hjá Oklahoma og Golden State var í gangi, að ef geimverur hefðu komið til jarðar og fylgst með leikjum dagsins, hefðu þær líklega ekki getað komið auga á tvo af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar í NBA leiknum og úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hér var auðvitað átt við þá Cristino Ronaldo og Stephen Curry.

Þetta var svo sem ekkert galið tíst. Okkur skilst að Ronaldo hafi ekki verið góður í úrslitaleiknum í dag og ekki var Curry að gera neinar rósir þegar þarna var komið við sögu. En hvað er þá vandamálið?

Jú, eftir því sem okkur var sagt, var Ronaldo víst að spila meiddur í úrslitaleiknum, en lét það ekki aftra sér frá því að spila hverja venjulegs leiktíma og framlengingar - jú og skora svo sigurmarkið í vítaspyrnukeppninni í lokin.

Sá eða sú sem sendi frá sér þetta tíst - og við erum ekki að blammera þetta tíst, per se, heldur bara að nota það sem lítið dæmi í þessari hugleiðingu - hefði aldrei sent það frá sér klukkutíma eða svo síðar, því þá var Curry búinn að skjóta Oklahoma í kaf og tryggja liði sínu oddaleik í einvíginu. Og það eru ekki slæmar líkur á því að hann muni vinna þann oddaleik.

Við tökum það fram að við erum alveg jafn slæm í þessu og hver annar. Við erum jú nýbúin að hrauna yfir Oklahoma í færslunni á undan þessari. Það sem við erum að reyna að segja er að kannski erum við öll orðin aðeins of... hreinlega geðveik, þegar kemur að íþróttahetjunum okkar.

Það má vel vera að menn eins og Curry og Ronaldo muni aldrei heyra það sem við erum að tísta eða tuða um þá og það getur vel verið að þessi tíst séu bara afrakstur fólks sem er að hugsa upphátt og fíflast eitthvað.

Og það getur vel verið að íþróttamenn séu þarna fyrir okkur til að öskra á þá, af því við þorum ekki að öskra á fólkið sem raunverulega á það skilið (stjórnmálafólkið).

En það getur líka vel verið að við séum alveg búin að missa plottið og séum orðin allt of tilætlunarsöm, hrokafull og leiðinlegir íþróttaáhugamenn.

Það má enginn íþróttamaður, undir nokkrum kringumstæðum, eiga eitthvað sem í okkar huga er eitthvað annað en fullkominn leikur - þá er viðkomandi íþróttamaður bara aumingi sem er búinn á því.

Liðið sem vann titilinn í fyrra er old news og drasl ef það vinnur ekki titilinn í dag og liðið sem vann titilinn fyrir tveimur árum er bara steingervingur sem öllum er sama um. Þjálfarinn sem vinnur níu leiki í röð en tapar einum illa er fáviti sem á að reka af því hann veit ekkert hvað hann er að gera. Leikmaðurinn sem svaf ekkert nóttina áður af því honum var illt í maganum og barnið hans var að taka tennur, er huglaus aumingi af því hann hitti illa úr skotunum sínum.

Bæði Oklahoma og Golden State hafa verið mesta drasl í heimi og meistaraefni með nokkurra daga millibili, ekki meira en það.

Þið kannist við þetta. Og við líka, af því við erum alltaf að haga okkur svona sjálf og það er hálft í hvoru ástæðan fyrir því að við erum að skrifa þessa asnalegu hugleiðingu.

Enginn íþróttamaður er fullkominn, frekar en við sjálf. Maradona gerði fullt af mistökum, en það hafa Ronaldo og Messi líka gert. Larry, Magic og Jordan gerðu sín mistök. Það gera LeBron, KD og Curry líka, svo við ættum kannski að vera aðeins viljugri í að leyfa þeim að vera mannlegir.

Kannski var eins gott að geimverurnar sem vísað var í að ofan voru að horfa á lélega íþróttamenn spila en ekki á tímalínurnar okkar á Twitter.

Tuesday, July 29, 2014

Wednesday, June 26, 2013

NBA Ísland kafar ofan í nýliðavalið fyrr og nú


  Eins og þið vitið höfum við stundum dálitlar áhyggjur af því hvað uppbyggingarstarfið í     körfuboltanum í Bandaríkjunum virðist vera komið í tómt tjón.

Þjálfun yngri iðkenda virðist ábótavant og nú er svo komið að háskólaboltinn er orðinn hundleiðinlegt drasl sem aðeins þeir hörðustu nenna að horfa á. Þeir sem til þekkja fullyrða að gera þurfi einar 6-10 breytingar á reglunum í háskólaboltanum, því hann sé orðinn allt önnur íþrótt en stunduð er í NBA deildinni.

Nú erum við bara að hafa eftir það sem við höfum lesið og heyrt frá fólki sem fylgist með þessu, við viðurkennum fúslega að okkur þykir álíka gaman að horfa á háskólaboltann og að fara til tannlæknis.

Það var gaman að háskólaboltanum hérna einu sinni, en í dag er hann eins og blackmetaltónleikar í blómabúð - sem sagt ekki að gera sig.

Nú styttist í nýliðavalið árlega en fáir eru spenntir fyrir því. Eins og raunin hefur verið undanfarin ár, er lítið um almennilegan efnivið og margir tippa á að nýliðavalið í ár verði eitt það lélegasta í sögunni.

Til marks um þetta hafa menn ekki hugmynd um hvaða leikmaður verður valinn fyrstur og menn eru nánast alveg jafn líklegir að detta inn á góðan leikmann með vali númer tólf eins og númer eitt.

Þetta eru dálítið ógnvekjandi pælingar, þó við séum ef til vill að ýkja pínulítið, en athugið að við erum samt enn ekki farin að ræða stærsta vandamálið (pun intended) í dag - skortinn á alvöru miðherjum.

Við erum alltaf að pæla í þessu. Líklega er þetta ekki annað en dæmigerðir neikvæðnitendensar sem vakna hjá fólki þegar það er orðið gamalt eins og við.

En okkur langaði nú samt að prófa að spóla til baka og kanna það svart á hvítu hvort nýliðavalið nú á dögum væri drasl á miðað við nýliðavalið fyrir tíu og tuttugu árum.

Nú vitum við að það er kannski ósanngjarnt að bera venjulega nýliðaárganga saman við þann sem kom inn í deildina árið 1992, því þar var sannarlega að finna hörkuspilara.

Okkur langaði hinsvegar að bera þennan árgang saman við árganginn 2002 og svo piltana í 2012 árgangnum sem kláruðu sitt fyrsta ár nú í vor.

Nú eigum við auðvitað óralangt í land með að spá fyrir um það hvernig 2012 drengjunum á eftir að reiða af, en það er alveg hægt að bera saman nýliðaárin þeirra og sjá hvort þeir komu með hvelli inn í deildina eða ekki.

Það er nátturulega vita glórulaust að eyða tíma í svona kjaftæði, en við vonum að einhver ykkar hafi gaman af því að rifja þetta upp og skoða nánar.

Eins má vel vera að þið séuð ósammála mati okkar á leikmönnum, en þetta er fjandakornið ekki það langt frá lagi.

Við leyfum ykkur svo að rífast um það hvort framboð á góðum leikmönnum sé meira í nýliðavalinu nú á dögum eða fyrir tíu og tuttugu árum síðan. Við erum aðallega að teikna þetta upp til gamans - ekki vísindalega - og af því við erum búin að vera með þessa pælingu á heilanum í hálft ár eða meira.

Nýliðavalið 1992:

(Valinn númer, nafn, leikir/þar af í byrjunarliði - Stig/fráköst/stoðsendingar)

 1. Shaquille O´Neal  81/81 - 23/14, 15x Stjörnuleikmaður, 4x NBA meistari, Heiðurshöllin
 2. Alonzo Mourning   78/78 - 21/19, 3,5 blk - 7x Stjörnuleikmaður, NBA meistari ´06 (MIA)
 3. Christian Laettner 81/81 - 18/9 47% fg Stjörnuleikmaður, Heiðurshöllin*
 4  Jimmy Jackson  28/28 - 15/4/5 - 40% fg**  Besta tímabil: 26/5/4 og 47% fg ´95 (DAL)
 5. LaPhonso Ellis 82/82 - 15/9 50% fg. Besta tímabil: 22/7 ´97 (DEN)
 6. Tom Gugliotta    81/81 - 15/10/4/2 43% fg - Stjörnuleikmaður - Besta tímabil 20/9 ´96-´98 (MIN)
 7. Walt Williams 59/26 - 17/5/3 44% fg
 8. Todd Day***      71/37 - 14/4 43% fg
 9. Clarence Weatherspoon    82/82 - 16/7 47% fg. Besta tímabil: 18/10 ´94 (PHI)
10. Adam Keefe    82/6  - 7/5  50% fg. Glórulaust, byrjunarliðsmaður í liði í lokaúrslitum (UTA)
11. Robert Horry    79/79 - 10/4/1st/1blk - Rulluspilari. Sjöfaldur NBA meistari
12. Harold Miner    73/0  - 10, 48% fg. Einmitt.
13. Bryant Stith    39/12 - 9/3, 45% fg. Besta tímabil: 15/4/3, 39% í þristum ´97 (DEN)
14. Malik Sealy    58/2  - 5, 43% fg 
15. Anthony Peeler   77/11 - 10, 47% fg. Besta tímabil: 15 stig, 37% í þristum ´97 (VAN).
16. Randy Woods**** 41/1  -  2, 35% fg
17. Doug Christie 23/0  -  6, 43% fg. Besta tímabil: 17/5/4 (TOR)
18. Tracy Murray   48/14 -  6, 42% fg. Bombari. Besta tímabil: 16/4, 42% í þristum ´96 (TOR).
19. Don MacLean   62/4  -  7, 44% fg - Framfarakóngur ´94 þegar hann stökk upp í 18 stig í leik
20. Hubert Davis  50/2  -  5, 44% fg - 44% í þristum yfir ferilinn
21. Jon Barry - Rulluspilari. Pabbi hans var betri leikmaður en sonurinn þegar hann var fimmtugur
22. Oliver Miller - Rulluspilari í finals-liði Phoenix Suns 1993. Feitur.
23. Lee Mayberry - Rolluspilari, lol, bara að athuga hvort þú ert vakandi.
24. Latrell Sprewell - 4X Stjörnuleikir, var í 1. úrvalsliði NBA ´94. Geðsjúklingur en góður.

*    - Er í Heiðurshöllinni af því hann var vatnsberi í Draumaliðinu. Átti frábæran háskólaferil.
**   - Spilaði lítið á nýliðaárinu af því hann náði ekki samningum við Dallas
***  - Milwaukee átti 8. og 23. valrétt í þessu djúpa drafti, en skeit á sig og fékk lítið.
**** - Heldurðu að Clippers hafi náð að klúðra þessu drafti? Stutta svarið er: Já, eins og öðrum.

Nothæfir leikmenn sem teknir voru seinna í nýliðavalinu 1992:
P.J. Brown (29.), Brent Price (32.), Popeye Jones (41.), Matt Geiger (42.)


Nýliðavalið 2002:
(Valinn númer, nafn, leikir/þar af í byrjunarliði - Stig/fráköst/stoðsendingar)

1.  Yao Ming 82/72 - 14/8/2blk - 50% fg - 19/9 á ferlinum
2.  Jay Williams 75/54 -  10/5 40% fg - Spilaði aðeins eitt ár. Stútaði á sér löppunum í vélhjólaslysi.
3.  Mike Dunleavy 82/3 - 6, 40% fg - Rulluspilari. Besta ár: 19/5/4 ´08 (IND)
4.  Drew Gooden 70/47 - 12/7 46% fg - Fæddur rulluspilari og ferðalangur.
5.  Nikoloz Tskitishvili 81/16 - 4/2 29% fg - Risavaxið klúður (á næstefstu myndinni í færslunni).
6.  Dajuan Wagner 47/24 - 13/3 37% fg. Farinn úr deildinni eftir 4 ár
7.  Nene  80/53 - 11/6 52% - Besta ár: 15/8 ´11 (DEN). Aldrei staðið undir væntingum/pótensjal.
8.  Chris Wilcox 46/3 - 4, 52% - Rulluspilari. Besta ár: 14/8 ´07 (SEA).
9.  Amare Stoudemire 81/71 - 14/9 47%. 6x í Stjörnuliði. Besta ár: 26/9, 56% fg 2005 (PHO).
10. Caron Butler  15/5 42% - 2x í Stjörnuliði. Besta ár: 20/7/5 árið 2008 (WAS)

Hræ eins og Melvin Ely, Marcus Haislip, Bostjan Nachbar, Curtis Borchardt, Ryan Humphrey og Steve Logan fylla út í fyrstu umferðina, sem lítur vægast sagt illa út eftir 10. valrétt.

Nothæfir leikmenn sem teknir voru seinna í nýliðavalinu 2002:
Tayshaun Prince (23.), John Salmons (26.), Carlos Boozer (34.), Matt Barnes (45.) og Luis Scola (55.).  Ágætis leikmenn þar á ferðinni.

Nýliðavalið 2012: