Showing posts with label Dennis Rodman. Show all posts
Showing posts with label Dennis Rodman. Show all posts

Tuesday, March 17, 2015

Denni Dæmalausi


Flest ykkar hafa eflaust séð að minnsta kosti einn körfuboltaleik með Dennis Rodman á ævinni. Þeir sem eiga það eftir, ættu að hjóla á youtube og athuga hvort þið finnið ekki eitthvað skemmtilegt. 

Við rákumst á nokkrar myndir af Rodman í glímutökum á einhverju ónefndu bloggi um helgina og datt í hug í framhaldinu að henda í sérstaka myndafærslu með Rodman þar sem hann er að gera einhvern geðveikan með einum eða öðrum hætti. Svona týpa ætti líklega erfitt uppdráttar í rétttrúnaðar fasismanum sem tíðkast í NBA deildinni í dag, en það er ástæða fyrir því að það hangir Bulls-treyja númer 91 uppi á vegg á skrifstofu NBA Ísland.







Friday, June 6, 2014

Handahófskenndir molar úr sögu NBA


Litháinn skemmtilegi Šarūnas Marčiulionis verður fimmtugur þann 13. júní næstkomandi. Hann var stundum kallaður Rooney, sem er stórkostlegt. Hann kom ekki inn í NBA deildina fyrr en 25 ára gamall og lék megnið af ferlinum hjá Don Nelson og félögum í Warriors. Hann átti best 19 stig í leik. Skaut yfir 50% á ferlinum og 37% fyrir utan. Svalur skorari og einn besti evrópski leikmaður sinnar kynslóðar.

































Talandi um kynslóðir. Walt "Clyde" Frazier er svægasti leikmaður í sögu NBA deildarinnar og tvímælalaust einn besti bakvörður sinnar kynslóðar. Flestir þekkja hann í dag sem aðstoðarlýsanda á Knicks-leikjum, en fáir stóðust honum snúning þegar hann var upp á sitt besta fyrir 40 árum.

Sunday, January 19, 2014

Dennis Rodman á Vogi


Það er hálft ár síðan við sögðum ykkur frá því að Dennis Rodman væri búinn að leggja nafn sitt við áfengistegund sem við kölluðum Pörupiltavodka.

Þar lýstum við yfir áhyggjum okkar af því að þarna væri Rodman sennilega að tryggja sér ævibirgðir af sterku áfengi. Skemmst er frá því að þessar áhyggjur okkar reyndust á rökum reistar, því Rodman er búinn að tékka sig inn í meðferð við áfengissýki.

Umboðsmaður kappans segir að hafi verið bölvað álag á frákastaranum litríka undanfarið, en hann olli sem kunnugt er nokkru fjaðrafoki með heimsóknum sínum til frumstæðari endans á Kóreu um daginn.

Við hér á ritstjórn NBA Ísland sendum Rodman að sjálfssögðu batakveðjur í baráttunni við Bakkus og óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Kannski nær hann að slíta vodkasamningnum og díla þá jafnvel frekar um að auglýsa skyrís fyrir Latabæ eða eitthvað í þeim dúr.

Wednesday, January 8, 2014

Meira af Dennis diplómat


Það er bara til eitt eintak af Dennis Rodman í heiminum. Kannski er það miður. Frákastakóngurinn heldur áfram að gefa vesturveldunum langt PR-nef með því að hanga með félögum sínum í Norður-Kóreu. Gríðarlega trendí.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hann bæði syngja afmælissönginn og komast við. Gaman að sjá að fyrrum Knicks-framherjinn Charles Smith ("Smith, stopped, Smith, stopped again!") var með í för.



Við ætlum ekki að greina þessa hluti á pólitískan hátt, af því stjórnmál eru okkur álíka ofarlega í huga og tilhugalíf sækembunnar á Galapagos-eyjum. Það er til fólk, svo eru til geimverur og svo Dennis Rodman.


Sunday, October 13, 2013

Að púlla pelsinn


Það púlla ekki allir pelsinn, það vitum við öll. Sannarlega er það dálítið frumstætt að ganga um með dautt dýr hangandi utan á sér þegar kólna tekur í veðri. Minnir okkur dálítið á þetta stórepíska atriði:



Nokkrir valinkunnir NBA leikmenn hafa látið sjá sig í pelsum. Okkur datt í hug að sýna ykkur nokkrar myndir því til sönnunar og segja ykkur frá tveimur óþekktarormum sem fóru illa að ráði sínu í pelsadeildinni.

Fyrst skal frægan telja - það er Clyde karlinn Frazier - einn svalasti íþróttamaður sögunnar. Auðvitað púllaði Clyde pelsinn, enda á hann nóg af þeim. Hér fyrir ofan gefur að líta töff mynd af kappanum frá árinu 1974 þar sem hann stendur á tröppunum við Plaza hótelið á Manhattan. Sjóðandi svægi.

Hér má líka sjá Artis Gilmore






















Reggie Theus

















Kobe Bryant






















Té-Mák






















Og Iverson












Svo var ekki úr vegi að setja vinina Isiah Thomas og Magic Johnson inn saman. Miklir pelsamenn greinilega. Ætli megi ekki segja að Magic sé svar NBA deildarinnar við Arnari Gunnlaugs og Sol Campbell.
































 Shaquille O´Neal á að sjálfssögðu pels og svo skemmtilega vill til að tveir af liðsfélögum hans létu taka mynd af sér í flíkinni af tröllinu. Þetta eru þeir Steve Nash (Suns) og Nate Robinson (Celtics). Það hafa ekki farið nema svona fjórtán refabú í þetta mannvirki sem pelsinn hans er.





























Nú fara leikar að æsast og röðin komin að Gilbert Arenas. Hann lék í auglýsingu fyrir dýraverndunarsamtökin PETA* og sagðist frekar kjósa að vera blekaður en pelsaður.

Skömmu síðar létu þáverandi liðsfélagar hans Nick Young og Dominic McGuire hinsvegar bösta sig illilega. Þeir bjuggu þá í húsinu hans Arenas og sagði hann þeim að þeir mættu klæða sig í hvaða föt sem þeir finndu í kofanum.

Auðvitað fundu þeir tvo pelsa inni í skáp og létu taka myndir af sér sem fóru beint á netið. Vakti þetta litla hrifningu hjá PETA-mönnum, sem sáu strax að þar var eitthvað loðið á ferðinni (no pun intended). Sannkallaðir kjarneðlisfræðingar hér á ferð.

















Síðasti snillingurinn á þessum lista notaðist ekki við neina milliliði þegar hann sendi PETA fingurinn. Þetta er auðvitað meistari Dennis Rodman. Margir muna eftir auglýsingunum þar sem hann píndi sig í að koma nakinn fram og sagðist heldur kjósa blek en pels.

Eitthvað hefur fulltrúi PETA sem samd við Rodman verið vitgrannur. Ef bókað er að einhver NBA leikmaður eigi pels, er það Rodman. Auðvitað var þess ekki langt að bíða að kappinn færi út á lífið með dautt dýr um hálsinn. Þó það nú væri!




















* - PETA eru mjög umdeild samtök sem hafa komist í fréttirnar fyrir fantaskap og fjármálaóreiðu. NBA Ísland er mjög annt um dýravernd en við ráðleggjum fólki sem vill láta gott af sér leiða á þeim vettvangi að leita annað en til PETA.

Wednesday, July 10, 2013

Pörupiltavodki Denna Dæmalausa























Ólíkindatólið Dennis Rodman er jafnan með puttana í öllu sem hann kemst yfir og nýjasta trixið hjá kappanum er að leggja nafn sitt við áfengistegund sem frumsýnd verður í lok mánaðarins.

Um er að ræða Vodka sem fengið hefur nafnið "Bad Boy" (ís. Pörupiltavodka) og samkvæmt fréttatilkynningu frá Rodman er hann "beittur á bragðið, en um leið klassískur - ég í hnotskurn."

Drykkurinn kemur í hillurnar þann 27. júlí í Kaliforníu. Þetta þýðir væntanlega að Rodman verður ekki áfengislaus næstu árin, jafnvel þó hann verði blankur. Þetta eru... vafasöm tíðindi.

Monday, July 8, 2013

Rodman skellti sér út á borða á Suðurströnd


Dennis Rodman er fullkomlega eðlilegur náungi sem forðast athyglina eins og sjá má á klæðaburði hans og... sérhannaðri Hummer-bifreið hans.

Frákastakóngurinn brá sér út að borða á veitingastaðnum Prime 112 á Suðurströnd (Miami) fyrir skömmu og Papparassarnir voru að sjálfssögðu á svæðinu. Við gátum ekki annað en birt afraksturinn. Þetta er nú einu sinni Denni Dæmalausi.






Thursday, January 31, 2013

Dennis Rodman gefur út barnabók


Auðvitað var það næsta skref fyrir Dennis Rodman að gefa út barnabók. Það segir sig alveg sjálft, er það ekki? Verkið heitir Dennis the wild bull  (ísl. Denni Dæmalausi) og er komið í allar betri bókaverslanir... eða eitthvað.

Við sáum síðast til Dennis í (ó)raunveruleikaþættinum með hrokagikknum með kómóverið, þar sem hann gerði ekkert annað en þamba vodka allan daginn. Það eðlilegasta í heimi í framhaldi af þessu er svo auðvitað að skrifa barnabók. Hann heldur alltaf áfram að vera þræleðlilegur hann Rodman.


Friday, July 20, 2012

Rodman eldri greiðir 700.000 í meðlag



Allir þekkja Dennis Rodman, sem á gamalsaldri hefur loksins náð að hitta föður sinn, Philander Rodman. Sá gamli er kominn yfir sjötugt, heldur til á Filippseyjum og er sagður eiga hvorki meira né minna en 29 börn með 16 konum!

Auðvitað eru öll þessi börn einhver komin yfir 18 ára aldurinn, en ef við gefum okkur til gamans að þau væru öll yngri, væri sá gamli ekki að greiða nema 700 þúsund krónur í meðlag á mánuði og tæpar átta og hálfa milljón á ári ef hann væri svo óheppinn að búa á Íslandi.

Þetta er allt saman alveg þræleðlilegt eins og flest í kring um Dennis blessaðan. Ef við setjum þetta í samhengi við körfuboltaferil Dennis Rodman má leiða líkum að því að móðir hans Dennis hafi verið rebound-gella fyrir þann gamla inn á milli barneigna.

Það gat ekki annað verið en að maður sem skilur eftir sig annað eins genahryðjuverk og Dennis Rodman væri nokkuð... tjah, léttur á því.



Sunday, August 14, 2011